Án iðrunar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. desember 2018 07:00 Þegar minnst er á Klausturmálið alræmda í fréttum, og það er sannarlega gert ansi oft þessa dagana, er iðulega nefnd hugsanleg málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, konu sem er öryrki. Það að þingmennirnir skuli íhuga alvarlega að fara í mál við öryrkja og leggi kapp á að hann sæti refsingu og greiði þeim miskabætur bendir sannarlega ekki til þess að mikil iðrun ríki í huga þeirra. Ekki verður annað séð en þingmennirnir séu forhertir og neiti staðfastlega að horfast í augu við eigin gjörðir. Ljóst er að þeim finnst þeir hafa verið beittir miklum órétti og telja að ráðist hafi verið að æru þeirra með því að hljóðrita subbuleg fylliríssamtöl þeirra. Í bréfi lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns, segir að aðgerðin hafi falið í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu“ þeirra. Enginn þvingaði þingmennina til að hella sig fulla á vinnutíma Alþingis. Það var þeirra ákvörðun. Það er vissulega óheppilegt fyrir þá að viðbjóðurinn sem þeir létu út úr sér hafi verið opinberaður, en þeir geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Þingmenn þjóðarinnar eiga ekki að klæmast og spýta út úr sér sora á opinberum stöðum. Geri þeir slíkt verða þeir að líta í eigin barm og íhuga stöðu sína mjög alvarlega. Því miður virðist þessum þingmönnum gjörsamlega fyrirmunað að gera það. Þeir hafa fundið þann seka, öryrkjann Báru Halldórsdóttur og beina spjótum sínum að henni. Reynar virðast þeir um leið telja hana peð í einhvers konar samsæri illa þenkjandi pólitískra andstæðinga, jafn fjarstæðukennt og það nú hljómar. Í stað þess að viðurkenna forkastanlegt tal sitt á bar benda þingmennirnir á Báru sem þeir segja að hafi brotið á rétti þeirra. Þeir telja sig vera að beina athygli almennings frá sér en svo er alls ekki. Ef þingmenn gera alvöru úr því að draga öryrkja fyrir dóm er það ekki einungis fréttaefni hér á landi heldur víða um heim. Þingmennirnir treysta á það að dómstólar muni dæma upptökuna ólöglega, og vel má vera að það verði niðurstaðan. Það myndi þó ekki breyta neinu um það að skömmin er þingmannanna og þjóðin mun ekki láta þá gleyma því. Besta leiðin til að gera Báru Halldórsdóttur að enn meiri þjóðhetju en hún er þegar orðin er að þingmennirnir dragi hana fyrir dóm. Þjóðin mun fylkja sér um hana og víst er að efnt verður til söfnunar til að greiða kostnað eða sektir sem hún þarf að bera. Þingmennirnir munu standa eftir á berangri, ærulausir. Öllum verður á í lífinu. Ekki allir, en sem betur fer ansi margir, læra af því og iðrast innilega. Ekki verður séð að þessir þingmenn geri það. Þeir virðast ætla að halda dauðahaldi í lagabókstaf og vonast til að fá dómstóla í lið með sér. Jafnvel þótt það takist mun það ekki duga til að þeim hlotnist náð fyrir augum þjóðarinnar. Þingmennir hafa fallið á siðferðisprófinu, ekki einu sinni heldur ítrekað. En þeir sjá það ekki og einmitt í því er fall þeirra fólgið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Klausturmálið alræmda í fréttum, og það er sannarlega gert ansi oft þessa dagana, er iðulega nefnd hugsanleg málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, konu sem er öryrki. Það að þingmennirnir skuli íhuga alvarlega að fara í mál við öryrkja og leggi kapp á að hann sæti refsingu og greiði þeim miskabætur bendir sannarlega ekki til þess að mikil iðrun ríki í huga þeirra. Ekki verður annað séð en þingmennirnir séu forhertir og neiti staðfastlega að horfast í augu við eigin gjörðir. Ljóst er að þeim finnst þeir hafa verið beittir miklum órétti og telja að ráðist hafi verið að æru þeirra með því að hljóðrita subbuleg fylliríssamtöl þeirra. Í bréfi lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns, segir að aðgerðin hafi falið í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu“ þeirra. Enginn þvingaði þingmennina til að hella sig fulla á vinnutíma Alþingis. Það var þeirra ákvörðun. Það er vissulega óheppilegt fyrir þá að viðbjóðurinn sem þeir létu út úr sér hafi verið opinberaður, en þeir geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Þingmenn þjóðarinnar eiga ekki að klæmast og spýta út úr sér sora á opinberum stöðum. Geri þeir slíkt verða þeir að líta í eigin barm og íhuga stöðu sína mjög alvarlega. Því miður virðist þessum þingmönnum gjörsamlega fyrirmunað að gera það. Þeir hafa fundið þann seka, öryrkjann Báru Halldórsdóttur og beina spjótum sínum að henni. Reynar virðast þeir um leið telja hana peð í einhvers konar samsæri illa þenkjandi pólitískra andstæðinga, jafn fjarstæðukennt og það nú hljómar. Í stað þess að viðurkenna forkastanlegt tal sitt á bar benda þingmennirnir á Báru sem þeir segja að hafi brotið á rétti þeirra. Þeir telja sig vera að beina athygli almennings frá sér en svo er alls ekki. Ef þingmenn gera alvöru úr því að draga öryrkja fyrir dóm er það ekki einungis fréttaefni hér á landi heldur víða um heim. Þingmennirnir treysta á það að dómstólar muni dæma upptökuna ólöglega, og vel má vera að það verði niðurstaðan. Það myndi þó ekki breyta neinu um það að skömmin er þingmannanna og þjóðin mun ekki láta þá gleyma því. Besta leiðin til að gera Báru Halldórsdóttur að enn meiri þjóðhetju en hún er þegar orðin er að þingmennirnir dragi hana fyrir dóm. Þjóðin mun fylkja sér um hana og víst er að efnt verður til söfnunar til að greiða kostnað eða sektir sem hún þarf að bera. Þingmennirnir munu standa eftir á berangri, ærulausir. Öllum verður á í lífinu. Ekki allir, en sem betur fer ansi margir, læra af því og iðrast innilega. Ekki verður séð að þessir þingmenn geri það. Þeir virðast ætla að halda dauðahaldi í lagabókstaf og vonast til að fá dómstóla í lið með sér. Jafnvel þótt það takist mun það ekki duga til að þeim hlotnist náð fyrir augum þjóðarinnar. Þingmennir hafa fallið á siðferðisprófinu, ekki einu sinni heldur ítrekað. En þeir sjá það ekki og einmitt í því er fall þeirra fólgið.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun