Bjarni segir áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafa legið fyrir Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2019 20:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga. Utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa nýja sendiherra enda séu þeir að hans mati helst til of margir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mættu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna fullyrðinga Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um sendiherramál á Klaustur fundinum svo kallaða. Þeir síðarnefndu mættu ekki á fund nefndarinnar en sendu yfirlýsingar inn á fundinn. Þar sagði Gunnar Bragi meðal annars: „Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Yfirlýsing Sigmundar Davíðs var á svipuðum nótum. Báðir lögðu þeir áherslu á að upptökur af Klaustur fundinum hafi verið ólöglegar. Gunnar Bragi hafi síðan viðurkennt að það sem hann hafi sagt varðandi samninga við formann Sjálfstæðisflokksins um kaup kaups í sendiherramálum ætti ekki við rök að styðjast. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun kannaðist Bjarni Benediktsson vel við áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að verða sendiherra. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin í þeim efnum, hvorki á meðan Gunnar Bragi gengdi embætti utanríkisráðherra né eftir að hann lét af embætti. Áhugi Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafi meðal annars verið ræddur á fundi hans með Gunnari Braga, Guðlaugi Þór og Sigmundar Davíð í þinghúsinu síðasta haust að beiðni Miðflokksmanna. En aldrei í því samhengi að verið væri að innheimta eitthvað loforð eða skuldbindingu. „Og ég verð að segja alveg eins og er að mér þætti það í raun og veru dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkum beiðnum og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk. Enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi og eðlilegu samhengi sjá menn að fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni eftir að þeirra stjórnmálaferli lýkur,“ sagði Bjarni fyrir nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnti á að hann hafi á tveimur árum í embætti ekki skipað neinn sendiherra og það stæði ekki til þótt þeim hafi fækkað um þrjá. „Þegar ég kom að borðinu voru fjörutíu sendiherrar sem höfðu verið skipaðir. Það er ekkert leyndarmál að mér þótti það nokkuð mikið,“ sagði utanríkisráðherra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga. Utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa nýja sendiherra enda séu þeir að hans mati helst til of margir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mættu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna fullyrðinga Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um sendiherramál á Klaustur fundinum svo kallaða. Þeir síðarnefndu mættu ekki á fund nefndarinnar en sendu yfirlýsingar inn á fundinn. Þar sagði Gunnar Bragi meðal annars: „Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Yfirlýsing Sigmundar Davíðs var á svipuðum nótum. Báðir lögðu þeir áherslu á að upptökur af Klaustur fundinum hafi verið ólöglegar. Gunnar Bragi hafi síðan viðurkennt að það sem hann hafi sagt varðandi samninga við formann Sjálfstæðisflokksins um kaup kaups í sendiherramálum ætti ekki við rök að styðjast. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun kannaðist Bjarni Benediktsson vel við áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að verða sendiherra. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin í þeim efnum, hvorki á meðan Gunnar Bragi gengdi embætti utanríkisráðherra né eftir að hann lét af embætti. Áhugi Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafi meðal annars verið ræddur á fundi hans með Gunnari Braga, Guðlaugi Þór og Sigmundar Davíð í þinghúsinu síðasta haust að beiðni Miðflokksmanna. En aldrei í því samhengi að verið væri að innheimta eitthvað loforð eða skuldbindingu. „Og ég verð að segja alveg eins og er að mér þætti það í raun og veru dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkum beiðnum og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk. Enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi og eðlilegu samhengi sjá menn að fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni eftir að þeirra stjórnmálaferli lýkur,“ sagði Bjarni fyrir nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnti á að hann hafi á tveimur árum í embætti ekki skipað neinn sendiherra og það stæði ekki til þótt þeim hafi fækkað um þrjá. „Þegar ég kom að borðinu voru fjörutíu sendiherrar sem höfðu verið skipaðir. Það er ekkert leyndarmál að mér þótti það nokkuð mikið,“ sagði utanríkisráðherra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45
Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30
Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00