Eyðum 16 milljörðum meira í jólavertíðinni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2018 06:15 Tölur sýna að í jólaösinni í nóvember og desember er mikið álag á greiðslukortum landsmanna. Fréttablaðið/Anton Brink Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta nóvember til jóla. Þessir mánuðir voru samanlagt 16 milljörðum króna stærri í fyrra, samanborið við aðra mánuði. Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi hvert mannsbarn á Íslandi nærri 50 þúsund krónum fyrir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sagan segir að eyðslan verði fjarri því minni í ár. Óformleg könnun Fréttablaðsins meðal átta manns í Tilverunni í síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að meðaltali að eyða um 100 þúsund krónum í jólagjafir fyrir þessi jól. Það er engum blöðum um það að fletta að kortavelta rýkur upp vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal annars opinberar tölur úr Hagvísi Seðlabanka Íslands sem sjá má í töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun greiðslukortaveltu heimila árin 2015-2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær eini munurinn er að útgjöldin aukast með hverju ári en taka síðan undantekningarlaust verulegan nær lóðréttan kipp upp á við um miðjan nóvember til ársloka. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, tók saman innlenda kortaveltu í íslenskri verslun í nóvember og desember í fyrra. Séu þeir mánuðir bornir saman við hina mánuði ársins voru nóvember og desember samanlagt 16 milljörðum stærri en ef þeir væru það sem kalla mætti venjulegir mánuðir. „Ef ég deili því á 350 þúsund íbúa landsins gerir það 47 þúsund krónur á mann eða 234 þúsund fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta inniheldur ekki kortalán né viðskipti með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær örugglega er upphæðin því mun hærri. Til að setja þessa auknu útgjöld heimilanna í samhengi þá tæki það ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo mánuði á lágmarkslaunum að vinna sér inn fyrir þessari auknu eyðslu. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um minni sóun, hvort heldur sem kemur að umbúðum eða mat, þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til að þróunin verði sú sama í ár. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti fyrr í þessari viku tölur um að velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun hefði aukist um 5 prósent í nóvember, samanborið við sama mánuð í fyrra. Í netverslun er þessi aukning 15 prósent og hefur líklega aldrei verið meiri á þessum tíma. En eins og með svo margt annað þá eru fleiri en ein leið til að gera hlutina. Jólin eru þar engin undantekning. Sumir kjósa að minnka umsvifin, skera niður, eins og Tilveran fjallar um hér í dag. Birtist í Fréttablaðinu Jól Skólpmengun við Faxaskjól Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta nóvember til jóla. Þessir mánuðir voru samanlagt 16 milljörðum króna stærri í fyrra, samanborið við aðra mánuði. Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi hvert mannsbarn á Íslandi nærri 50 þúsund krónum fyrir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sagan segir að eyðslan verði fjarri því minni í ár. Óformleg könnun Fréttablaðsins meðal átta manns í Tilverunni í síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að meðaltali að eyða um 100 þúsund krónum í jólagjafir fyrir þessi jól. Það er engum blöðum um það að fletta að kortavelta rýkur upp vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal annars opinberar tölur úr Hagvísi Seðlabanka Íslands sem sjá má í töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun greiðslukortaveltu heimila árin 2015-2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær eini munurinn er að útgjöldin aukast með hverju ári en taka síðan undantekningarlaust verulegan nær lóðréttan kipp upp á við um miðjan nóvember til ársloka. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, tók saman innlenda kortaveltu í íslenskri verslun í nóvember og desember í fyrra. Séu þeir mánuðir bornir saman við hina mánuði ársins voru nóvember og desember samanlagt 16 milljörðum stærri en ef þeir væru það sem kalla mætti venjulegir mánuðir. „Ef ég deili því á 350 þúsund íbúa landsins gerir það 47 þúsund krónur á mann eða 234 þúsund fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta inniheldur ekki kortalán né viðskipti með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær örugglega er upphæðin því mun hærri. Til að setja þessa auknu útgjöld heimilanna í samhengi þá tæki það ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo mánuði á lágmarkslaunum að vinna sér inn fyrir þessari auknu eyðslu. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um minni sóun, hvort heldur sem kemur að umbúðum eða mat, þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til að þróunin verði sú sama í ár. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti fyrr í þessari viku tölur um að velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun hefði aukist um 5 prósent í nóvember, samanborið við sama mánuð í fyrra. Í netverslun er þessi aukning 15 prósent og hefur líklega aldrei verið meiri á þessum tíma. En eins og með svo margt annað þá eru fleiri en ein leið til að gera hlutina. Jólin eru þar engin undantekning. Sumir kjósa að minnka umsvifin, skera niður, eins og Tilveran fjallar um hér í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Skólpmengun við Faxaskjól Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira