Einhliða umræða um umhverfismál ekki af hinu góða segir orkumálastjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 13:01 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Einhliða umræða um umhverfismál er aldrei af hinu góða að mati orkumálastjóra en hann hefur sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um málflutning aðgerðasinna í umhverfismálum. Sjálfur kveðst hann vera umhverfissinni og hann standi við orð sín.Jólaerindi Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra vakti mikla athygli fyrir jól en þar skrifaði hann meðal annars um „fólkið sem hatar rafmagn,“ fór stórum orðum um kvikmyndina Kona fer í stríð og sagði ákveðnar friðlýsingar geta hindrað hagvaxtarmöguleika. Greinin vakti hörð viðbrögð en sjálfur segist orkumálastjóri fagna umræðunni. „Ég er bara að benda á það að sjálfbærni, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem hefur verið notuð um það fyrirbæri, segir að við eigum að taka tillit til náttúrufars og umhverfisáhrifa en um leið samfélags- og hagvaxtaráhrifa,” segir Guðni. Sjá einnig: Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra„Þetta er spurning um það að við erum að byggja upp mannlegt samfélag og sem við höfum gert hér síðastliðin þúsund ár hér á Íslandi það hefur auðvitað haft í för með sér ýmsar breytingar á umhverfi okkar og náttúru eins og þekkt er orðið og við eigum auðvitað að lágmarka það. En við þurfum líka að komast af.“ Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli orkumálastjóra er rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason sem hefur sagt orkumálastjóra fara með rangfærslur í málflutningi sínum. Því vísar Guðni á bug. „Einhliða skoðun á svona málum hún er aldrei til góðs. Hún getur auðvitað verið réttlætanleg hjá samtökum sem að hafa mjög sterka dagskrá, til dæmis á sviði umhverfismála en hún er ekki fullnægjandi fyrir samfélagslega umræðu,” segir Guðni. Aðspurður segist hann sjálfur vera umhverfissinni. “Já ég er mikill umhverfissinni og hef gaman af því að njóta fagurs umhverfis og vitja náttúrunnar á góðum dögum þannig að það er ekkert spurning um það,” segir Guðni. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30 Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Einhliða umræða um umhverfismál er aldrei af hinu góða að mati orkumálastjóra en hann hefur sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um málflutning aðgerðasinna í umhverfismálum. Sjálfur kveðst hann vera umhverfissinni og hann standi við orð sín.Jólaerindi Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra vakti mikla athygli fyrir jól en þar skrifaði hann meðal annars um „fólkið sem hatar rafmagn,“ fór stórum orðum um kvikmyndina Kona fer í stríð og sagði ákveðnar friðlýsingar geta hindrað hagvaxtarmöguleika. Greinin vakti hörð viðbrögð en sjálfur segist orkumálastjóri fagna umræðunni. „Ég er bara að benda á það að sjálfbærni, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem hefur verið notuð um það fyrirbæri, segir að við eigum að taka tillit til náttúrufars og umhverfisáhrifa en um leið samfélags- og hagvaxtaráhrifa,” segir Guðni. Sjá einnig: Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra„Þetta er spurning um það að við erum að byggja upp mannlegt samfélag og sem við höfum gert hér síðastliðin þúsund ár hér á Íslandi það hefur auðvitað haft í för með sér ýmsar breytingar á umhverfi okkar og náttúru eins og þekkt er orðið og við eigum auðvitað að lágmarka það. En við þurfum líka að komast af.“ Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli orkumálastjóra er rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason sem hefur sagt orkumálastjóra fara með rangfærslur í málflutningi sínum. Því vísar Guðni á bug. „Einhliða skoðun á svona málum hún er aldrei til góðs. Hún getur auðvitað verið réttlætanleg hjá samtökum sem að hafa mjög sterka dagskrá, til dæmis á sviði umhverfismála en hún er ekki fullnægjandi fyrir samfélagslega umræðu,” segir Guðni. Aðspurður segist hann sjálfur vera umhverfissinni. “Já ég er mikill umhverfissinni og hef gaman af því að njóta fagurs umhverfis og vitja náttúrunnar á góðum dögum þannig að það er ekkert spurning um það,” segir Guðni.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30 Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30
Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46