Malek og Queen höfðu betur gegn Lady Gaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:18 Rami Malek sést hér í miðjunni ásamt Brian May og Roger Taylor úr Queen. Getty/George Pimentel Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. Myndin, Bohemian Rhapsody var valin besta dramamyndin og Rami Malek, sem leikur aðalsprautuna Freddie Mercury, var valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki. Búist hafði verið við því að myndin A Star is Born yrði helsti sigurvegari hátíðarinnar enda fékk hún fimm tilnefningar. Svo fór þó að lokum að hún fékk aðeins ein verðlaun, fyrir besta frumsamda lagið, Shallow. Þá hlaut Glenn Close verðlaunin sem besta leikkonan í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife og hafði þar með betur gegn Lady Gaga, aðalleikkonu A Star is Born. Búist hafði verið við því að sú síðarnefnda myndi hreppa verðlaunin.Glenn Close hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Wife.Getty/Rachel LunaKvikmyndin Green Book fékk svo þrenn verðlaun, besta Söngva- eða gamanmynd, besta handrit og besti leikari í aukahlutverki. Myndin fjallar um svartan tónlistarmann sem ræður hvítan mann til að keyra sig um Suðurríki Bandaríkjanna á sjöunda áratugi síðustu aldar. Olivia Colman og Christian Bale hlutu svo verðlaun fyrir bestan leik í grín- eða söngvamynd, Bale fyrir kvikmyndina Vice og Colman fyrir The Favourite. Þá var Richard Madden valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki í sjónvarpi fyrir leik sinn í Bodyguard. Annar kynna kvöldsins, Sandra Oh, fékk svo verðlaunin sem besta leikkonan í sjónvarpsdrama fyrir þættina Killing Eve.Hér má nálgast lista yfir allar tilnefningar og sigurvegara kvöldsins. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. Myndin, Bohemian Rhapsody var valin besta dramamyndin og Rami Malek, sem leikur aðalsprautuna Freddie Mercury, var valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki. Búist hafði verið við því að myndin A Star is Born yrði helsti sigurvegari hátíðarinnar enda fékk hún fimm tilnefningar. Svo fór þó að lokum að hún fékk aðeins ein verðlaun, fyrir besta frumsamda lagið, Shallow. Þá hlaut Glenn Close verðlaunin sem besta leikkonan í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife og hafði þar með betur gegn Lady Gaga, aðalleikkonu A Star is Born. Búist hafði verið við því að sú síðarnefnda myndi hreppa verðlaunin.Glenn Close hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Wife.Getty/Rachel LunaKvikmyndin Green Book fékk svo þrenn verðlaun, besta Söngva- eða gamanmynd, besta handrit og besti leikari í aukahlutverki. Myndin fjallar um svartan tónlistarmann sem ræður hvítan mann til að keyra sig um Suðurríki Bandaríkjanna á sjöunda áratugi síðustu aldar. Olivia Colman og Christian Bale hlutu svo verðlaun fyrir bestan leik í grín- eða söngvamynd, Bale fyrir kvikmyndina Vice og Colman fyrir The Favourite. Þá var Richard Madden valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki í sjónvarpi fyrir leik sinn í Bodyguard. Annar kynna kvöldsins, Sandra Oh, fékk svo verðlaunin sem besta leikkonan í sjónvarpsdrama fyrir þættina Killing Eve.Hér má nálgast lista yfir allar tilnefningar og sigurvegara kvöldsins.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög