Telja friðlýsingu yfir landshluta fráleita Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. janúar 2019 06:00 Frá flúðasiglingum í Hvítá í Árnessýslu. Fréttablaðið/Vilhelm Sveitarstjórn Hrunamannahrepps segir Umhverfisstofnun beita alltof víðtækri túlkun í tillögu að friðlýsingu svæðis vegna vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu sem snerta Gýgjarfossvirkjun og Bláfellshálsvirkjun. Umrædd svæði eru í verndarflokki rammaáætlunar. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps frestaði afgreiðslu málsins á fundi hinn 4. október og bað í samstarfi við Bláskógabyggð um skýringar frá Umhverfisstofnun um útfærslu friðlýsingarinnar. Haldinn var upplýsingarfundur með Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra. Á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar í desember var síðan vitnað til umsagnar Húnavatnshrepps frá 24. október þar sem því er mótmælt að friðlýsingin eigi að teygjast inn á vatnasvið Blöndu „Sveitarstjórn telur fráleitt að miða við vatnasvið alls svæðisins og leggur til að það lendi undir friðlýsingu,“ segja Hrunamenn sem taka undir gagnrýni Húnvetninga. Vísað er til ákvæða í náttúrverndarlögum. „Þar er ekki talað um að friðlýsa heilu vatnasviðin heldur friðlýsa svæði sem falla í verndarflokk. Allt of víðtæk túlkun á sér ekki stoð í lagaákvæðinu og er ekki tilgangur þess.“ Sveitarstjórnin hafnar því þannig alfarið að vatnasvið alls svæðisins verði lagt til grundvallar í friðlýsingunni. Bent er á að í vinnu faghóps í 2. áfanga rammaáætlunar sé málið ekki lagt upp með þessum hætti. „Sveitarstjórn leggur því til að friðlýsingin nái einungis til árfarvegs Hvítár og Jökulfalls, sem þessar virkjanir hefðu haft áhrif á og þau lónstæði sem hefðu þurft til að afla þessum tveim virkjunarkostum orku. Friðlýsingin nái ekki til annarra hluta þess svæðis sem afmarkað er á uppdrætti sem fylgdi tillögunni, enda hafi friðlýsing á grundvelli 53. gr. náttúruverndarlaga engan tilgang utan árfarvegs viðkomandi vatnsfalla,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. Í umfjöllum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar eru gerðar sambærilegar athugasemdir. Bent er á að hið friðlýsta verndarsvæði myndi verða yfir 139 þúsund hektarar að flatarmáli. Svæðið er á milli Langjökuls og Hofsjökuls og nær að jaðri beggja jöklanna. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Húnavatnshreppur Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps segir Umhverfisstofnun beita alltof víðtækri túlkun í tillögu að friðlýsingu svæðis vegna vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu sem snerta Gýgjarfossvirkjun og Bláfellshálsvirkjun. Umrædd svæði eru í verndarflokki rammaáætlunar. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps frestaði afgreiðslu málsins á fundi hinn 4. október og bað í samstarfi við Bláskógabyggð um skýringar frá Umhverfisstofnun um útfærslu friðlýsingarinnar. Haldinn var upplýsingarfundur með Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra. Á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar í desember var síðan vitnað til umsagnar Húnavatnshrepps frá 24. október þar sem því er mótmælt að friðlýsingin eigi að teygjast inn á vatnasvið Blöndu „Sveitarstjórn telur fráleitt að miða við vatnasvið alls svæðisins og leggur til að það lendi undir friðlýsingu,“ segja Hrunamenn sem taka undir gagnrýni Húnvetninga. Vísað er til ákvæða í náttúrverndarlögum. „Þar er ekki talað um að friðlýsa heilu vatnasviðin heldur friðlýsa svæði sem falla í verndarflokk. Allt of víðtæk túlkun á sér ekki stoð í lagaákvæðinu og er ekki tilgangur þess.“ Sveitarstjórnin hafnar því þannig alfarið að vatnasvið alls svæðisins verði lagt til grundvallar í friðlýsingunni. Bent er á að í vinnu faghóps í 2. áfanga rammaáætlunar sé málið ekki lagt upp með þessum hætti. „Sveitarstjórn leggur því til að friðlýsingin nái einungis til árfarvegs Hvítár og Jökulfalls, sem þessar virkjanir hefðu haft áhrif á og þau lónstæði sem hefðu þurft til að afla þessum tveim virkjunarkostum orku. Friðlýsingin nái ekki til annarra hluta þess svæðis sem afmarkað er á uppdrætti sem fylgdi tillögunni, enda hafi friðlýsing á grundvelli 53. gr. náttúruverndarlaga engan tilgang utan árfarvegs viðkomandi vatnsfalla,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. Í umfjöllum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar eru gerðar sambærilegar athugasemdir. Bent er á að hið friðlýsta verndarsvæði myndi verða yfir 139 þúsund hektarar að flatarmáli. Svæðið er á milli Langjökuls og Hofsjökuls og nær að jaðri beggja jöklanna.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Húnavatnshreppur Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira