Án iðrunar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. desember 2018 07:00 Þegar minnst er á Klausturmálið alræmda í fréttum, og það er sannarlega gert ansi oft þessa dagana, er iðulega nefnd hugsanleg málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, konu sem er öryrki. Það að þingmennirnir skuli íhuga alvarlega að fara í mál við öryrkja og leggi kapp á að hann sæti refsingu og greiði þeim miskabætur bendir sannarlega ekki til þess að mikil iðrun ríki í huga þeirra. Ekki verður annað séð en þingmennirnir séu forhertir og neiti staðfastlega að horfast í augu við eigin gjörðir. Ljóst er að þeim finnst þeir hafa verið beittir miklum órétti og telja að ráðist hafi verið að æru þeirra með því að hljóðrita subbuleg fylliríssamtöl þeirra. Í bréfi lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns, segir að aðgerðin hafi falið í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu“ þeirra. Enginn þvingaði þingmennina til að hella sig fulla á vinnutíma Alþingis. Það var þeirra ákvörðun. Það er vissulega óheppilegt fyrir þá að viðbjóðurinn sem þeir létu út úr sér hafi verið opinberaður, en þeir geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Þingmenn þjóðarinnar eiga ekki að klæmast og spýta út úr sér sora á opinberum stöðum. Geri þeir slíkt verða þeir að líta í eigin barm og íhuga stöðu sína mjög alvarlega. Því miður virðist þessum þingmönnum gjörsamlega fyrirmunað að gera það. Þeir hafa fundið þann seka, öryrkjann Báru Halldórsdóttur og beina spjótum sínum að henni. Reynar virðast þeir um leið telja hana peð í einhvers konar samsæri illa þenkjandi pólitískra andstæðinga, jafn fjarstæðukennt og það nú hljómar. Í stað þess að viðurkenna forkastanlegt tal sitt á bar benda þingmennirnir á Báru sem þeir segja að hafi brotið á rétti þeirra. Þeir telja sig vera að beina athygli almennings frá sér en svo er alls ekki. Ef þingmenn gera alvöru úr því að draga öryrkja fyrir dóm er það ekki einungis fréttaefni hér á landi heldur víða um heim. Þingmennirnir treysta á það að dómstólar muni dæma upptökuna ólöglega, og vel má vera að það verði niðurstaðan. Það myndi þó ekki breyta neinu um það að skömmin er þingmannanna og þjóðin mun ekki láta þá gleyma því. Besta leiðin til að gera Báru Halldórsdóttur að enn meiri þjóðhetju en hún er þegar orðin er að þingmennirnir dragi hana fyrir dóm. Þjóðin mun fylkja sér um hana og víst er að efnt verður til söfnunar til að greiða kostnað eða sektir sem hún þarf að bera. Þingmennirnir munu standa eftir á berangri, ærulausir. Öllum verður á í lífinu. Ekki allir, en sem betur fer ansi margir, læra af því og iðrast innilega. Ekki verður séð að þessir þingmenn geri það. Þeir virðast ætla að halda dauðahaldi í lagabókstaf og vonast til að fá dómstóla í lið með sér. Jafnvel þótt það takist mun það ekki duga til að þeim hlotnist náð fyrir augum þjóðarinnar. Þingmennir hafa fallið á siðferðisprófinu, ekki einu sinni heldur ítrekað. En þeir sjá það ekki og einmitt í því er fall þeirra fólgið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Klausturmálið alræmda í fréttum, og það er sannarlega gert ansi oft þessa dagana, er iðulega nefnd hugsanleg málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, konu sem er öryrki. Það að þingmennirnir skuli íhuga alvarlega að fara í mál við öryrkja og leggi kapp á að hann sæti refsingu og greiði þeim miskabætur bendir sannarlega ekki til þess að mikil iðrun ríki í huga þeirra. Ekki verður annað séð en þingmennirnir séu forhertir og neiti staðfastlega að horfast í augu við eigin gjörðir. Ljóst er að þeim finnst þeir hafa verið beittir miklum órétti og telja að ráðist hafi verið að æru þeirra með því að hljóðrita subbuleg fylliríssamtöl þeirra. Í bréfi lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns, segir að aðgerðin hafi falið í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu“ þeirra. Enginn þvingaði þingmennina til að hella sig fulla á vinnutíma Alþingis. Það var þeirra ákvörðun. Það er vissulega óheppilegt fyrir þá að viðbjóðurinn sem þeir létu út úr sér hafi verið opinberaður, en þeir geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Þingmenn þjóðarinnar eiga ekki að klæmast og spýta út úr sér sora á opinberum stöðum. Geri þeir slíkt verða þeir að líta í eigin barm og íhuga stöðu sína mjög alvarlega. Því miður virðist þessum þingmönnum gjörsamlega fyrirmunað að gera það. Þeir hafa fundið þann seka, öryrkjann Báru Halldórsdóttur og beina spjótum sínum að henni. Reynar virðast þeir um leið telja hana peð í einhvers konar samsæri illa þenkjandi pólitískra andstæðinga, jafn fjarstæðukennt og það nú hljómar. Í stað þess að viðurkenna forkastanlegt tal sitt á bar benda þingmennirnir á Báru sem þeir segja að hafi brotið á rétti þeirra. Þeir telja sig vera að beina athygli almennings frá sér en svo er alls ekki. Ef þingmenn gera alvöru úr því að draga öryrkja fyrir dóm er það ekki einungis fréttaefni hér á landi heldur víða um heim. Þingmennirnir treysta á það að dómstólar muni dæma upptökuna ólöglega, og vel má vera að það verði niðurstaðan. Það myndi þó ekki breyta neinu um það að skömmin er þingmannanna og þjóðin mun ekki láta þá gleyma því. Besta leiðin til að gera Báru Halldórsdóttur að enn meiri þjóðhetju en hún er þegar orðin er að þingmennirnir dragi hana fyrir dóm. Þjóðin mun fylkja sér um hana og víst er að efnt verður til söfnunar til að greiða kostnað eða sektir sem hún þarf að bera. Þingmennirnir munu standa eftir á berangri, ærulausir. Öllum verður á í lífinu. Ekki allir, en sem betur fer ansi margir, læra af því og iðrast innilega. Ekki verður séð að þessir þingmenn geri það. Þeir virðast ætla að halda dauðahaldi í lagabókstaf og vonast til að fá dómstóla í lið með sér. Jafnvel þótt það takist mun það ekki duga til að þeim hlotnist náð fyrir augum þjóðarinnar. Þingmennir hafa fallið á siðferðisprófinu, ekki einu sinni heldur ítrekað. En þeir sjá það ekki og einmitt í því er fall þeirra fólgið.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun