Verður ekki send nauðug úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2019 12:50 Rahaf Mohammed al-Qunun. Skjáskot/Twitter Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk stúlka, verður ekki flutt nauðug úr landi, að sögn yfirmanns innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni. Mohammed al-Qunun læsti sig inni á hótelherbergi á flugvellinum í Bangkok um helgina af ótta við að vera send aftur til fjölskyldu sinnar, sem hún telur að muni myrða sig.Sjá einnig: „Hann vill drepa hana“ Blásið var til blaðamannafundar um mál Mohammed al-Qunun í Bangkok um klukkan níu að íslenskum tíma í morgun. Surachate Hakparn, yfirmaður innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni, tjáði blaðamönnum að yfirvöld hefðu ekki lengur í hyggju að senda Mohammed al-Qunun úr landi. Þá væri hún nú undir verndarvæng tælenskra stjórnvalda og því gæti enginn neytt hana til að fara úr landi. „Ef það að senda hana úr landi yrði valdur að dauða hennar, við myndum að sjálfsögðu ekki vilja gera það.“ Þá sagðist hann myndu funda með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag vegna málsins. Fengist hefur staðfest að fulltrúar frá stofnuninni hafi rætt við Mohammed al-Qunun í dag en hún segist ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái hæli einhvers staðar.Our Bangkok protection team is meeting with @Rahaf84427714 now.— Melissa Fleming (@melissarfleming) January 7, 2019 Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. Hún segist hafa verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum. Mohammed al-Qurun segist jafnframt ekki geta farið aftur til fjölskyldu sinnar þar sem skyldmenni hennar vilji hana feiga. Kúveit Mið-Austurlönd Taíland Tengdar fréttir „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk stúlka, verður ekki flutt nauðug úr landi, að sögn yfirmanns innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni. Mohammed al-Qunun læsti sig inni á hótelherbergi á flugvellinum í Bangkok um helgina af ótta við að vera send aftur til fjölskyldu sinnar, sem hún telur að muni myrða sig.Sjá einnig: „Hann vill drepa hana“ Blásið var til blaðamannafundar um mál Mohammed al-Qunun í Bangkok um klukkan níu að íslenskum tíma í morgun. Surachate Hakparn, yfirmaður innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni, tjáði blaðamönnum að yfirvöld hefðu ekki lengur í hyggju að senda Mohammed al-Qunun úr landi. Þá væri hún nú undir verndarvæng tælenskra stjórnvalda og því gæti enginn neytt hana til að fara úr landi. „Ef það að senda hana úr landi yrði valdur að dauða hennar, við myndum að sjálfsögðu ekki vilja gera það.“ Þá sagðist hann myndu funda með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag vegna málsins. Fengist hefur staðfest að fulltrúar frá stofnuninni hafi rætt við Mohammed al-Qunun í dag en hún segist ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái hæli einhvers staðar.Our Bangkok protection team is meeting with @Rahaf84427714 now.— Melissa Fleming (@melissarfleming) January 7, 2019 Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. Hún segist hafa verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum. Mohammed al-Qurun segist jafnframt ekki geta farið aftur til fjölskyldu sinnar þar sem skyldmenni hennar vilji hana feiga.
Kúveit Mið-Austurlönd Taíland Tengdar fréttir „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
„Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43