Merkustu fornleifafundir ársins 2018 Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2019 11:00 Fornleifaárið 2018 var viðburðaríkt! Líkt og fyrri ár var talsvert um merka fornleifafundi á nýliðnu ári – fundi sem setja hlutina í nýtt samhengi og kollvarpa ef til vill fyrri hugmyndum um hvernig við höfum litið á mannkynssöguna til þessa. Graphic News, Archaeology og fleiri miðlar hafa tekið saman nokkra af merkustu fornleifafundum ársins 2018. Listinn að neðan er að sjálfsögðu á engan hátt tæmandi en þar má sjá nokkra af merkustu fornleifafundum nýliðins árs.Eldstæðið í Svörtu eyðimörkinni í Jórdaníu.Kaupmannahafnarháskóli.Jórdanía: Fornaldarpítubakstur Leifar af um 14 þúsund ára gömlu brenndu brauði fundust í eldstæði í Svörtu eyðimörkinni í norðausturhluta Jórdaníu á nýliðnu ári. Fornleifafræðingar á vegum Kaupmannahafnaarháskóla fundu leifarnar sem benda til að fólk Natufian-menningarinnar sem þar var uppi hafi bakað brauð, um fjögur þúsund árum fyrir sem kallað hefur verið upphaf landbúnaðar. Brauðið er sagt líkjast pítubrauði og búið til úr mjöli unnið úr villtu korni og hnýði papýrusreyrs.Elsta teikning heims?Suður-Afríka: Elsta teikningin Teiknaðar rendur, sem taldar eru 73 þúsund ára gamlar, fundust á steini í Blombos-hellunum í Suður-Afríku á nýliðnu ári. Rendurnar voru teiknaðar með rauðu okkri og er elsta teikning eftir mannfólk sem vitað er um. Teikningarnar eru um 30 þúsund árum eldri en sú sem áður var talin elst.Steingerði hesturinn í Pompeii.EPAÍtalía: Hestur sem átti að bjarga íbúum Pompeii undan gosinu Steingerðar leifar af hræi hests sem enn er með aktygi fundust í rústum húss utan veggja ítölsku borgarinnar Pompeii á árinu. Pompeii fór í eyði árið 79 eftir Krist eftir að eldgos í fjallinu Vesúvíus lagði borgina í rúst. Hesturinn var með hnakk og söðul og tilbúinn til brottfarar en mögulega átti að nota hann til þess að bjarga íbúum Pompeii sem voru á flótta undan gosinu. Gullhúðaða silfurgríman sem fannst í Egyptalandi.Egyptaland: Leyndarmál múmía afhjúpuð Verkstæði fyrir líksmurningar og grafir frá tímabilinu milli 664 til 404 fyrir Krist fundust nærri Saqqara greftrunarsvæðinu. Svæðið er suður af egypsku höfuðborginni Kaíró. Fundurinn er talinn veita ómetanlegar upplýsingar um líksmurningarferli fyrri tíma. Gullhúðuð silfurgríma fannst ásamt hundruð öðrum munum á staðnum. Gríman er einungis önnur slíkrar tegundar sem fundist hefur.Ódysseifskviða fjallar um heimferð hins gríska Ódysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.Grikkland: Elsta ritaða brotið úr Ódysseifskviðu Leirtafla sem fannst nærri rústum Seifshofs í Ólympíu í Grikklandi kann að innihalda elsta ritaða eintak af broti úr Ódysseifskviðu Hómers. Á töflunni er að finna þrettán erindi kviðunnar sem Hómer samdi seint á áttundu öld fyrir Krist. Talið er að leirtaflan sé frá þriðju öld eftir Krist.Skipið er talið um 2.400 ára gamalt.Búlgaría: Elsta óskemmda skipsflak heims Rúmlega 2.400 ára gamalt grískt verslunarskip fannst á botni Svartahafs, undan strönd Búlgaríu, á árinu. Flak skipsins, sem er um 23 metra langt, er nær óskemmt eftir að hafa hvílt í nær súrefnislausu vatni um aldir.Sviss: Dularfull bronshönd Bronshönd með gylltri ermalíningu, talin 3.500 ára gömul, fannst við uppgröft nærri Bielvatni í Sviss. Talið er að um elstu eftirlíkingu úr málmi af hluta mannslíkama sé að ræða sem fundist hafi í Evrópu. Fundurinn þykir mjög óvenjulegur og kann að hafa verið hluti af veldissprota eða heilli styttu.Bronshöndin.Archaeological Service of the Canton of Bern Fornminjar Fréttir ársins 2018 Grikkland Tengdar fréttir Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Líkt og fyrri ár var talsvert um merka fornleifafundi á nýliðnu ári – fundi sem setja hlutina í nýtt samhengi og kollvarpa ef til vill fyrri hugmyndum um hvernig við höfum litið á mannkynssöguna til þessa. Graphic News, Archaeology og fleiri miðlar hafa tekið saman nokkra af merkustu fornleifafundum ársins 2018. Listinn að neðan er að sjálfsögðu á engan hátt tæmandi en þar má sjá nokkra af merkustu fornleifafundum nýliðins árs.Eldstæðið í Svörtu eyðimörkinni í Jórdaníu.Kaupmannahafnarháskóli.Jórdanía: Fornaldarpítubakstur Leifar af um 14 þúsund ára gömlu brenndu brauði fundust í eldstæði í Svörtu eyðimörkinni í norðausturhluta Jórdaníu á nýliðnu ári. Fornleifafræðingar á vegum Kaupmannahafnaarháskóla fundu leifarnar sem benda til að fólk Natufian-menningarinnar sem þar var uppi hafi bakað brauð, um fjögur þúsund árum fyrir sem kallað hefur verið upphaf landbúnaðar. Brauðið er sagt líkjast pítubrauði og búið til úr mjöli unnið úr villtu korni og hnýði papýrusreyrs.Elsta teikning heims?Suður-Afríka: Elsta teikningin Teiknaðar rendur, sem taldar eru 73 þúsund ára gamlar, fundust á steini í Blombos-hellunum í Suður-Afríku á nýliðnu ári. Rendurnar voru teiknaðar með rauðu okkri og er elsta teikning eftir mannfólk sem vitað er um. Teikningarnar eru um 30 þúsund árum eldri en sú sem áður var talin elst.Steingerði hesturinn í Pompeii.EPAÍtalía: Hestur sem átti að bjarga íbúum Pompeii undan gosinu Steingerðar leifar af hræi hests sem enn er með aktygi fundust í rústum húss utan veggja ítölsku borgarinnar Pompeii á árinu. Pompeii fór í eyði árið 79 eftir Krist eftir að eldgos í fjallinu Vesúvíus lagði borgina í rúst. Hesturinn var með hnakk og söðul og tilbúinn til brottfarar en mögulega átti að nota hann til þess að bjarga íbúum Pompeii sem voru á flótta undan gosinu. Gullhúðaða silfurgríman sem fannst í Egyptalandi.Egyptaland: Leyndarmál múmía afhjúpuð Verkstæði fyrir líksmurningar og grafir frá tímabilinu milli 664 til 404 fyrir Krist fundust nærri Saqqara greftrunarsvæðinu. Svæðið er suður af egypsku höfuðborginni Kaíró. Fundurinn er talinn veita ómetanlegar upplýsingar um líksmurningarferli fyrri tíma. Gullhúðuð silfurgríma fannst ásamt hundruð öðrum munum á staðnum. Gríman er einungis önnur slíkrar tegundar sem fundist hefur.Ódysseifskviða fjallar um heimferð hins gríska Ódysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.Grikkland: Elsta ritaða brotið úr Ódysseifskviðu Leirtafla sem fannst nærri rústum Seifshofs í Ólympíu í Grikklandi kann að innihalda elsta ritaða eintak af broti úr Ódysseifskviðu Hómers. Á töflunni er að finna þrettán erindi kviðunnar sem Hómer samdi seint á áttundu öld fyrir Krist. Talið er að leirtaflan sé frá þriðju öld eftir Krist.Skipið er talið um 2.400 ára gamalt.Búlgaría: Elsta óskemmda skipsflak heims Rúmlega 2.400 ára gamalt grískt verslunarskip fannst á botni Svartahafs, undan strönd Búlgaríu, á árinu. Flak skipsins, sem er um 23 metra langt, er nær óskemmt eftir að hafa hvílt í nær súrefnislausu vatni um aldir.Sviss: Dularfull bronshönd Bronshönd með gylltri ermalíningu, talin 3.500 ára gömul, fannst við uppgröft nærri Bielvatni í Sviss. Talið er að um elstu eftirlíkingu úr málmi af hluta mannslíkama sé að ræða sem fundist hafi í Evrópu. Fundurinn þykir mjög óvenjulegur og kann að hafa verið hluti af veldissprota eða heilli styttu.Bronshöndin.Archaeological Service of the Canton of Bern
Fornminjar Fréttir ársins 2018 Grikkland Tengdar fréttir Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53