Búist hafði verið við því að myndin A Star is Born yrði helsti sigurvegari hátíðarinnar enda fékk hún fimm tilnefningar. Svo fór þó að lokum að hún fékk aðeins ein verðlaun, fyrir besta frumsamda lagið, Shallow.
Þá hlaut Glenn Close verðlaunin sem besta leikkonan í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife og hafði þar með betur gegn Lady Gaga, aðalleikkonu A Star is Born. Búist hafði verið við því að sú síðarnefnda myndi hreppa verðlaunin.

Olivia Colman og Christian Bale hlutu svo verðlaun fyrir bestan leik í grín- eða söngvamynd, Bale fyrir kvikmyndina Vice og Colman fyrir The Favourite.
Þá var Richard Madden valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki í sjónvarpi fyrir leik sinn í Bodyguard. Annar kynna kvöldsins, Sandra Oh, fékk svo verðlaunin sem besta leikkonan í sjónvarpsdrama fyrir þættina Killing Eve.
Hér má nálgast lista yfir allar tilnefningar og sigurvegara kvöldsins.