Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 14:30 Paul Whelan var handtekinn í Moskvu á föstudag. Vísir/EPA Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher en var handtekinn í Rússlandi á dögunum vegna meintra njósna. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Málið þykir hið undarlegasta en rússnesk yfirvöld hafa gefið litlar sem engar upplýsingar um málið. Í frétt Washington Post segir að Wheelan hafi gerst sekur um að draga sér um tíu þúsund dollara úr sjóðum landgönguliða er hann starfaði fyrir bandaríska herinn í Írak.Sjá einnig: Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Starfaði hann sem skrifstofustjóri á skrifstofu landgönguliða og hafði þar aðgang að sjóðum og öðrum viðkvæmum gögnum. Herréttur sakfelldi hann fyrir þjófnaðinn og var Whelan rekinn úr hernum í kjölfarið. Í frétt Washington Post segir að Whelan hafi árum saman verið með virkan reikning á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte, sem kalla má hið rússneska Facebook. Whelan er sagður hafa verið mikill áhugamaður um Rússland. Þá hefur einnig komið í ljós að Whelan er handhafi vegabréfa frá fjórum ríkjum. Auk Bandaríkjanna er hann með kanadískt, írskt og breskt vegabréf. Whelan var fæddur í Kanada auk þess sem að fjölskylda hans er frá Írlandi og Bretlandi.Sjá einnig: Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Fjölskylduvinur Whelan segir að hann hafi sankað að sér vegabréfum að gamni sínu og hafi verið í eins konar keppni við systur sína um hver gæti öðlast fleiri vegabréf. Í frétt Post segir Dan Hoffmann, fyrrverandi starfsmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sem var lengi vel staðsettur í Rússlandi og þekkir vel til, að yfirvöld í Rússlandi ætli sér mögulega að freista þess að skipta á Whelan og Mariu Butina, rússneskum ríkisborgara sem hefur játað að hafa gengið erinda Rússa í Bandaríkjunum. Bandaríkin Írak Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher en var handtekinn í Rússlandi á dögunum vegna meintra njósna. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Málið þykir hið undarlegasta en rússnesk yfirvöld hafa gefið litlar sem engar upplýsingar um málið. Í frétt Washington Post segir að Wheelan hafi gerst sekur um að draga sér um tíu þúsund dollara úr sjóðum landgönguliða er hann starfaði fyrir bandaríska herinn í Írak.Sjá einnig: Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Starfaði hann sem skrifstofustjóri á skrifstofu landgönguliða og hafði þar aðgang að sjóðum og öðrum viðkvæmum gögnum. Herréttur sakfelldi hann fyrir þjófnaðinn og var Whelan rekinn úr hernum í kjölfarið. Í frétt Washington Post segir að Whelan hafi árum saman verið með virkan reikning á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte, sem kalla má hið rússneska Facebook. Whelan er sagður hafa verið mikill áhugamaður um Rússland. Þá hefur einnig komið í ljós að Whelan er handhafi vegabréfa frá fjórum ríkjum. Auk Bandaríkjanna er hann með kanadískt, írskt og breskt vegabréf. Whelan var fæddur í Kanada auk þess sem að fjölskylda hans er frá Írlandi og Bretlandi.Sjá einnig: Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Fjölskylduvinur Whelan segir að hann hafi sankað að sér vegabréfum að gamni sínu og hafi verið í eins konar keppni við systur sína um hver gæti öðlast fleiri vegabréf. Í frétt Post segir Dan Hoffmann, fyrrverandi starfsmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sem var lengi vel staðsettur í Rússlandi og þekkir vel til, að yfirvöld í Rússlandi ætli sér mögulega að freista þess að skipta á Whelan og Mariu Butina, rússneskum ríkisborgara sem hefur játað að hafa gengið erinda Rússa í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Írak Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40