Óásættanlegt að tugir farist í umferðinni á ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2019 13:09 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tók til máls á Vöfflukaffi Framsóknarmanna í Árborg. Vísir/Magnus Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það þyngra en tárum taki að sjá að það séu tuttugu til þrjátíu einstaklingar sem farist í bílslysum á hverjum ári. Slíkt sé óásættanlegt. Sigurður Ingi vill fyrst og fremst beita sér að umferðaröryggismálum þegar samgöngumál séu annars vegar. Sigurður Ingi var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum í Árborg í gær. Ráðherrann kom víða við í máli sínu og svaraði fjölmörgum spurningum sem var beint til hans. Umferðaröryggismál eru ofarlega í huga Sigurðar Inga. „Áhersla mín sem samgönguráðherra er sú að leggja ofuráherslu á umferðaröryggi. Mér finnst það vera þyngra en tárum taki að sjá að það eru tuttugu eða þrjátíu einstaklingar sem að farist í bílslysum á hverju ári. Mér finnst það óásættanlegt. Við höfum náð þeim árangri á sjónum. Á síðustu tveimur árum dó enginn. Fyrir fimmtíu árum hefði það talist ótrúlegt, þar sem það var algengt að við töpuðum tugum manna á sjó,“ sagði ráðherrann.Hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna Sigurður Ingi hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna og þeim góða árangri sem hann hefur náð, og vill sjá samskonar árangur í umferðinni. „Við verðum einfaldlega að setja okkur – og nú verð ég að sletta – „zero tolerance“. Núll þolinmæði fyrir því að menn deyi í umferð. Væri það dálítið bratt af mér að segja það núna? Já, það er það. Það mun taka einhver ár. Fimm, tíu ár þangað til að við getum farið að sjá til þess enda, að við komumst þangað. Ef við náum á næstu fimm árum, sex árum, að taka þessar meginleiðir, inn og út úr Reykjavík, hérna austur fyrir Selfoss, upp í Borgarnes og inn í Leifsstöð, aðskilja akstursstefnurnar þangað, gætum við væntanlega lækkað þennan kostnað, úr fimmtíu, sextíu milljörðum á ári niður í 25 til þrjátíu. Ávinningurinn væri tuttugu, 25 milljarðar á ári,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála. Árborg Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það þyngra en tárum taki að sjá að það séu tuttugu til þrjátíu einstaklingar sem farist í bílslysum á hverjum ári. Slíkt sé óásættanlegt. Sigurður Ingi vill fyrst og fremst beita sér að umferðaröryggismálum þegar samgöngumál séu annars vegar. Sigurður Ingi var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum í Árborg í gær. Ráðherrann kom víða við í máli sínu og svaraði fjölmörgum spurningum sem var beint til hans. Umferðaröryggismál eru ofarlega í huga Sigurðar Inga. „Áhersla mín sem samgönguráðherra er sú að leggja ofuráherslu á umferðaröryggi. Mér finnst það vera þyngra en tárum taki að sjá að það eru tuttugu eða þrjátíu einstaklingar sem að farist í bílslysum á hverju ári. Mér finnst það óásættanlegt. Við höfum náð þeim árangri á sjónum. Á síðustu tveimur árum dó enginn. Fyrir fimmtíu árum hefði það talist ótrúlegt, þar sem það var algengt að við töpuðum tugum manna á sjó,“ sagði ráðherrann.Hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna Sigurður Ingi hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna og þeim góða árangri sem hann hefur náð, og vill sjá samskonar árangur í umferðinni. „Við verðum einfaldlega að setja okkur – og nú verð ég að sletta – „zero tolerance“. Núll þolinmæði fyrir því að menn deyi í umferð. Væri það dálítið bratt af mér að segja það núna? Já, það er það. Það mun taka einhver ár. Fimm, tíu ár þangað til að við getum farið að sjá til þess enda, að við komumst þangað. Ef við náum á næstu fimm árum, sex árum, að taka þessar meginleiðir, inn og út úr Reykjavík, hérna austur fyrir Selfoss, upp í Borgarnes og inn í Leifsstöð, aðskilja akstursstefnurnar þangað, gætum við væntanlega lækkað þennan kostnað, úr fimmtíu, sextíu milljörðum á ári niður í 25 til þrjátíu. Ávinningurinn væri tuttugu, 25 milljarðar á ári,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála.
Árborg Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira