Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:45 Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn. Á síðasta ári heimsóttum við Hanaah Al-Saedi og fimm börn hennar þegar þau voru nýlent í Súðavík. Fjölskyldan fékk hæli á Íslandi eftir tvö ár á flótta frá Írak og sagði Hanaah okkur að hún ætlaði að læra að brosa á ný. Hún hafði ekki heyrt af eða frá eiginmanni sínum í rúm tvö ár og gerði sér engar vonir um að hann væri á lífi. Þar til fyrir þremur mánuðum þegar síminn hringdi og á skjánum birtist maðurinn hennar. „Ég var í brúðkaupi hjá vinkonu minni og síminn hringdi látlaust. Það var bróðir minn en ég vildi ekki svara í miðri veislu. Svo sendi hann skilaboð og sagði mikilvægt að ég svaraði símanum. Þá svaraði ég og á skjánum birtist mynd af bróður mínum og einhverjum manni. Þegar það rann upp fyrir mér að þetta væri maðurinn minn fékk ég svo mikið áfall að ég gat ekki hreyft mig.“Var rænt og haldið föngum Hanaah hélt að Murtada, maðurinn hennar væri dáinn, en honum var rænt fyrir tæpum þremur árum og haldið föngum alveg þar til í september síðastliðnum. „Ég var í viðkvæmri stöðu í vinnunni. Mér var rænt og ég hef aldrei vitað hverjir stóðu á bak við það,“ segir Murtada. Allan þennan tíma hafði hann stöðugar áhyggjur af fjölskyldunni og hvar hún væri niðurkomin. Hvort allir væru heilir og ekki síst Mustafa litli, sem er fjögurra ára og með Downs Syndrome, sem hann sá síðast þegar hann var níu mánaða. „Hann var svo lítill síðast þegar ég sá hann og var í alls kyns læknismeðferðum. Þannig að ég hafði miklar áhyggjur af honum.“Táraflóð í Leifsstöð Það var því tilfinningaþrungin stund þegar hann loksins hitti þau öll á flugvellinum í fyrradag. Börnin tárast þegar þau rifja það upp. „Ég var svo glöð að hitta hann eftir allan þennan tíma sem hann hefur verið í burtu. Það var svo óvænt og í raun mjög skrýtin tilfinning þar sem við höfðum öll í raun meðtekið það að hann væri dáinn. En nú er hann hér með okkur,“ segir Hanin, 14 ára dóttir hjónanna. Fatimah, 11 ára miðjubarnið, segist vera mjög spennt að sýna pabba húsið heima í Súðavík og fara út í fótbolta með honum. Hanaah tekur undir það. „Þetta verður betra og hamingjuríkara líf. Að fá stuðning hans við að ala upp börnin og hafa hann hjá mér til að bera ábyrgðina með mér,“ segir hún enda rétt hægt að ímynda sér álagið að vera ein með fimm börn á flótta og svo flytja í algjörlega ókunnugt land. Murada er stoltur af konu sinni. „Ég er svo þakklátur og stoltur af því hvernig hún réði við ábyrgðina og allar ákvarðanirnar. Hún er svo sterk, að vera ein og sjá um börnin í þessum aðstæðum og ég fjarri öllu.“ En nú er hann kominn og strax í fyrramálið leggja þau af stað heim til Súðavíkur og eignast nýtt líf saman. Flóttafólk á Íslandi Írak Keflavíkurflugvöllur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn. Á síðasta ári heimsóttum við Hanaah Al-Saedi og fimm börn hennar þegar þau voru nýlent í Súðavík. Fjölskyldan fékk hæli á Íslandi eftir tvö ár á flótta frá Írak og sagði Hanaah okkur að hún ætlaði að læra að brosa á ný. Hún hafði ekki heyrt af eða frá eiginmanni sínum í rúm tvö ár og gerði sér engar vonir um að hann væri á lífi. Þar til fyrir þremur mánuðum þegar síminn hringdi og á skjánum birtist maðurinn hennar. „Ég var í brúðkaupi hjá vinkonu minni og síminn hringdi látlaust. Það var bróðir minn en ég vildi ekki svara í miðri veislu. Svo sendi hann skilaboð og sagði mikilvægt að ég svaraði símanum. Þá svaraði ég og á skjánum birtist mynd af bróður mínum og einhverjum manni. Þegar það rann upp fyrir mér að þetta væri maðurinn minn fékk ég svo mikið áfall að ég gat ekki hreyft mig.“Var rænt og haldið föngum Hanaah hélt að Murtada, maðurinn hennar væri dáinn, en honum var rænt fyrir tæpum þremur árum og haldið föngum alveg þar til í september síðastliðnum. „Ég var í viðkvæmri stöðu í vinnunni. Mér var rænt og ég hef aldrei vitað hverjir stóðu á bak við það,“ segir Murtada. Allan þennan tíma hafði hann stöðugar áhyggjur af fjölskyldunni og hvar hún væri niðurkomin. Hvort allir væru heilir og ekki síst Mustafa litli, sem er fjögurra ára og með Downs Syndrome, sem hann sá síðast þegar hann var níu mánaða. „Hann var svo lítill síðast þegar ég sá hann og var í alls kyns læknismeðferðum. Þannig að ég hafði miklar áhyggjur af honum.“Táraflóð í Leifsstöð Það var því tilfinningaþrungin stund þegar hann loksins hitti þau öll á flugvellinum í fyrradag. Börnin tárast þegar þau rifja það upp. „Ég var svo glöð að hitta hann eftir allan þennan tíma sem hann hefur verið í burtu. Það var svo óvænt og í raun mjög skrýtin tilfinning þar sem við höfðum öll í raun meðtekið það að hann væri dáinn. En nú er hann hér með okkur,“ segir Hanin, 14 ára dóttir hjónanna. Fatimah, 11 ára miðjubarnið, segist vera mjög spennt að sýna pabba húsið heima í Súðavík og fara út í fótbolta með honum. Hanaah tekur undir það. „Þetta verður betra og hamingjuríkara líf. Að fá stuðning hans við að ala upp börnin og hafa hann hjá mér til að bera ábyrgðina með mér,“ segir hún enda rétt hægt að ímynda sér álagið að vera ein með fimm börn á flótta og svo flytja í algjörlega ókunnugt land. Murada er stoltur af konu sinni. „Ég er svo þakklátur og stoltur af því hvernig hún réði við ábyrgðina og allar ákvarðanirnar. Hún er svo sterk, að vera ein og sjá um börnin í þessum aðstæðum og ég fjarri öllu.“ En nú er hann kominn og strax í fyrramálið leggja þau af stað heim til Súðavíkur og eignast nýtt líf saman.
Flóttafólk á Íslandi Írak Keflavíkurflugvöllur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30