Trump minnir Romney á flokksskírteinið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 18:40 Mitt Romney er nýr öldungardeildarþingmaður repúblikana í Utah. Getty/Bloomberg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur svaraði harorðri grein Mitt Romney þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi fór hörðum orðum um Trump og véfengdi siðferðisþrek Trump. Forsetinn minnti Romney á að þeir væru meðlimir í sama stjórnmálaflokki. Romney rekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki á morgun og skrifaði af því tilefni skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag þar sem hann sagði forsetatíð Trump hafa tekið djúpa dýfu síðustu mánuði. Hét hann því að gagnrýna Trump óspart, teldi hann tilefni til þess. „Nú byrjar Romney, svo snöggur til. Spurningin er, er hann Flake? Ég vona ekki. Myndi miklu frekgar vilja að Mitt einbeiti sér að öryggi landamæranna og að mörgum öðrum hlutum þar sem hann getur verið gagnlegur. Ég vann stórt, hann ekki. Hann ætti að samgleðjast öllum Repúblikönum. Vertu LIÐSmaður og SIGRAÐU,“ skrifar Trump á Twitter.Vísaði hann þar til öldungardeildarþingmannsinns Jeff Flake sem missir sæti sitt á þingi á morgun. Hefur hann verið einn af hörðustu gagnrýnendum Trump innan repúblikanaflokksins. Ákvað hann á síðasta ári að sækjast ekki eftir endurkjöri og vill Trump meina að Flake hafi neyðst til þess að hætta þar sem gagnrýni hans á forsetann hafi ekki farið vel í kjósendur flokksins í Arizona, heimaríki Flake.Romney og Trump hafa ýmist rifist eða grafið stríðsöxina á undanförnum árum. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump en virtist mildast í afstöðu sinni gagnvart Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Snæddu þeir meðal annars saman skömmu eftir kosningarnar árið 2016 og var meðal annars rætt um að Romney, sem tapaði fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, yrði utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Here we go with Mitt Romney, but so fast! Question will be, is he a Flake? I hope not. Would much prefer that Mitt focus on Border Security and so many other things where he can be helpful. I won big, and he didn’t. He should be happy for all Republicans. Be a TEAM player & WIN! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2019 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur svaraði harorðri grein Mitt Romney þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi fór hörðum orðum um Trump og véfengdi siðferðisþrek Trump. Forsetinn minnti Romney á að þeir væru meðlimir í sama stjórnmálaflokki. Romney rekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki á morgun og skrifaði af því tilefni skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag þar sem hann sagði forsetatíð Trump hafa tekið djúpa dýfu síðustu mánuði. Hét hann því að gagnrýna Trump óspart, teldi hann tilefni til þess. „Nú byrjar Romney, svo snöggur til. Spurningin er, er hann Flake? Ég vona ekki. Myndi miklu frekgar vilja að Mitt einbeiti sér að öryggi landamæranna og að mörgum öðrum hlutum þar sem hann getur verið gagnlegur. Ég vann stórt, hann ekki. Hann ætti að samgleðjast öllum Repúblikönum. Vertu LIÐSmaður og SIGRAÐU,“ skrifar Trump á Twitter.Vísaði hann þar til öldungardeildarþingmannsinns Jeff Flake sem missir sæti sitt á þingi á morgun. Hefur hann verið einn af hörðustu gagnrýnendum Trump innan repúblikanaflokksins. Ákvað hann á síðasta ári að sækjast ekki eftir endurkjöri og vill Trump meina að Flake hafi neyðst til þess að hætta þar sem gagnrýni hans á forsetann hafi ekki farið vel í kjósendur flokksins í Arizona, heimaríki Flake.Romney og Trump hafa ýmist rifist eða grafið stríðsöxina á undanförnum árum. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump en virtist mildast í afstöðu sinni gagnvart Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Snæddu þeir meðal annars saman skömmu eftir kosningarnar árið 2016 og var meðal annars rætt um að Romney, sem tapaði fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, yrði utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Here we go with Mitt Romney, but so fast! Question will be, is he a Flake? I hope not. Would much prefer that Mitt focus on Border Security and so many other things where he can be helpful. I won big, and he didn’t. He should be happy for all Republicans. Be a TEAM player & WIN! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2019
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira