Mamma Guðna neyddi hann niður á spítala: Greindur með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2019 19:30 Guðni Valur Guðnason, kringlukastarinn knái og frjálsíþróttamaður ársins 2018, liggur nú veikur á spítala og er óvíst hvenær hann getur byrjað að æfa og keppa á nýjan leik. Guðni Valur vaknaði um miðjan desember með verk í botnlanganum en hann ágerðist og versnaði eftir því sem leið á mánuðinn. „Ég vaknaði með skemmtilegan verk 14. desember neðst í kviðnum og það var botnlanginn. Ég var skorinn upp tveimur dögum seinna og það gekk mjög fínt,“ sagði Guðni Valur í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég horfði á æfingu á miðvikudeginum en á fimmtudeginum þá veiktist ég allsvakalega. Ég var heima í svitabaði og í keng. Mamma neyddi mig til að fara niður á spítala og það kom í ljós að ég var með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið á bráðamóttökunni. Ég er búinn að vera hér síðan.“ Guðni stóð sig vel á síðasta ári. Hann var á meðal þátttakenda á EM í Berlín og kastaði lengst rúmlega 61 metra þar en besta kastið hans á síðasta ári var rúmlega 65 metrar. „Nei, ekki þannig. Ég er léttari núna svo kannski verður maður bara hraðari,“ grínaðist Guðni aðspurður hvort að veikindin setji strik í reikninginn með framvindu mála 2019. HM fer fram í Katar seint á þessu ári og Guðni ætlar sér þangað. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Það er heppilegt að það er mjög seint á árinu miðað við önnur mót. Það er yfirleitt í byrjun ágúst en er nú í byrjun október því það er svo heitt í Katar svo það er seinna. Ég er bjartsýnn á að komast á það mót.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Guðni Valur Guðnason, kringlukastarinn knái og frjálsíþróttamaður ársins 2018, liggur nú veikur á spítala og er óvíst hvenær hann getur byrjað að æfa og keppa á nýjan leik. Guðni Valur vaknaði um miðjan desember með verk í botnlanganum en hann ágerðist og versnaði eftir því sem leið á mánuðinn. „Ég vaknaði með skemmtilegan verk 14. desember neðst í kviðnum og það var botnlanginn. Ég var skorinn upp tveimur dögum seinna og það gekk mjög fínt,“ sagði Guðni Valur í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég horfði á æfingu á miðvikudeginum en á fimmtudeginum þá veiktist ég allsvakalega. Ég var heima í svitabaði og í keng. Mamma neyddi mig til að fara niður á spítala og það kom í ljós að ég var með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið á bráðamóttökunni. Ég er búinn að vera hér síðan.“ Guðni stóð sig vel á síðasta ári. Hann var á meðal þátttakenda á EM í Berlín og kastaði lengst rúmlega 61 metra þar en besta kastið hans á síðasta ári var rúmlega 65 metrar. „Nei, ekki þannig. Ég er léttari núna svo kannski verður maður bara hraðari,“ grínaðist Guðni aðspurður hvort að veikindin setji strik í reikninginn með framvindu mála 2019. HM fer fram í Katar seint á þessu ári og Guðni ætlar sér þangað. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Það er heppilegt að það er mjög seint á árinu miðað við önnur mót. Það er yfirleitt í byrjun ágúst en er nú í byrjun október því það er svo heitt í Katar svo það er seinna. Ég er bjartsýnn á að komast á það mót.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira