Snjómokstur og önnur vetrarþjónusta í Reykjavík kostaði 642 milljónir króna 2018 Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 10:58 Þeir eru ekki margir dagar það sem af er vetri sem hafa verið hvítir í Reykjavíkurborg. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis náði þó að festa einn slíkan á filmu. visir/vilhelm Mikil hlýindi hafa einkennt þennan vetur það sem af er. Líta má til þess að það sjáist í bókahaldi Reykjavíkurborgar, það þarf þá ekki að verja fé til snjómoksturs á meðan. En, ekki er útséð með hvernig þau reikningsskil verða og ýmsir kostnaðarliðir eru fyrirliggjandi þó ekki sé snjórinn. Svo virðist sem lítill sparnaður fylgi þessum snjólétta vetri en aðeins hafa mælst tveir „hvítir dagar“ það sem af er vetri og þá var um að ræða föl. Kostnaður vegna vetrarþjónustu fyrir árið 2018 er tæplega 642 milljónir króna. Nokkru hærri en var fyrir árið 2017 en þá var kostnaðurinn rúmlega 624 milljónir. Á síðustu árum var kostnaðurinn vegna þessa mestur árið 2015 en þá nam hann 752 milljónum króna.Kostnaðurinn mikill 2015 Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir vetrarþjónustuna líklega eina fjárhagslið borgarinnar sem er nokkuð hlaupandi eftir aðstæðum. Borgin verði að festa sér verktaka í þessi verkefni; kaupa salt og sand og annað sem heyrir til þjónustunnar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó„Fastur kostnaður sem er áætlaður í snjómokstur, hálkueyðingu og aðra vetrarþjónustu er um 380 milljónir króna,“ segir Bjarni. Frá 2014 er kostnaðurinn eftirfarandi:2014 = 636,6mkr2015 = 751,8mkr2016 = 640,9mkr2017 = 624,3mkr2018 = 641,6mkrMargvíslegur kostnaður Að sögn Bjarna mun talan fyrir 2018 breytast því enn hefur fastur kostnaður fyrir desember ekki verið reiknaður inn í heildartöluna. „Auk þess sem það á eftir að dreifa út salti sem keypt var í byrjun desember. Það á líka eftir að innheimta dágóða summu til Vegagerðar og ýmissa aðila sem við sinnum vetrarþjónustu fyrir.“ Bjarni bendir jafnframt á að verktakar eru með viðverugjald; „við greiðum af eftirlitsbúnaði, leigjum saltgeymslu, fyllum á saltgeymslu, við erum með vaktir og bakvaktir hjá starfsfólki, rekum og viðhöldum hitakerfum, viðhöldum tækjum og búnaði og lagfærum tjón vegna vetrarþjónustu.“ Kannski sést sparnaður fyrir 2019 Þó lítið snjói myndast hálka sem þarf að eyða, bæði á götum og á stígum. Lítið hefur verið kallað út í göngustíga það sem af er þessum vetri, en þó nokkuð í götur og hjólastíga. Þannig hafa verktakar verið kallaðir út um 30 sinnum það sem af er þessum vetri, til að sinna hálkueyðingu á götum. „Eins og sjá má af tölunum fyrir 2018 þá er ekki mikill sparnaður á árinu 2018 þótt síðari hluti ársins hafi verið nokkuð snjóléttur. Ef veturinn verður allur svona snjóléttur og frostlaus má ef til vill búast við einhverjum sparnaði svo ekki sé talað um allt árið 2019,“ segir Bjarni. Borgarstjórn Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Mikil hlýindi hafa einkennt þennan vetur það sem af er. Líta má til þess að það sjáist í bókahaldi Reykjavíkurborgar, það þarf þá ekki að verja fé til snjómoksturs á meðan. En, ekki er útséð með hvernig þau reikningsskil verða og ýmsir kostnaðarliðir eru fyrirliggjandi þó ekki sé snjórinn. Svo virðist sem lítill sparnaður fylgi þessum snjólétta vetri en aðeins hafa mælst tveir „hvítir dagar“ það sem af er vetri og þá var um að ræða föl. Kostnaður vegna vetrarþjónustu fyrir árið 2018 er tæplega 642 milljónir króna. Nokkru hærri en var fyrir árið 2017 en þá var kostnaðurinn rúmlega 624 milljónir. Á síðustu árum var kostnaðurinn vegna þessa mestur árið 2015 en þá nam hann 752 milljónum króna.Kostnaðurinn mikill 2015 Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir vetrarþjónustuna líklega eina fjárhagslið borgarinnar sem er nokkuð hlaupandi eftir aðstæðum. Borgin verði að festa sér verktaka í þessi verkefni; kaupa salt og sand og annað sem heyrir til þjónustunnar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó„Fastur kostnaður sem er áætlaður í snjómokstur, hálkueyðingu og aðra vetrarþjónustu er um 380 milljónir króna,“ segir Bjarni. Frá 2014 er kostnaðurinn eftirfarandi:2014 = 636,6mkr2015 = 751,8mkr2016 = 640,9mkr2017 = 624,3mkr2018 = 641,6mkrMargvíslegur kostnaður Að sögn Bjarna mun talan fyrir 2018 breytast því enn hefur fastur kostnaður fyrir desember ekki verið reiknaður inn í heildartöluna. „Auk þess sem það á eftir að dreifa út salti sem keypt var í byrjun desember. Það á líka eftir að innheimta dágóða summu til Vegagerðar og ýmissa aðila sem við sinnum vetrarþjónustu fyrir.“ Bjarni bendir jafnframt á að verktakar eru með viðverugjald; „við greiðum af eftirlitsbúnaði, leigjum saltgeymslu, fyllum á saltgeymslu, við erum með vaktir og bakvaktir hjá starfsfólki, rekum og viðhöldum hitakerfum, viðhöldum tækjum og búnaði og lagfærum tjón vegna vetrarþjónustu.“ Kannski sést sparnaður fyrir 2019 Þó lítið snjói myndast hálka sem þarf að eyða, bæði á götum og á stígum. Lítið hefur verið kallað út í göngustíga það sem af er þessum vetri, en þó nokkuð í götur og hjólastíga. Þannig hafa verktakar verið kallaðir út um 30 sinnum það sem af er þessum vetri, til að sinna hálkueyðingu á götum. „Eins og sjá má af tölunum fyrir 2018 þá er ekki mikill sparnaður á árinu 2018 þótt síðari hluti ársins hafi verið nokkuð snjóléttur. Ef veturinn verður allur svona snjóléttur og frostlaus má ef til vill búast við einhverjum sparnaði svo ekki sé talað um allt árið 2019,“ segir Bjarni.
Borgarstjórn Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira