Foreldrar hugi betur að öryggisbúnaði barna í bíl Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 08:45 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Foreldrar huga síður að öryggi barna sinna í bíl eftir því sem þau verða eldri og segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, það mikið áhyggjuefni. Stefnt er á átak og aukna fræðslu til foreldra. Samkvæmt könnun sem Samgöngustofa hefur gert um áraraðir á öryggi barna í bíl eru öll börn yngri en eins árs í réttum búnaði. Talan fer síðan lækkandi með aldrinum og eru aðeins 80 prósent sex ára barna í réttum búnaði og mörg hver bara sett í belti í bílnum. Það virðist því vera að kröfur foreldra fari minnkandi með aldri barnanna. „Aldurshópurinn svona sex til níu ára er stundum á milli vita. Það er miðað við ákveðinn öryggisbúnað, mjög skilgreindan fyrir yngstu börnin, svo mögulega hætta foreldra að nota þennan öryggisbúnað of snemma. Í sumum tilfellum allavega. En ég vil árétta að langflestir foreldrar eru með þetta í mjög góðu lagi. Sem er afar jákvætt,“ segir Þórhildur. Hafa skal í huga að barn lægra en 135 sentimetrar á hæð skal ávallt vera í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Könnunin er framkvæmd um land allt og sýna niðurstöður einnig að munur er á milli sveitarfélaga. Fólk telur styttri vegalengdir öruggari. Sláandi niðurstöður Fyrr í mánuðinum fór lögreglan á Suðurnesjum í átak og stöðvaði fjölda ökumanna á leið með börn sín í leikskólann. Þar voru niðurstöður sláandi og of margir ekki með börn sín í tilteknum öryggisbúnaði. En í könnun Samgöngustofu kom Garður á Suðurnesjum verst út. Tæplega 80 prósent þeirra sem voru kannaðir þar voru með þetta í lagi. „Við hjá Samgöngustofu viljum leggja áherslu á það að engin bílferð er of stutt til að spenna sig og börnin sín í belti. Börnin eiga að sjálfsögðu ekki að bera ábyrgð á því sjálf að spenna sig niður í réttan búnað eða með réttum hætti,“ áréttar hún. Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Foreldrar huga síður að öryggi barna sinna í bíl eftir því sem þau verða eldri og segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, það mikið áhyggjuefni. Stefnt er á átak og aukna fræðslu til foreldra. Samkvæmt könnun sem Samgöngustofa hefur gert um áraraðir á öryggi barna í bíl eru öll börn yngri en eins árs í réttum búnaði. Talan fer síðan lækkandi með aldrinum og eru aðeins 80 prósent sex ára barna í réttum búnaði og mörg hver bara sett í belti í bílnum. Það virðist því vera að kröfur foreldra fari minnkandi með aldri barnanna. „Aldurshópurinn svona sex til níu ára er stundum á milli vita. Það er miðað við ákveðinn öryggisbúnað, mjög skilgreindan fyrir yngstu börnin, svo mögulega hætta foreldra að nota þennan öryggisbúnað of snemma. Í sumum tilfellum allavega. En ég vil árétta að langflestir foreldrar eru með þetta í mjög góðu lagi. Sem er afar jákvætt,“ segir Þórhildur. Hafa skal í huga að barn lægra en 135 sentimetrar á hæð skal ávallt vera í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Könnunin er framkvæmd um land allt og sýna niðurstöður einnig að munur er á milli sveitarfélaga. Fólk telur styttri vegalengdir öruggari. Sláandi niðurstöður Fyrr í mánuðinum fór lögreglan á Suðurnesjum í átak og stöðvaði fjölda ökumanna á leið með börn sín í leikskólann. Þar voru niðurstöður sláandi og of margir ekki með börn sín í tilteknum öryggisbúnaði. En í könnun Samgöngustofu kom Garður á Suðurnesjum verst út. Tæplega 80 prósent þeirra sem voru kannaðir þar voru með þetta í lagi. „Við hjá Samgöngustofu viljum leggja áherslu á það að engin bílferð er of stutt til að spenna sig og börnin sín í belti. Börnin eiga að sjálfsögðu ekki að bera ábyrgð á því sjálf að spenna sig niður í réttan búnað eða með réttum hætti,“ áréttar hún.
Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira