Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssamtaka fiskeldisfyrirtækja FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fyrir á komandi vorþingi og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2020. Til ársins 2022 munu rekstrarleyfishafar þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kílóið af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og eldi með lokuðum eldisbúnaði. Frá og með 2023 mun upphæðin hækka um helming, það er fimmtán krónur greiðist fyrir kílóið af frjóum laxi en 7,5 krónur á hvert kíló af öðrum tegundum. Ekki er lagt til að gjaldið renni í sérstakan uppbyggingarsjóð á eldissvæðum til uppbyggingar innviða. Í drögunum kemur fram að í upphafi verði gjaldið ákveðið lægra til að koma til móts við fyrirtæki í greininni sem mörg eru nú að byggja upp framleiðslu sína. „Fiskeldi er núna á uppbyggingarskeiði og því fylgir mikil fjárfesting. Mér sýnist í fljótu bragði þarna lagðar til umtalsverðar hækkanir á fiskeldisfyrirtæki og á þessu uppbyggingarstigi verður það að teljast harla óvenjulegt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. „Við höfum sagt að okkur þyki eðlilegt að greinin greiði eðlilegt gjald en við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að það hljóti að gerast eftir að uppbyggingarskeiði lýkur og framleiðsla er komin á skrið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fyrir á komandi vorþingi og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2020. Til ársins 2022 munu rekstrarleyfishafar þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kílóið af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og eldi með lokuðum eldisbúnaði. Frá og með 2023 mun upphæðin hækka um helming, það er fimmtán krónur greiðist fyrir kílóið af frjóum laxi en 7,5 krónur á hvert kíló af öðrum tegundum. Ekki er lagt til að gjaldið renni í sérstakan uppbyggingarsjóð á eldissvæðum til uppbyggingar innviða. Í drögunum kemur fram að í upphafi verði gjaldið ákveðið lægra til að koma til móts við fyrirtæki í greininni sem mörg eru nú að byggja upp framleiðslu sína. „Fiskeldi er núna á uppbyggingarskeiði og því fylgir mikil fjárfesting. Mér sýnist í fljótu bragði þarna lagðar til umtalsverðar hækkanir á fiskeldisfyrirtæki og á þessu uppbyggingarstigi verður það að teljast harla óvenjulegt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. „Við höfum sagt að okkur þyki eðlilegt að greinin greiði eðlilegt gjald en við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að það hljóti að gerast eftir að uppbyggingarskeiði lýkur og framleiðsla er komin á skrið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira