Harden fékk enga hjálp við að skora 115 stig í tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 17:30 James Harden. Getty/Tim Warner James Harden er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana en kappinn er búinn að skora 57 og 58 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í NBA-deildinni.HARDEN FOR 5 @HoustonRockets | #Rocketspic.twitter.com/gR2zyP7k4T — NBA (@NBA) January 17, 2019Harden setti þar með nýtt persónulegt met á tímabilinu í tveimur leikjum í röð en þeir komu í næstu tveimur leikjum eftir að hann klikkaði á sextán þriggja stiga skotum (af sautján) í einum leik. Með því að skora 115 stig í tveimur leikjum þá komst Harden í hóp með þeim Kobe Bryant og Michael Jordan.James Harden has scored 115 points over his last 2 games. Over the last 50 seasons, only Kobe Bryant (Jan. 20-22, 2006) and Michael Jordan (March 28-30, 1990) scored more over a 2-game span. (h/t @EliasSports) pic.twitter.com/Ss4P2Xowgl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 17, 2019Michael Jordan, Kobe Bryant og James Harden eru nú einu leikmennirnir á síðustu fimmtíu árum sem hafa náð að skora svo mörg stig í tveimur leikjum í NBA-deildinni..@JHarden13 (58 PTS, 10 REB, 6 AST) records his 2nd straight 50-point game for the @HoustonRockets! #Rockets The last player to score 55+ PTS in consecutive games was Wilt Chamberlain in 1962. pic.twitter.com/LvGUedz3vb — NBA (@NBA) January 17, 2019James Harden skoraði 57 stig í 18 stiga sigri á Memphis Grizzliers þar sem hann hitti úr 17 af 33 skotum (52%) og 6 af 15 þriggja stiga skotum (40%). Hann nýtti líka 17 af 18 vítum sínum (94%). Auk stiganna þá var hann með 9 fráköst og 2 stoðsendingar. James Harden skoraði síðan 58 stig í 3 stiga tapi á móti Brooklyn Nets þar sem hann hitti úr 16 af 34 skotum (47%) og 5 af 19 þriggja stiga skotum (26%). Hann nýtti líka 21 af 23 vítum sínum (91%). Auk stiganna þá var hann með 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Það fylgir sögunni að Harden bjó sjálfur til öll þessi 115 stig því enginn liðfélagi hans í Houston náði að gefa stoðsendingu á hann í þessum tveimur leikjum. Ef eitthvað er ótrúleg tölfræði þá er það sú staðreynd.0 of James Harden's 115 points over the last 2 games have been assisted on. #SCFactspic.twitter.com/NSH7JtIJTy — SportsCenter (@SportsCenter) January 17, 2019Michael Jordan skoraði 69 stig og 49 stig í leikjum sínum 28. og 30. mars árið 1990 en Kobe Bryant var með 37 stig og 81 stig í leikjum sínum 20. til 22. janúar 2006. Báðir voru þeir því með 118 stig samanlagt. Jordan nýtti 43 af 71 skoti sínu í leikjunum tveimur (61%) og skoraði 29 stig af vítalínunni en Kobe Bryant nýtti 40 af 79 skoti sínu í leikjunum tveimur (51%) og skoraði 27 stig af vítalínunni. Harden nýtti 33 af 67 skotum sínum í þessum tveimur leikjum (49%) og 38 stiga hans komu af vítalínunni. Harden gaf 8 stoðsendingar með 115 stigum, Jordan gaf 10 stoðsendingar með sínum 118 stigum og Kobe var með 8 stoðsendingar með sínum 118 stigum. Þrátt fyrir þessa frammistöðu þá var Harden mjög pirraður í leikslok enda tapðist leikurinn. Hér fyrir neðan sést hann strax eftir leik.Harden wasn't having it pic.twitter.com/7Mohp1OsSf — Bleacher Report (@BleacherReport) January 17, 2019With 58 points tonight, James Harden is averaging over 40 PPG for the last 20 games. The most consecutive games averaging 40 PPG: Wilt Chamberlain - 515 Elgin Baylor - 33 Kobe Bryant - 23 Rick Barry - 22 James Harden - 20 pic.twitter.com/wGgyE4wMLq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 17, 2019 NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
James Harden er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana en kappinn er búinn að skora 57 og 58 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í NBA-deildinni.HARDEN FOR 5 @HoustonRockets | #Rocketspic.twitter.com/gR2zyP7k4T — NBA (@NBA) January 17, 2019Harden setti þar með nýtt persónulegt met á tímabilinu í tveimur leikjum í röð en þeir komu í næstu tveimur leikjum eftir að hann klikkaði á sextán þriggja stiga skotum (af sautján) í einum leik. Með því að skora 115 stig í tveimur leikjum þá komst Harden í hóp með þeim Kobe Bryant og Michael Jordan.James Harden has scored 115 points over his last 2 games. Over the last 50 seasons, only Kobe Bryant (Jan. 20-22, 2006) and Michael Jordan (March 28-30, 1990) scored more over a 2-game span. (h/t @EliasSports) pic.twitter.com/Ss4P2Xowgl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 17, 2019Michael Jordan, Kobe Bryant og James Harden eru nú einu leikmennirnir á síðustu fimmtíu árum sem hafa náð að skora svo mörg stig í tveimur leikjum í NBA-deildinni..@JHarden13 (58 PTS, 10 REB, 6 AST) records his 2nd straight 50-point game for the @HoustonRockets! #Rockets The last player to score 55+ PTS in consecutive games was Wilt Chamberlain in 1962. pic.twitter.com/LvGUedz3vb — NBA (@NBA) January 17, 2019James Harden skoraði 57 stig í 18 stiga sigri á Memphis Grizzliers þar sem hann hitti úr 17 af 33 skotum (52%) og 6 af 15 þriggja stiga skotum (40%). Hann nýtti líka 17 af 18 vítum sínum (94%). Auk stiganna þá var hann með 9 fráköst og 2 stoðsendingar. James Harden skoraði síðan 58 stig í 3 stiga tapi á móti Brooklyn Nets þar sem hann hitti úr 16 af 34 skotum (47%) og 5 af 19 þriggja stiga skotum (26%). Hann nýtti líka 21 af 23 vítum sínum (91%). Auk stiganna þá var hann með 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Það fylgir sögunni að Harden bjó sjálfur til öll þessi 115 stig því enginn liðfélagi hans í Houston náði að gefa stoðsendingu á hann í þessum tveimur leikjum. Ef eitthvað er ótrúleg tölfræði þá er það sú staðreynd.0 of James Harden's 115 points over the last 2 games have been assisted on. #SCFactspic.twitter.com/NSH7JtIJTy — SportsCenter (@SportsCenter) January 17, 2019Michael Jordan skoraði 69 stig og 49 stig í leikjum sínum 28. og 30. mars árið 1990 en Kobe Bryant var með 37 stig og 81 stig í leikjum sínum 20. til 22. janúar 2006. Báðir voru þeir því með 118 stig samanlagt. Jordan nýtti 43 af 71 skoti sínu í leikjunum tveimur (61%) og skoraði 29 stig af vítalínunni en Kobe Bryant nýtti 40 af 79 skoti sínu í leikjunum tveimur (51%) og skoraði 27 stig af vítalínunni. Harden nýtti 33 af 67 skotum sínum í þessum tveimur leikjum (49%) og 38 stiga hans komu af vítalínunni. Harden gaf 8 stoðsendingar með 115 stigum, Jordan gaf 10 stoðsendingar með sínum 118 stigum og Kobe var með 8 stoðsendingar með sínum 118 stigum. Þrátt fyrir þessa frammistöðu þá var Harden mjög pirraður í leikslok enda tapðist leikurinn. Hér fyrir neðan sést hann strax eftir leik.Harden wasn't having it pic.twitter.com/7Mohp1OsSf — Bleacher Report (@BleacherReport) January 17, 2019With 58 points tonight, James Harden is averaging over 40 PPG for the last 20 games. The most consecutive games averaging 40 PPG: Wilt Chamberlain - 515 Elgin Baylor - 33 Kobe Bryant - 23 Rick Barry - 22 James Harden - 20 pic.twitter.com/wGgyE4wMLq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 17, 2019
NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira