„Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2018 21:00 Þorsteinn Þorsteinsson tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. Fólk geti hreinlega verið með hættuleg sprengiefni, eins og flugelda, inni í stofu hjá sér. Þorsteinn hefur frá árinu 1988 tekið við upplýsingum um þau mörgu tjón sem hafa átt sér stað um áramótin af völdum flugelda. Hann fagnar þeirri breyttu umræðu sem er í gangi núna um notkun skotefnanna. „Það eftirminnilegast sem ég hef séð er þegar flugeldasalan í Hveragerði brann. Gríðarlega mikill eldur og mikið af sprengiefni sem var þar inni. Það var mikil almannahætta en sem betur varð ekkert manntjón þar,“ segir hann. Hann segir ýmiskonar smábruna samt lang algengustu tjónin. Þá að flugeldar fari í hús eða fólk og jafnvel brenni föt. Hann segir samt áhyggjuefni að ekki sé borin næg virðing fyrir hættunni sem geti fylgt flugeldum. „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð. Í atvinnulífinu er það þannig ef þú ert að meðhöndla sprengiefni þá þarft þú að hafa sérstakt leyfi og gæta efnanna með sérstökum hætti og þú þarft að nota þau með sérstökum fyrirskrifuðumhætti,“ bendir hann á. Hann bendir á að fólk geymi flugelda, sem eru sprengiefni, oft bara inni í stofu eða jafnvel í heilt ár úti í bílskúr. „Það verður að brýna það fyrir fólki að það er dauðans alvara að meðhöndla þetta rangt,“ segir hann. Flugeldar Tengdar fréttir Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37 Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Þorsteinn Þorsteinsson tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. Fólk geti hreinlega verið með hættuleg sprengiefni, eins og flugelda, inni í stofu hjá sér. Þorsteinn hefur frá árinu 1988 tekið við upplýsingum um þau mörgu tjón sem hafa átt sér stað um áramótin af völdum flugelda. Hann fagnar þeirri breyttu umræðu sem er í gangi núna um notkun skotefnanna. „Það eftirminnilegast sem ég hef séð er þegar flugeldasalan í Hveragerði brann. Gríðarlega mikill eldur og mikið af sprengiefni sem var þar inni. Það var mikil almannahætta en sem betur varð ekkert manntjón þar,“ segir hann. Hann segir ýmiskonar smábruna samt lang algengustu tjónin. Þá að flugeldar fari í hús eða fólk og jafnvel brenni föt. Hann segir samt áhyggjuefni að ekki sé borin næg virðing fyrir hættunni sem geti fylgt flugeldum. „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð. Í atvinnulífinu er það þannig ef þú ert að meðhöndla sprengiefni þá þarft þú að hafa sérstakt leyfi og gæta efnanna með sérstökum hætti og þú þarft að nota þau með sérstökum fyrirskrifuðumhætti,“ bendir hann á. Hann bendir á að fólk geymi flugelda, sem eru sprengiefni, oft bara inni í stofu eða jafnvel í heilt ár úti í bílskúr. „Það verður að brýna það fyrir fólki að það er dauðans alvara að meðhöndla þetta rangt,“ segir hann.
Flugeldar Tengdar fréttir Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37 Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37
Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14