Verður ekki send nauðug úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2019 12:50 Rahaf Mohammed al-Qunun. Skjáskot/Twitter Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk stúlka, verður ekki flutt nauðug úr landi, að sögn yfirmanns innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni. Mohammed al-Qunun læsti sig inni á hótelherbergi á flugvellinum í Bangkok um helgina af ótta við að vera send aftur til fjölskyldu sinnar, sem hún telur að muni myrða sig.Sjá einnig: „Hann vill drepa hana“ Blásið var til blaðamannafundar um mál Mohammed al-Qunun í Bangkok um klukkan níu að íslenskum tíma í morgun. Surachate Hakparn, yfirmaður innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni, tjáði blaðamönnum að yfirvöld hefðu ekki lengur í hyggju að senda Mohammed al-Qunun úr landi. Þá væri hún nú undir verndarvæng tælenskra stjórnvalda og því gæti enginn neytt hana til að fara úr landi. „Ef það að senda hana úr landi yrði valdur að dauða hennar, við myndum að sjálfsögðu ekki vilja gera það.“ Þá sagðist hann myndu funda með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag vegna málsins. Fengist hefur staðfest að fulltrúar frá stofnuninni hafi rætt við Mohammed al-Qunun í dag en hún segist ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái hæli einhvers staðar.Our Bangkok protection team is meeting with @Rahaf84427714 now.— Melissa Fleming (@melissarfleming) January 7, 2019 Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. Hún segist hafa verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum. Mohammed al-Qurun segist jafnframt ekki geta farið aftur til fjölskyldu sinnar þar sem skyldmenni hennar vilji hana feiga. Kúveit Mið-Austurlönd Taíland Tengdar fréttir „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk stúlka, verður ekki flutt nauðug úr landi, að sögn yfirmanns innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni. Mohammed al-Qunun læsti sig inni á hótelherbergi á flugvellinum í Bangkok um helgina af ótta við að vera send aftur til fjölskyldu sinnar, sem hún telur að muni myrða sig.Sjá einnig: „Hann vill drepa hana“ Blásið var til blaðamannafundar um mál Mohammed al-Qunun í Bangkok um klukkan níu að íslenskum tíma í morgun. Surachate Hakparn, yfirmaður innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni, tjáði blaðamönnum að yfirvöld hefðu ekki lengur í hyggju að senda Mohammed al-Qunun úr landi. Þá væri hún nú undir verndarvæng tælenskra stjórnvalda og því gæti enginn neytt hana til að fara úr landi. „Ef það að senda hana úr landi yrði valdur að dauða hennar, við myndum að sjálfsögðu ekki vilja gera það.“ Þá sagðist hann myndu funda með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag vegna málsins. Fengist hefur staðfest að fulltrúar frá stofnuninni hafi rætt við Mohammed al-Qunun í dag en hún segist ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái hæli einhvers staðar.Our Bangkok protection team is meeting with @Rahaf84427714 now.— Melissa Fleming (@melissarfleming) January 7, 2019 Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. Hún segist hafa verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum. Mohammed al-Qurun segist jafnframt ekki geta farið aftur til fjölskyldu sinnar þar sem skyldmenni hennar vilji hana feiga.
Kúveit Mið-Austurlönd Taíland Tengdar fréttir „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
„Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43