Dúxaði með 9,1 í meðaleinkunn Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2018 11:18 Dúx var Alexandra Líf Arnarsdóttir, með 9,1 í meðaleinkunn. Flensborgarskólinn 72 stúdentar brautskráðust frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði á fimmtudag. Nemendur brautskráðust af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskiptafræði- og opinni námsbraut. Tólf þessara nemenda voru á íþróttaafrekssviði. Dúx var Alexandra Líf Arnarsdóttir, með 9,1 í meðaleinkunn. Kór skólans söng við athöfnina, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Að auki sungu þrjár nýstúdínur tvö lög og fengu leynigest með sér, aðstoðarskólameistarann sjálfan. Í ávörpum sínum lögðu skólameistari og aðstoðarskólameistari áherslu á að stúdentarnir veldu sér ábyrgar og góðar leiðir en jafnframt að þetta unga fólk léti hjartað ráða för.Stúdentahópurinn.FlensborgarskólinnKolbeinn Sveinsson ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta og tilkynnti m.a. að peningum hefði verið safnað til að færa Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Við athöfnina var afhentur styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar en hann hlaut Þorsteinn Kristinsson sem stundar nám í Lundi í Svíþjóð. Þorsteinn Kristinsson stundaði nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði á árunum 2004 til 2008 og útskrifaðist með stúdentspróf á félagsfræði- og náttúrufræðibraut. Síðan þá hefur Þorsteinn lokið BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc námi í Asíufræðum frá Lundarháskóla í Svíþjóð, auk þess að nema kínversku við National Taiwan Normal University í Taívan. Þá hefur Þorsteinn einnig stundað rannsóknir í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands og kom hluti þeirrar vinnu nýlega út í formi bókar um alþjóðastjórnmálafræðikenningar smáríkja þar sem Þorsteinn er meðhöfundur að þremur köflum. Sú bók nefnist Small States and Shelter Theory: Iceland‘s External Affairs og er gefin út af Routledge útgáfunni. Síðustu tvö ár hefur Þorsteinn lagt stund á doktorsnám í alþjóðastjórnmálum við stjórnmálafræðideild Lundarháskóla, með sérstaka áherslu á „rísandi veldi“ í alþjóðakerfinu og svæðissamruna í Austur Asíu. Sem hluta af þeim rannsóknum mun Þorsteinn halda til Taívan í byrjun árs 2019 og dvelja sem gestafræðimaður við National Taiwan University í Taipei. Til þessa verkefnis hlaut hann svokallaðan „Taiwan Fellowship“ frá utanríkisráðuneyti Taívan sem er ætlað að veita erlendu fræðafólki brautargengi til slíkra dvala. Hafnarfjörður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
72 stúdentar brautskráðust frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði á fimmtudag. Nemendur brautskráðust af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskiptafræði- og opinni námsbraut. Tólf þessara nemenda voru á íþróttaafrekssviði. Dúx var Alexandra Líf Arnarsdóttir, með 9,1 í meðaleinkunn. Kór skólans söng við athöfnina, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Að auki sungu þrjár nýstúdínur tvö lög og fengu leynigest með sér, aðstoðarskólameistarann sjálfan. Í ávörpum sínum lögðu skólameistari og aðstoðarskólameistari áherslu á að stúdentarnir veldu sér ábyrgar og góðar leiðir en jafnframt að þetta unga fólk léti hjartað ráða för.Stúdentahópurinn.FlensborgarskólinnKolbeinn Sveinsson ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta og tilkynnti m.a. að peningum hefði verið safnað til að færa Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Við athöfnina var afhentur styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar en hann hlaut Þorsteinn Kristinsson sem stundar nám í Lundi í Svíþjóð. Þorsteinn Kristinsson stundaði nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði á árunum 2004 til 2008 og útskrifaðist með stúdentspróf á félagsfræði- og náttúrufræðibraut. Síðan þá hefur Þorsteinn lokið BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc námi í Asíufræðum frá Lundarháskóla í Svíþjóð, auk þess að nema kínversku við National Taiwan Normal University í Taívan. Þá hefur Þorsteinn einnig stundað rannsóknir í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands og kom hluti þeirrar vinnu nýlega út í formi bókar um alþjóðastjórnmálafræðikenningar smáríkja þar sem Þorsteinn er meðhöfundur að þremur köflum. Sú bók nefnist Small States and Shelter Theory: Iceland‘s External Affairs og er gefin út af Routledge útgáfunni. Síðustu tvö ár hefur Þorsteinn lagt stund á doktorsnám í alþjóðastjórnmálum við stjórnmálafræðideild Lundarháskóla, með sérstaka áherslu á „rísandi veldi“ í alþjóðakerfinu og svæðissamruna í Austur Asíu. Sem hluta af þeim rannsóknum mun Þorsteinn halda til Taívan í byrjun árs 2019 og dvelja sem gestafræðimaður við National Taiwan University í Taipei. Til þessa verkefnis hlaut hann svokallaðan „Taiwan Fellowship“ frá utanríkisráðuneyti Taívan sem er ætlað að veita erlendu fræðafólki brautargengi til slíkra dvala.
Hafnarfjörður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira