Fá hjón verja jafn miklum tíma saman Björk Eiðsdóttir skrifar 19. janúar 2019 08:00 Nína og Aron heimsóttu marmaraverksmiðjuna á Ítalíu og heilluðust af framleiðsluferlinu og segir Nína það hafa verið gaman að fá að fylgjast með. Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson gengu í hjónaband síðastliðið haust og hafa nú tekið sameininguna skrefinu lengra og ætla að starfa saman að marmari.is, fyrirtæki sem þau stofnuðu nýverið. Nína segist ekki óttast að starfa svo náið með eiginmanninum enda þekki hún fá hjón sem verji jafn miklum tíma saman. Nína og Aron gengu í hjónaband í Langholtskirkju í september síðastliðnum og voru gestirnir aðeins börnin þeirra fjögur. Látlaust og einfalt! Mynd/Saga Sig.„Við vinnum mjög vel saman, erum bæði hugmyndarík, orkumikil, skoðanaglöð og leiðtogar í eðli okkar og örlítið blóðheit. En við skiptum verkum niður, sem er gott, notum styrkleika okkar beggja til að virkja sköpunargáfu hvort annars. Ég þekki fá hjón sem hafa varið jafn miklum tíma með hvort öðru, við erum dugleg að hafa gaman saman, en okkur líður líka vel saman í kyrrð og ró, sem betur fer.“„Sameiginlegur vinur kynnti okkur fyrir Pálma Sigmarssyni, meðeiganda okkar, sem er búsettur á Ítalíu. Við heimsóttum hann til að skoða marmaranámurnar. Námasvæðin í Carrara eru í yfir 2.000 metra hæð. Marmarinn sem unninn er úr námunum er mismunandi að lit, eftir því hvar hann er tekinn úr fjöllunum. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeir skera marmarann niður. Þar sem Pálmi býr á Ítalíu hafði hann kynnst eiganda einnar námunnar, sem er lykilatriði og þar sem við kaupum marmara, granít og fleira eðalgrjót beint frá námunni getum við boðið mjög samkeppnishæf verð. Þannig að við slógum til og stofnuðum www.marmari.is.„Við erum bæði miklir fagurkerar og viljum hafa fallegt í kringum okkur enda heimakær og finnst fátt betra en að vera heima með fullt af kertaljósum. Sjálf hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og rýmum til að innrétta og gera upp eða betrumbæta. Við gerðum upp hæðina sem við búum í en hún var öll upprunaleg þegar við féllum fyrir henni. Við leyfðum sumu af því gamla að vera en gerðum margt upp. Okkur þykir fallegast að blanda nýju og gömlu saman. Aron er mjög handlaginn og getur nánast allt og ég er mjög góður verkstjóri. Við erum með mjög líkan stíl og það var mjög sniðugt hvernig innbú okkar pössuðu saman þegar við hófum sambúð. Þurftum aldrei að láta neitt detta óvart niður á gólfið,“ segir fagurkerinn að lokum, spenntur fyrir komandi verkefnum, enda segir hún að marmarinn sé steina glæsilegastur. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira
Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson gengu í hjónaband síðastliðið haust og hafa nú tekið sameininguna skrefinu lengra og ætla að starfa saman að marmari.is, fyrirtæki sem þau stofnuðu nýverið. Nína segist ekki óttast að starfa svo náið með eiginmanninum enda þekki hún fá hjón sem verji jafn miklum tíma saman. Nína og Aron gengu í hjónaband í Langholtskirkju í september síðastliðnum og voru gestirnir aðeins börnin þeirra fjögur. Látlaust og einfalt! Mynd/Saga Sig.„Við vinnum mjög vel saman, erum bæði hugmyndarík, orkumikil, skoðanaglöð og leiðtogar í eðli okkar og örlítið blóðheit. En við skiptum verkum niður, sem er gott, notum styrkleika okkar beggja til að virkja sköpunargáfu hvort annars. Ég þekki fá hjón sem hafa varið jafn miklum tíma með hvort öðru, við erum dugleg að hafa gaman saman, en okkur líður líka vel saman í kyrrð og ró, sem betur fer.“„Sameiginlegur vinur kynnti okkur fyrir Pálma Sigmarssyni, meðeiganda okkar, sem er búsettur á Ítalíu. Við heimsóttum hann til að skoða marmaranámurnar. Námasvæðin í Carrara eru í yfir 2.000 metra hæð. Marmarinn sem unninn er úr námunum er mismunandi að lit, eftir því hvar hann er tekinn úr fjöllunum. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeir skera marmarann niður. Þar sem Pálmi býr á Ítalíu hafði hann kynnst eiganda einnar námunnar, sem er lykilatriði og þar sem við kaupum marmara, granít og fleira eðalgrjót beint frá námunni getum við boðið mjög samkeppnishæf verð. Þannig að við slógum til og stofnuðum www.marmari.is.„Við erum bæði miklir fagurkerar og viljum hafa fallegt í kringum okkur enda heimakær og finnst fátt betra en að vera heima með fullt af kertaljósum. Sjálf hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og rýmum til að innrétta og gera upp eða betrumbæta. Við gerðum upp hæðina sem við búum í en hún var öll upprunaleg þegar við féllum fyrir henni. Við leyfðum sumu af því gamla að vera en gerðum margt upp. Okkur þykir fallegast að blanda nýju og gömlu saman. Aron er mjög handlaginn og getur nánast allt og ég er mjög góður verkstjóri. Við erum með mjög líkan stíl og það var mjög sniðugt hvernig innbú okkar pössuðu saman þegar við hófum sambúð. Þurftum aldrei að láta neitt detta óvart niður á gólfið,“ segir fagurkerinn að lokum, spenntur fyrir komandi verkefnum, enda segir hún að marmarinn sé steina glæsilegastur.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira