Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. janúar 2019 09:00 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mynd/aðsend „Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýjunga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofnunin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunarinnar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigtun og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýjunga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofnunin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunarinnar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigtun og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58
Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15
Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58