Sýrlenskir Kúrdar líta til Frakklands Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 19:28 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mun funda með sendinefnd sýrlenskra Kúrda á morgun. AP/Michel Euler Sýrlenskir Kúrdar líta nú til Frakklands eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að kalla alla hermenn sína frá Sýrlandi. Yfirvöld Frakklands ætla ekki að kalla hermenn sína í Sýrlandi heim að svo stöddu, þar sem ekki er búið að vinna sigur gegn Íslamska ríkinu, eins og Trump hefur haldið fram. Viðræður standa nú yfir milli Bandaríkjanna og Frakklands um framhaldið. Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. Sendinefnd SDF mun fara á fund Emmanuel Macron, forseta Frakklands á morgun og ræða stöðuna í Sýrlandi.Heimildarmaður Reuters innan forsetaembættis Frakklands sagði ljóst að Bandaríkin væru hryggjaliðurinn í bandalaginu gegn ISIS og ákvörðun Trump væri ekki af hinu góða. Þá mun Macron hafa reynt að fá Trump til að skipta um skoðun þegar þær töluðu saman í síma í gær. Fjölmargir aðrir hafa sömuleiðis reynt að snúa forsetanum bandaríska en án árangurs og hefur ákvörðunin verið harðlega gagnrýnd af embættismönnum og þingmönnum í Bandaríkjunum og víðar.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Frakkar hafa mikilla hagsmuna að gæta en ISIS-liðar hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir þar í landi. Hundruð franskra ríkisborgara gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin og telja yfirvöld að enn stafi mikil ógn af þeim. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að mikilvægt sé að verja íbúa norðurhluta Sýrlands og að tryggja stöðugleika svæðisins til að tryggja að hryðjuverkasamtökin nái ekki fótfestu þar á nýjan leik og Bandaríkin verði að taka það með í reikninginn. Þar segir einnig að Frakkar muni tryggja öryggi allra bandamanna bandalagsins á svæðinu og þar á meðal séu sýrlenskir Kúrdar og SDF. Tyrkir hafa hótað því að gera árásir á yfirráðasvæði SDF og segja sýrlenskir Kúrdar að ákvörðun Trump séu svik við þá. Nú í dag höfðu fjölmiðlar í Tyrklandi eftir Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, að Tyrkir hyggðu á árásir gegn Kúrdum. „Nú er talað um að þeir séu að grafa skurði og göng við Manbij [borg við vesturbakka Efrat] og á austurbakka Efrat. Þeir geta grafið göng og skurði ef þeir vilja, þeir geta farið neðanjarðar ef þeir vilja. Þegar þar að kemur verða þeir grafnir í skurðunum sem þeir grófu. Enginn ætti að draga það í efa.“Fyrr í vikunni sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, að her hans gæti hafið árásir á Kúrda hvenær sem er. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar líta nú til Frakklands eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að kalla alla hermenn sína frá Sýrlandi. Yfirvöld Frakklands ætla ekki að kalla hermenn sína í Sýrlandi heim að svo stöddu, þar sem ekki er búið að vinna sigur gegn Íslamska ríkinu, eins og Trump hefur haldið fram. Viðræður standa nú yfir milli Bandaríkjanna og Frakklands um framhaldið. Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. Sendinefnd SDF mun fara á fund Emmanuel Macron, forseta Frakklands á morgun og ræða stöðuna í Sýrlandi.Heimildarmaður Reuters innan forsetaembættis Frakklands sagði ljóst að Bandaríkin væru hryggjaliðurinn í bandalaginu gegn ISIS og ákvörðun Trump væri ekki af hinu góða. Þá mun Macron hafa reynt að fá Trump til að skipta um skoðun þegar þær töluðu saman í síma í gær. Fjölmargir aðrir hafa sömuleiðis reynt að snúa forsetanum bandaríska en án árangurs og hefur ákvörðunin verið harðlega gagnrýnd af embættismönnum og þingmönnum í Bandaríkjunum og víðar.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Frakkar hafa mikilla hagsmuna að gæta en ISIS-liðar hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir þar í landi. Hundruð franskra ríkisborgara gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin og telja yfirvöld að enn stafi mikil ógn af þeim. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að mikilvægt sé að verja íbúa norðurhluta Sýrlands og að tryggja stöðugleika svæðisins til að tryggja að hryðjuverkasamtökin nái ekki fótfestu þar á nýjan leik og Bandaríkin verði að taka það með í reikninginn. Þar segir einnig að Frakkar muni tryggja öryggi allra bandamanna bandalagsins á svæðinu og þar á meðal séu sýrlenskir Kúrdar og SDF. Tyrkir hafa hótað því að gera árásir á yfirráðasvæði SDF og segja sýrlenskir Kúrdar að ákvörðun Trump séu svik við þá. Nú í dag höfðu fjölmiðlar í Tyrklandi eftir Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, að Tyrkir hyggðu á árásir gegn Kúrdum. „Nú er talað um að þeir séu að grafa skurði og göng við Manbij [borg við vesturbakka Efrat] og á austurbakka Efrat. Þeir geta grafið göng og skurði ef þeir vilja, þeir geta farið neðanjarðar ef þeir vilja. Þegar þar að kemur verða þeir grafnir í skurðunum sem þeir grófu. Enginn ætti að draga það í efa.“Fyrr í vikunni sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, að her hans gæti hafið árásir á Kúrda hvenær sem er.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent