„Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2018 21:00 Þorsteinn Þorsteinsson tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. Fólk geti hreinlega verið með hættuleg sprengiefni, eins og flugelda, inni í stofu hjá sér. Þorsteinn hefur frá árinu 1988 tekið við upplýsingum um þau mörgu tjón sem hafa átt sér stað um áramótin af völdum flugelda. Hann fagnar þeirri breyttu umræðu sem er í gangi núna um notkun skotefnanna. „Það eftirminnilegast sem ég hef séð er þegar flugeldasalan í Hveragerði brann. Gríðarlega mikill eldur og mikið af sprengiefni sem var þar inni. Það var mikil almannahætta en sem betur varð ekkert manntjón þar,“ segir hann. Hann segir ýmiskonar smábruna samt lang algengustu tjónin. Þá að flugeldar fari í hús eða fólk og jafnvel brenni föt. Hann segir samt áhyggjuefni að ekki sé borin næg virðing fyrir hættunni sem geti fylgt flugeldum. „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð. Í atvinnulífinu er það þannig ef þú ert að meðhöndla sprengiefni þá þarft þú að hafa sérstakt leyfi og gæta efnanna með sérstökum hætti og þú þarft að nota þau með sérstökum fyrirskrifuðumhætti,“ bendir hann á. Hann bendir á að fólk geymi flugelda, sem eru sprengiefni, oft bara inni í stofu eða jafnvel í heilt ár úti í bílskúr. „Það verður að brýna það fyrir fólki að það er dauðans alvara að meðhöndla þetta rangt,“ segir hann. Flugeldar Tengdar fréttir Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37 Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Þorsteinn Þorsteinsson tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. Fólk geti hreinlega verið með hættuleg sprengiefni, eins og flugelda, inni í stofu hjá sér. Þorsteinn hefur frá árinu 1988 tekið við upplýsingum um þau mörgu tjón sem hafa átt sér stað um áramótin af völdum flugelda. Hann fagnar þeirri breyttu umræðu sem er í gangi núna um notkun skotefnanna. „Það eftirminnilegast sem ég hef séð er þegar flugeldasalan í Hveragerði brann. Gríðarlega mikill eldur og mikið af sprengiefni sem var þar inni. Það var mikil almannahætta en sem betur varð ekkert manntjón þar,“ segir hann. Hann segir ýmiskonar smábruna samt lang algengustu tjónin. Þá að flugeldar fari í hús eða fólk og jafnvel brenni föt. Hann segir samt áhyggjuefni að ekki sé borin næg virðing fyrir hættunni sem geti fylgt flugeldum. „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð. Í atvinnulífinu er það þannig ef þú ert að meðhöndla sprengiefni þá þarft þú að hafa sérstakt leyfi og gæta efnanna með sérstökum hætti og þú þarft að nota þau með sérstökum fyrirskrifuðumhætti,“ bendir hann á. Hann bendir á að fólk geymi flugelda, sem eru sprengiefni, oft bara inni í stofu eða jafnvel í heilt ár úti í bílskúr. „Það verður að brýna það fyrir fólki að það er dauðans alvara að meðhöndla þetta rangt,“ segir hann.
Flugeldar Tengdar fréttir Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37 Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37
Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14