Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 11:58 Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air. Vísir Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum bréfa sinna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. Eins og greint hefur verið frá, nú síðast í bréfi Skúla Mogensen til skuldabréfaeigandanna, voru umræddar breytingar forsendan fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í félaginu myndi ganga eftir. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn mun eignast hið minnsta 49 prósent hlut í flugfélaginu og gæti fjárfestingin numið rúmlega 9 milljörðum króna. Ef af fjárfestingunni ætti að verða þyrftu skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir yrðu að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Breytingarnar fela meðal annars í sér að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. WOW air hafi heimild til að lengja í þeim um ár til viðbótar, gegn gjaldi.Sjá einnig: Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air, sem og kröfu þess efnis að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Fyrri skilmálar heimiluðu þar að auki ekki svokallaðar stjórnendagreiðslur til Indigo Partners, sem gæti numið um 1,5 milljónum bandaríkjadala á ári. WOW Air fór einnig fram á að birta uppgjör sín á hálfs árs fresti, í stað ársfjórðungslega. Fram kemur á tilkynningasíðu WOW Air að í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær, hafi borist nógu mörg atkvæði og að meirihluti skuldabréfaeigendanna hafi fallist á breytingarnar. Ekki er þó gefið upp um hlutfall þeirra. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum bréfa sinna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. Eins og greint hefur verið frá, nú síðast í bréfi Skúla Mogensen til skuldabréfaeigandanna, voru umræddar breytingar forsendan fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í félaginu myndi ganga eftir. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn mun eignast hið minnsta 49 prósent hlut í flugfélaginu og gæti fjárfestingin numið rúmlega 9 milljörðum króna. Ef af fjárfestingunni ætti að verða þyrftu skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir yrðu að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Breytingarnar fela meðal annars í sér að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. WOW air hafi heimild til að lengja í þeim um ár til viðbótar, gegn gjaldi.Sjá einnig: Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air, sem og kröfu þess efnis að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Fyrri skilmálar heimiluðu þar að auki ekki svokallaðar stjórnendagreiðslur til Indigo Partners, sem gæti numið um 1,5 milljónum bandaríkjadala á ári. WOW Air fór einnig fram á að birta uppgjör sín á hálfs árs fresti, í stað ársfjórðungslega. Fram kemur á tilkynningasíðu WOW Air að í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær, hafi borist nógu mörg atkvæði og að meirihluti skuldabréfaeigendanna hafi fallist á breytingarnar. Ekki er þó gefið upp um hlutfall þeirra.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43