Braggi allra bragga fyrir og eftir breytingar Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 14:53 Myndir Rúnar eru teknar með tíu ára millibili, fyrir og eftir breytingar. Hér getur að líta einstakar myndir eftir Rúnar Gunnarsson ljósmyndara, af bragga allra bragga, þessum sem er í Nauthólsvík og var gerður upp með slíkum myndarbrag að kostnaðurinn rauk uppúr öllu valdi og fram úr öllum áætlunum. Minnihlutinn í borginni vill sjá höfuð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fati vegna málsins og krefst afsagnar. En, það er önnur saga.Eins og sjá má hefur byggingin tekið gríðarlegum breytingum. Hvort þær eru þess virði, það er svo spurningin sem brennur á ýmsum borgarbúanum.rúnar gunnarsson„Ég hef sérstakan áhuga á flugvallarsvæðinu og stríðsminjum. Þá er ég þjakaður af fortíðarþrá og ljósmynda mikið fegurð hins gamla og snjáða. Ekki mikið meira um þetta að segja,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar, sem er fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og reyndar saxófónleikari einnig, hóf sinn feril sem ljósmyndari. Hann var með slæma ljósmyndadellu ungur og réðst til starfa á Alþýðublaðinu sem ljósmyndari árið 1963. Hann dregur oft uppúr pússi sínum gamlar myndir og birtir vinum sínum á Facebook til mikillar ánægju. Sem og nýjar myndir.Rúnar Gunnarsson hefur lengi verið með myndavélina um hálsinn og hann fann í fórum sínum afar athyglisverðar myndir sem hann tók fyrir tíu árum.Lárus ÝmirÍ dag birti hann einstakar myndir sem hann tók af bragganum umdeilda í Nauthólsvík, annars vegar myndir sem Rúnar tók af honum árið 2008 og svo á árinu sem var að líða, 2018 eftir hinar umdeildu endurbætur. Myndirnar eru einstök heimild og þar skiptast menn á skoðunum. Meðal þeirra sem tekur til máls á þeim vettvangi er Friðrik Þór Friðriksson sem kemur fram með athyglisverðan punkt, en Friðrik gerði einmitt stórmyndina Djöflaeyjan, sem gerðist í braggahverfi: „Við buðum Reykjavíkurborg 12 bragga gefins 1996 sem voru listalega ryðmálaðir af Steingrími Þorvaldssyni. En þá þegar var uppi áætlun um að varðveita þessa umtöluðu bragga. Því fór sem fór,“ segir Friðrik. Hér neðar má sjá braggann í gegnum linsuop Rúnars, fyrir rúmum tíu árum.Bragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarsson Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Hér getur að líta einstakar myndir eftir Rúnar Gunnarsson ljósmyndara, af bragga allra bragga, þessum sem er í Nauthólsvík og var gerður upp með slíkum myndarbrag að kostnaðurinn rauk uppúr öllu valdi og fram úr öllum áætlunum. Minnihlutinn í borginni vill sjá höfuð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fati vegna málsins og krefst afsagnar. En, það er önnur saga.Eins og sjá má hefur byggingin tekið gríðarlegum breytingum. Hvort þær eru þess virði, það er svo spurningin sem brennur á ýmsum borgarbúanum.rúnar gunnarsson„Ég hef sérstakan áhuga á flugvallarsvæðinu og stríðsminjum. Þá er ég þjakaður af fortíðarþrá og ljósmynda mikið fegurð hins gamla og snjáða. Ekki mikið meira um þetta að segja,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar, sem er fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og reyndar saxófónleikari einnig, hóf sinn feril sem ljósmyndari. Hann var með slæma ljósmyndadellu ungur og réðst til starfa á Alþýðublaðinu sem ljósmyndari árið 1963. Hann dregur oft uppúr pússi sínum gamlar myndir og birtir vinum sínum á Facebook til mikillar ánægju. Sem og nýjar myndir.Rúnar Gunnarsson hefur lengi verið með myndavélina um hálsinn og hann fann í fórum sínum afar athyglisverðar myndir sem hann tók fyrir tíu árum.Lárus ÝmirÍ dag birti hann einstakar myndir sem hann tók af bragganum umdeilda í Nauthólsvík, annars vegar myndir sem Rúnar tók af honum árið 2008 og svo á árinu sem var að líða, 2018 eftir hinar umdeildu endurbætur. Myndirnar eru einstök heimild og þar skiptast menn á skoðunum. Meðal þeirra sem tekur til máls á þeim vettvangi er Friðrik Þór Friðriksson sem kemur fram með athyglisverðan punkt, en Friðrik gerði einmitt stórmyndina Djöflaeyjan, sem gerðist í braggahverfi: „Við buðum Reykjavíkurborg 12 bragga gefins 1996 sem voru listalega ryðmálaðir af Steingrími Þorvaldssyni. En þá þegar var uppi áætlun um að varðveita þessa umtöluðu bragga. Því fór sem fór,“ segir Friðrik. Hér neðar má sjá braggann í gegnum linsuop Rúnars, fyrir rúmum tíu árum.Bragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarsson
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33