Dauðinn sem drifkraftur Arnar Sveinn Geirsson skrifar 7. janúar 2019 09:00 Þegar amma og mamma dóu á innan við ári, fyrst amma og svo mamma, að þá kynntist ég dauðanum á allt annan hátt en ég hafði gert fram að því. Dauðinn hafði alltaf verið frekar fjarlægur enda sjaldan sem 11 ára gamall strákur á Íslandi þarf að kynnast honum svona vel, sem betur fer. Það var ekki þannig að ég vissi ekki af dauðanum eða að ég hafði aldrei heyrt um hann. Hann hafði bara enga formfasta mynd í höfðinu á mér. Hann var fullt á sama tíma og hann var ekkert. Hann var bara partur af lífinu hjá öllum, en það fór lítið fyrir honum hjá þessum 11 ára strák. Þar til hann síðan varð raunverulegur partur af lífi þessa stráks. Eftir að mamma dó komu alls konar hugsanir. Af þeim spruttu alls konar pælingar. Alls konar spurningar. Við flestum spurningunum voru til svör;Af hverju dó hún? Af því hún var með krabbamein sem ekki náðist að lækna. Var ekkert hægt að gera? Það var allt gert sem mögulegt var. Mun hún aldrei koma aftur heim? Nei. Verður hún jörðuð? Já. Mun hún núna fara til himna? Já. Eða, við trúum því að núna komist hún á betri stað. Vitum við það? Nei. Veit enginn hvað gerist eftir að maður deyr? Nei.Og þar með var komin óvissa. Það var komið eitthvað sem ekki var hægt að svara. Það var ekki hægt að svara mér hvert mamma væri farin eða hvort hún í raun hefði farið eitthvað annað. Voru þetta hreinlega endalokin? Þar sem að ég fékk engin betri svör að þá var það svarið mitt. Dauðinn markaði endann. Og þar með varð til hræðsla. Hræðsla við dauðann, sem fyrir örfáum mánuðum hafði verið svo fjarlægur. Allt í einu hafði hræðsla tekið sér fótfestu í huga mínum og hræðslan stafaði af einhverju sem ekkert okkar kemst hjá. Dauðanum. Hræðslan við dauðann felst í óvissunni sem dauðinn er. Við hræðumst það sem við ekki vitum og það sem við ekki þekkjum. Þess vegna er svo ofboðslega eðlilegt að vera hræddur við dauðann. Þegar ástvinur deyr kynnumst við dauðanum eins vel og við munum nokkurn tímann kynnast honum – þrátt fyrir á endanum að kynnast dauðanum sjálfum lítið sem ekki neitt. Fyrstu kynni okkar af dauðanum eru í öllum tilvikum neikvæð. Ef við ímyndum okkur að dauðinn sé manneskja og þessi manneskja veiti okkur jafn mikla vanlíðan og dauðinn gerir við fyrstu kynni að þá er harla ólíklegt að við myndum vera í sambandi við þessa manneskju aftur. Sennilega myndum við forðast þessa manneskju eins og heitan eldinn. Sennilega myndi okkur líða þannig að við myndum aldrei nokkurn tímann vilja koma nálægt þessari manneskju aftur. Að öllum líkindum værum við hrædd við hana. Fyrstu kynni þurfa ekki að vera það sem mótar manneskjuna sem við hittum í fyrsta skipti að eilífu og þess vegna þurfa fyrstu kynni okkar af dauðanum ekki að móta skoðun okkar á dauðanum að eilífu. Auðvitað munu kynni okkar af dauðanum aldrei verða jákvæð eins og kynni okkar af manneskjunni gætu orðið. En dauðinn gæti orðið bærilegri. Hann gæti orðið viðráðanlegri. En gæti hann orðið meira en það? Ég áttaði mig á því að ég gæti ákveðið hvað viðhorf mitt gagnvart dauðanum væri. Ég gat tekið stjórnina af dauðanum – og ég gat ákveðið hvað mér þætti um þennan blessaða dauða. Ég ákvað að reyna að sjá dauðann sem hvetjandi. Auðvitað verð ég stundum hræddur þegar hann lætur vita af sér, en þá minni ég mig á það að hann er þarna til þess að minna mig á að hvað lífið er dýrmætt. Til þess að minna mig á að á meðan hann heldur að hann geti hrætt mig að þá er ég á lífi. Til þess að minna mig á að ég ætla að nýta hann sem hvatningu til þess að gera morgundaginn enn betri en daginn sem var að líða. Dauðinn snertir okkur öll. Dauðinn bankar upp á hjá okkur öllum. Dauðann flýjum við ekki. Hvernig væri að snúa rækilega á dauðann og nýta hann sem drifkraft frekar en eitthvað sem dregur okkur niður? Gera hann að einhverju sem hvetur okkur áfram? Fyrir mig, sem hefur látið dauðann stjórna allt of stórum parti af lífi mínu hingað til, hljómar það ansi vel. Lífið er ekki dans á rósum. Lífið er drullu erfitt, en á sama tíma getur það verið algjör snilld. En það getur aldrei verið bara snilld. Förum að tala meira um það sem er erfitt við lífið. Förum að tala meira um áföll og dauðann. Ef dauðinn kemur upp í umræðunni leyfum okkur þá að ræða hann. Leyfum umræðunni að verða til án þess að reyna að kæfa hana eða stjórna henni. Tölum við þá aðila sem við vitum að hafa lent í áfalli. Ef sá aðili vill ekki tala að þá lætur hann ykkur vita, ég lofa ykkur því að það er betra að fá spurninguna en ekki. Aðilanum finnst það ekki pirrandi, honum mun þykja vænt um það jafnvel þó að hann vilji ekki tala um áfallið. Við þurfum öll að hjálpast að við þetta, ekki bara þeir sem eru nýbúnir að missa einhvern eða lenda í einhvers konar áfalli. Þetta breytist ekki nema kúltúrinn breytist og hann breytist ekki nema allir, eða allavega flestir, séu að róa í sömu átt.Höfundur er fyrirlesari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Þegar amma og mamma dóu á innan við ári, fyrst amma og svo mamma, að þá kynntist ég dauðanum á allt annan hátt en ég hafði gert fram að því. Dauðinn hafði alltaf verið frekar fjarlægur enda sjaldan sem 11 ára gamall strákur á Íslandi þarf að kynnast honum svona vel, sem betur fer. Það var ekki þannig að ég vissi ekki af dauðanum eða að ég hafði aldrei heyrt um hann. Hann hafði bara enga formfasta mynd í höfðinu á mér. Hann var fullt á sama tíma og hann var ekkert. Hann var bara partur af lífinu hjá öllum, en það fór lítið fyrir honum hjá þessum 11 ára strák. Þar til hann síðan varð raunverulegur partur af lífi þessa stráks. Eftir að mamma dó komu alls konar hugsanir. Af þeim spruttu alls konar pælingar. Alls konar spurningar. Við flestum spurningunum voru til svör;Af hverju dó hún? Af því hún var með krabbamein sem ekki náðist að lækna. Var ekkert hægt að gera? Það var allt gert sem mögulegt var. Mun hún aldrei koma aftur heim? Nei. Verður hún jörðuð? Já. Mun hún núna fara til himna? Já. Eða, við trúum því að núna komist hún á betri stað. Vitum við það? Nei. Veit enginn hvað gerist eftir að maður deyr? Nei.Og þar með var komin óvissa. Það var komið eitthvað sem ekki var hægt að svara. Það var ekki hægt að svara mér hvert mamma væri farin eða hvort hún í raun hefði farið eitthvað annað. Voru þetta hreinlega endalokin? Þar sem að ég fékk engin betri svör að þá var það svarið mitt. Dauðinn markaði endann. Og þar með varð til hræðsla. Hræðsla við dauðann, sem fyrir örfáum mánuðum hafði verið svo fjarlægur. Allt í einu hafði hræðsla tekið sér fótfestu í huga mínum og hræðslan stafaði af einhverju sem ekkert okkar kemst hjá. Dauðanum. Hræðslan við dauðann felst í óvissunni sem dauðinn er. Við hræðumst það sem við ekki vitum og það sem við ekki þekkjum. Þess vegna er svo ofboðslega eðlilegt að vera hræddur við dauðann. Þegar ástvinur deyr kynnumst við dauðanum eins vel og við munum nokkurn tímann kynnast honum – þrátt fyrir á endanum að kynnast dauðanum sjálfum lítið sem ekki neitt. Fyrstu kynni okkar af dauðanum eru í öllum tilvikum neikvæð. Ef við ímyndum okkur að dauðinn sé manneskja og þessi manneskja veiti okkur jafn mikla vanlíðan og dauðinn gerir við fyrstu kynni að þá er harla ólíklegt að við myndum vera í sambandi við þessa manneskju aftur. Sennilega myndum við forðast þessa manneskju eins og heitan eldinn. Sennilega myndi okkur líða þannig að við myndum aldrei nokkurn tímann vilja koma nálægt þessari manneskju aftur. Að öllum líkindum værum við hrædd við hana. Fyrstu kynni þurfa ekki að vera það sem mótar manneskjuna sem við hittum í fyrsta skipti að eilífu og þess vegna þurfa fyrstu kynni okkar af dauðanum ekki að móta skoðun okkar á dauðanum að eilífu. Auðvitað munu kynni okkar af dauðanum aldrei verða jákvæð eins og kynni okkar af manneskjunni gætu orðið. En dauðinn gæti orðið bærilegri. Hann gæti orðið viðráðanlegri. En gæti hann orðið meira en það? Ég áttaði mig á því að ég gæti ákveðið hvað viðhorf mitt gagnvart dauðanum væri. Ég gat tekið stjórnina af dauðanum – og ég gat ákveðið hvað mér þætti um þennan blessaða dauða. Ég ákvað að reyna að sjá dauðann sem hvetjandi. Auðvitað verð ég stundum hræddur þegar hann lætur vita af sér, en þá minni ég mig á það að hann er þarna til þess að minna mig á að hvað lífið er dýrmætt. Til þess að minna mig á að á meðan hann heldur að hann geti hrætt mig að þá er ég á lífi. Til þess að minna mig á að ég ætla að nýta hann sem hvatningu til þess að gera morgundaginn enn betri en daginn sem var að líða. Dauðinn snertir okkur öll. Dauðinn bankar upp á hjá okkur öllum. Dauðann flýjum við ekki. Hvernig væri að snúa rækilega á dauðann og nýta hann sem drifkraft frekar en eitthvað sem dregur okkur niður? Gera hann að einhverju sem hvetur okkur áfram? Fyrir mig, sem hefur látið dauðann stjórna allt of stórum parti af lífi mínu hingað til, hljómar það ansi vel. Lífið er ekki dans á rósum. Lífið er drullu erfitt, en á sama tíma getur það verið algjör snilld. En það getur aldrei verið bara snilld. Förum að tala meira um það sem er erfitt við lífið. Förum að tala meira um áföll og dauðann. Ef dauðinn kemur upp í umræðunni leyfum okkur þá að ræða hann. Leyfum umræðunni að verða til án þess að reyna að kæfa hana eða stjórna henni. Tölum við þá aðila sem við vitum að hafa lent í áfalli. Ef sá aðili vill ekki tala að þá lætur hann ykkur vita, ég lofa ykkur því að það er betra að fá spurninguna en ekki. Aðilanum finnst það ekki pirrandi, honum mun þykja vænt um það jafnvel þó að hann vilji ekki tala um áfallið. Við þurfum öll að hjálpast að við þetta, ekki bara þeir sem eru nýbúnir að missa einhvern eða lenda í einhvers konar áfalli. Þetta breytist ekki nema kúltúrinn breytist og hann breytist ekki nema allir, eða allavega flestir, séu að róa í sömu átt.Höfundur er fyrirlesari
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun