Sport

Hilmar fyrstur Íslendinga með sigur í heimsbikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hilmar Snær Örvarsson
Hilmar Snær Örvarsson vísir/getty
Hilmar Snær Örvarsson skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna sigur á heimsbikarmótaröð IPC (Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra) í lapagreinum.

Hilmar er staddur í Zagreb í Króatíu þar sem heimsbikarmótið í svigi fer fram. Eftir fyrri ferðina var hann annar en náði að tryggja sér sigur með seinni ferðinni.

Hann fór fyrri ferðina á 1:00,27 mínútu og þá seinni á 1:01,44 mínútu og því samtals á 2:01,71 mínútum. Hann var rúmri sekúndu á undan næsta manni, Thomas Walsh frá Bandaríkjunum.

Hilmar keppir í flokki hreyfihamlaðra LW2-standing.

IPC var með beina útsendingu frá mótinu á Youtube-síðu sinni og má sjá upptöku frá mótinu hér að neðan. Seinni ferð Hilmars hefst eftir rúma 51 mínútu.

Á morgun fer fram önnur keppni í svigi þar sem Hilmar er aftur á meðal keppenda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×