Foreldrar hugi betur að öryggisbúnaði barna í bíl Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 08:45 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Foreldrar huga síður að öryggi barna sinna í bíl eftir því sem þau verða eldri og segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, það mikið áhyggjuefni. Stefnt er á átak og aukna fræðslu til foreldra. Samkvæmt könnun sem Samgöngustofa hefur gert um áraraðir á öryggi barna í bíl eru öll börn yngri en eins árs í réttum búnaði. Talan fer síðan lækkandi með aldrinum og eru aðeins 80 prósent sex ára barna í réttum búnaði og mörg hver bara sett í belti í bílnum. Það virðist því vera að kröfur foreldra fari minnkandi með aldri barnanna. „Aldurshópurinn svona sex til níu ára er stundum á milli vita. Það er miðað við ákveðinn öryggisbúnað, mjög skilgreindan fyrir yngstu börnin, svo mögulega hætta foreldra að nota þennan öryggisbúnað of snemma. Í sumum tilfellum allavega. En ég vil árétta að langflestir foreldrar eru með þetta í mjög góðu lagi. Sem er afar jákvætt,“ segir Þórhildur. Hafa skal í huga að barn lægra en 135 sentimetrar á hæð skal ávallt vera í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Könnunin er framkvæmd um land allt og sýna niðurstöður einnig að munur er á milli sveitarfélaga. Fólk telur styttri vegalengdir öruggari. Sláandi niðurstöður Fyrr í mánuðinum fór lögreglan á Suðurnesjum í átak og stöðvaði fjölda ökumanna á leið með börn sín í leikskólann. Þar voru niðurstöður sláandi og of margir ekki með börn sín í tilteknum öryggisbúnaði. En í könnun Samgöngustofu kom Garður á Suðurnesjum verst út. Tæplega 80 prósent þeirra sem voru kannaðir þar voru með þetta í lagi. „Við hjá Samgöngustofu viljum leggja áherslu á það að engin bílferð er of stutt til að spenna sig og börnin sín í belti. Börnin eiga að sjálfsögðu ekki að bera ábyrgð á því sjálf að spenna sig niður í réttan búnað eða með réttum hætti,“ áréttar hún. Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Foreldrar huga síður að öryggi barna sinna í bíl eftir því sem þau verða eldri og segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, það mikið áhyggjuefni. Stefnt er á átak og aukna fræðslu til foreldra. Samkvæmt könnun sem Samgöngustofa hefur gert um áraraðir á öryggi barna í bíl eru öll börn yngri en eins árs í réttum búnaði. Talan fer síðan lækkandi með aldrinum og eru aðeins 80 prósent sex ára barna í réttum búnaði og mörg hver bara sett í belti í bílnum. Það virðist því vera að kröfur foreldra fari minnkandi með aldri barnanna. „Aldurshópurinn svona sex til níu ára er stundum á milli vita. Það er miðað við ákveðinn öryggisbúnað, mjög skilgreindan fyrir yngstu börnin, svo mögulega hætta foreldra að nota þennan öryggisbúnað of snemma. Í sumum tilfellum allavega. En ég vil árétta að langflestir foreldrar eru með þetta í mjög góðu lagi. Sem er afar jákvætt,“ segir Þórhildur. Hafa skal í huga að barn lægra en 135 sentimetrar á hæð skal ávallt vera í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Könnunin er framkvæmd um land allt og sýna niðurstöður einnig að munur er á milli sveitarfélaga. Fólk telur styttri vegalengdir öruggari. Sláandi niðurstöður Fyrr í mánuðinum fór lögreglan á Suðurnesjum í átak og stöðvaði fjölda ökumanna á leið með börn sín í leikskólann. Þar voru niðurstöður sláandi og of margir ekki með börn sín í tilteknum öryggisbúnaði. En í könnun Samgöngustofu kom Garður á Suðurnesjum verst út. Tæplega 80 prósent þeirra sem voru kannaðir þar voru með þetta í lagi. „Við hjá Samgöngustofu viljum leggja áherslu á það að engin bílferð er of stutt til að spenna sig og börnin sín í belti. Börnin eiga að sjálfsögðu ekki að bera ábyrgð á því sjálf að spenna sig niður í réttan búnað eða með réttum hætti,“ áréttar hún.
Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira