Álframleiðsla og hringrásarhagkerfið Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:30 Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtalsefni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðalsöguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málmbræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræðilegum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Verndun náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg loftslagsaðgerð. Orkufrekur málmiðnaður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda er það ekki.Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtalsefni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðalsöguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málmbræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræðilegum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Verndun náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg loftslagsaðgerð. Orkufrekur málmiðnaður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda er það ekki.Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun