Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:45 Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn. Á síðasta ári heimsóttum við Hanaah Al-Saedi og fimm börn hennar þegar þau voru nýlent í Súðavík. Fjölskyldan fékk hæli á Íslandi eftir tvö ár á flótta frá Írak og sagði Hanaah okkur að hún ætlaði að læra að brosa á ný. Hún hafði ekki heyrt af eða frá eiginmanni sínum í rúm tvö ár og gerði sér engar vonir um að hann væri á lífi. Þar til fyrir þremur mánuðum þegar síminn hringdi og á skjánum birtist maðurinn hennar. „Ég var í brúðkaupi hjá vinkonu minni og síminn hringdi látlaust. Það var bróðir minn en ég vildi ekki svara í miðri veislu. Svo sendi hann skilaboð og sagði mikilvægt að ég svaraði símanum. Þá svaraði ég og á skjánum birtist mynd af bróður mínum og einhverjum manni. Þegar það rann upp fyrir mér að þetta væri maðurinn minn fékk ég svo mikið áfall að ég gat ekki hreyft mig.“Var rænt og haldið föngum Hanaah hélt að Murtada, maðurinn hennar væri dáinn, en honum var rænt fyrir tæpum þremur árum og haldið föngum alveg þar til í september síðastliðnum. „Ég var í viðkvæmri stöðu í vinnunni. Mér var rænt og ég hef aldrei vitað hverjir stóðu á bak við það,“ segir Murtada. Allan þennan tíma hafði hann stöðugar áhyggjur af fjölskyldunni og hvar hún væri niðurkomin. Hvort allir væru heilir og ekki síst Mustafa litli, sem er fjögurra ára og með Downs Syndrome, sem hann sá síðast þegar hann var níu mánaða. „Hann var svo lítill síðast þegar ég sá hann og var í alls kyns læknismeðferðum. Þannig að ég hafði miklar áhyggjur af honum.“Táraflóð í Leifsstöð Það var því tilfinningaþrungin stund þegar hann loksins hitti þau öll á flugvellinum í fyrradag. Börnin tárast þegar þau rifja það upp. „Ég var svo glöð að hitta hann eftir allan þennan tíma sem hann hefur verið í burtu. Það var svo óvænt og í raun mjög skrýtin tilfinning þar sem við höfðum öll í raun meðtekið það að hann væri dáinn. En nú er hann hér með okkur,“ segir Hanin, 14 ára dóttir hjónanna. Fatimah, 11 ára miðjubarnið, segist vera mjög spennt að sýna pabba húsið heima í Súðavík og fara út í fótbolta með honum. Hanaah tekur undir það. „Þetta verður betra og hamingjuríkara líf. Að fá stuðning hans við að ala upp börnin og hafa hann hjá mér til að bera ábyrgðina með mér,“ segir hún enda rétt hægt að ímynda sér álagið að vera ein með fimm börn á flótta og svo flytja í algjörlega ókunnugt land. Murada er stoltur af konu sinni. „Ég er svo þakklátur og stoltur af því hvernig hún réði við ábyrgðina og allar ákvarðanirnar. Hún er svo sterk, að vera ein og sjá um börnin í þessum aðstæðum og ég fjarri öllu.“ En nú er hann kominn og strax í fyrramálið leggja þau af stað heim til Súðavíkur og eignast nýtt líf saman. Flóttafólk á Íslandi Írak Keflavíkurflugvöllur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn. Á síðasta ári heimsóttum við Hanaah Al-Saedi og fimm börn hennar þegar þau voru nýlent í Súðavík. Fjölskyldan fékk hæli á Íslandi eftir tvö ár á flótta frá Írak og sagði Hanaah okkur að hún ætlaði að læra að brosa á ný. Hún hafði ekki heyrt af eða frá eiginmanni sínum í rúm tvö ár og gerði sér engar vonir um að hann væri á lífi. Þar til fyrir þremur mánuðum þegar síminn hringdi og á skjánum birtist maðurinn hennar. „Ég var í brúðkaupi hjá vinkonu minni og síminn hringdi látlaust. Það var bróðir minn en ég vildi ekki svara í miðri veislu. Svo sendi hann skilaboð og sagði mikilvægt að ég svaraði símanum. Þá svaraði ég og á skjánum birtist mynd af bróður mínum og einhverjum manni. Þegar það rann upp fyrir mér að þetta væri maðurinn minn fékk ég svo mikið áfall að ég gat ekki hreyft mig.“Var rænt og haldið föngum Hanaah hélt að Murtada, maðurinn hennar væri dáinn, en honum var rænt fyrir tæpum þremur árum og haldið föngum alveg þar til í september síðastliðnum. „Ég var í viðkvæmri stöðu í vinnunni. Mér var rænt og ég hef aldrei vitað hverjir stóðu á bak við það,“ segir Murtada. Allan þennan tíma hafði hann stöðugar áhyggjur af fjölskyldunni og hvar hún væri niðurkomin. Hvort allir væru heilir og ekki síst Mustafa litli, sem er fjögurra ára og með Downs Syndrome, sem hann sá síðast þegar hann var níu mánaða. „Hann var svo lítill síðast þegar ég sá hann og var í alls kyns læknismeðferðum. Þannig að ég hafði miklar áhyggjur af honum.“Táraflóð í Leifsstöð Það var því tilfinningaþrungin stund þegar hann loksins hitti þau öll á flugvellinum í fyrradag. Börnin tárast þegar þau rifja það upp. „Ég var svo glöð að hitta hann eftir allan þennan tíma sem hann hefur verið í burtu. Það var svo óvænt og í raun mjög skrýtin tilfinning þar sem við höfðum öll í raun meðtekið það að hann væri dáinn. En nú er hann hér með okkur,“ segir Hanin, 14 ára dóttir hjónanna. Fatimah, 11 ára miðjubarnið, segist vera mjög spennt að sýna pabba húsið heima í Súðavík og fara út í fótbolta með honum. Hanaah tekur undir það. „Þetta verður betra og hamingjuríkara líf. Að fá stuðning hans við að ala upp börnin og hafa hann hjá mér til að bera ábyrgðina með mér,“ segir hún enda rétt hægt að ímynda sér álagið að vera ein með fimm börn á flótta og svo flytja í algjörlega ókunnugt land. Murada er stoltur af konu sinni. „Ég er svo þakklátur og stoltur af því hvernig hún réði við ábyrgðina og allar ákvarðanirnar. Hún er svo sterk, að vera ein og sjá um börnin í þessum aðstæðum og ég fjarri öllu.“ En nú er hann kominn og strax í fyrramálið leggja þau af stað heim til Súðavíkur og eignast nýtt líf saman.
Flóttafólk á Íslandi Írak Keflavíkurflugvöllur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30