Gulu vestin hennar Kolbrúnar Helga Ingólfsdóttir skrifar 20. desember 2018 15:47 Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins síðasta mánudag og fjallar um gul vesti og kröfur VR vegna komandi kjarasamninga. Ekki ríkir mikill skilningur í grein Kolbrúnar á því mikilvæga verkefni sem hvílir á samningsaðilum að stuðla að því að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu þannig að velferðasamfélagið Ísland standi undir nafni sem samfélag þar einstaklingar með ólíkan bakgrunn og mismunandi getu til þess að framfleyta sér eigi möguleika á því að vera þáttakendur í samfélaginu á sínum forsendum. Það vilja allir lifa með reisn í íslensku samfélagi sem státar af einu af toppsætunum í þjóðartekjum. Nú þegar eru margir hópar vel settir, sérstaklega þeir hópar sem náð hafa að semja um sín kjör á liðnum misserum í samræmi við úrskurð kjararáðs. Eftir sitja stórir hópar launþega með launakjör sem annað hvort duga alls ekki fyrir lágmarksframfærslu eða rétt duga til þokkalegra lífskjara. Helmingur alls launafólks er í þessum hópi og síðan má leggja til viðbótar að eldri borgarar sem ekki hafa lífeyrir úr lífeyrisjóði sem dugar til framfærslu búa margir við afar þröngan kost og öryrkjar hafa algjörlega setið á hakanum með kjarabætur vegna kerfisbreytinga sem þeir eru ósáttir við af skiljanlegum ástæðum. Miðað við trakteringarnar sem verkalýðshreyfingin á Íslandi fær frá SA og stjórnvöldum er ekki skrýtið að umræða vakni um hvort gul vesti þurfi til þess að ná eyrum ráðamanna en síðustu mánuði hafa dunið yfir hrafallaspár um minnkandi hagvöxt og aðra óáran og sérstaklega er tekið til þess að það sé alls ekki innistæða fyrir neinum launahækkunum. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli en því verður ekki mótmælt að íbúar Parísar hafa þannig náð eyrum forseta landsins og leitt fram breytingar sem eru til hins betra fyrir borgarana. Gulu vestin eru þannig orðin tákn um aðferð til að ná eyrum stjórnvalda sem skilar árangri.Sama krónutala fyrir alla er krafa VR Íslenska þjóðin og þar með talið félagsmenn VR er ekki í byltingarhugleiðingum enda er það ekki hennar stíll. Hún hefur hinsvegar fengið nóg af yfirlýsingum um að svart sé hvítt og að hér muni allt fara á hvolf ef laun verði hækkuð í krónutölum um 120 þúsund á þremur árum! Sama krónutala fyrir alla er krafa VR og þannig næst að nýta það svigrúm sem er til staðar í hagkerfinu með skilvirkum hætti og allir fá sömu hækkun. Þetta er ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar og það væri gott ef miðill eins og Fréttablaðið myndi taka undir og styðja við góð markmið um betri lífskjör til handa þeim hópum sem verst eru settir í samfélaginu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ættu að taka sér stöðu með íbúum og leggja verkalýðshreyfingunni lið með faglegri umræðu um sanngjarnar kröfur í komandi kjarasamningum. Helga Ingólfsdóttir Varaformaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Tengdar fréttir Gulu vestin Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. 17. desember 2018 07:00 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins síðasta mánudag og fjallar um gul vesti og kröfur VR vegna komandi kjarasamninga. Ekki ríkir mikill skilningur í grein Kolbrúnar á því mikilvæga verkefni sem hvílir á samningsaðilum að stuðla að því að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu þannig að velferðasamfélagið Ísland standi undir nafni sem samfélag þar einstaklingar með ólíkan bakgrunn og mismunandi getu til þess að framfleyta sér eigi möguleika á því að vera þáttakendur í samfélaginu á sínum forsendum. Það vilja allir lifa með reisn í íslensku samfélagi sem státar af einu af toppsætunum í þjóðartekjum. Nú þegar eru margir hópar vel settir, sérstaklega þeir hópar sem náð hafa að semja um sín kjör á liðnum misserum í samræmi við úrskurð kjararáðs. Eftir sitja stórir hópar launþega með launakjör sem annað hvort duga alls ekki fyrir lágmarksframfærslu eða rétt duga til þokkalegra lífskjara. Helmingur alls launafólks er í þessum hópi og síðan má leggja til viðbótar að eldri borgarar sem ekki hafa lífeyrir úr lífeyrisjóði sem dugar til framfærslu búa margir við afar þröngan kost og öryrkjar hafa algjörlega setið á hakanum með kjarabætur vegna kerfisbreytinga sem þeir eru ósáttir við af skiljanlegum ástæðum. Miðað við trakteringarnar sem verkalýðshreyfingin á Íslandi fær frá SA og stjórnvöldum er ekki skrýtið að umræða vakni um hvort gul vesti þurfi til þess að ná eyrum ráðamanna en síðustu mánuði hafa dunið yfir hrafallaspár um minnkandi hagvöxt og aðra óáran og sérstaklega er tekið til þess að það sé alls ekki innistæða fyrir neinum launahækkunum. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli en því verður ekki mótmælt að íbúar Parísar hafa þannig náð eyrum forseta landsins og leitt fram breytingar sem eru til hins betra fyrir borgarana. Gulu vestin eru þannig orðin tákn um aðferð til að ná eyrum stjórnvalda sem skilar árangri.Sama krónutala fyrir alla er krafa VR Íslenska þjóðin og þar með talið félagsmenn VR er ekki í byltingarhugleiðingum enda er það ekki hennar stíll. Hún hefur hinsvegar fengið nóg af yfirlýsingum um að svart sé hvítt og að hér muni allt fara á hvolf ef laun verði hækkuð í krónutölum um 120 þúsund á þremur árum! Sama krónutala fyrir alla er krafa VR og þannig næst að nýta það svigrúm sem er til staðar í hagkerfinu með skilvirkum hætti og allir fá sömu hækkun. Þetta er ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar og það væri gott ef miðill eins og Fréttablaðið myndi taka undir og styðja við góð markmið um betri lífskjör til handa þeim hópum sem verst eru settir í samfélaginu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ættu að taka sér stöðu með íbúum og leggja verkalýðshreyfingunni lið með faglegri umræðu um sanngjarnar kröfur í komandi kjarasamningum. Helga Ingólfsdóttir Varaformaður VR
Gulu vestin Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. 17. desember 2018 07:00
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar