Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2018 23:40 Vísir/Elín Margrét Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, krefst þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segi af sér embætti vegna Braggamálsins. Þetta kemur fram í ályktun frá Verði. Þar segir að stjórnin „[fordæmi] þau forkastanlegu vinnubrögð Reykjavíkurborgar sem útlistuð eru í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Nauthólsveg 100“. Stjórn Varðar krefst þess að borgarstjóri „axli fulla ábyrgð á þessu máli og hvetur Vörður hann til að segja af sér embætti“. Innantóm loforð um bætta stjórnunarhætti eða skipan nýrra starfshópa dugi hreinlega ekki í kjölfar þess áfellisdóms sem skýrsla innri endurskoðunar svo sannarlega er, líkt og segir í ályktuninni. „Fyrir liggur að við framkvæmd þessa var brotið gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar, undanþáguheimilda innkauparáðs var ekki aflað, en borginni ber skylda til að afla þeirra. Þá liggur jafnframt fyrir að borgin eyddi mikilvægum gögnum í tengslum við málið, en slík vinnubrögð eru ekki íslensku stjórnvaldi til sóma. Ábyrgð æðstu yfirmanna borgarinnar í máli þessu er bæði algjör og vítaverð, það er því lágmarkskrafa að þeir axli hana af fullri einlægni og stígi til hliðar,“ segir í ályktun stjórnar Varðar.Dagur víki sæti Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, krafðist þess fyrr í dag að hún krefjist þess að borgarstjóri víki úr hópi sem sé ætlað að rýna í niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. „Skýrslan var áfellisdómur yfir borgarstjóra og enginn er dómari í eigin sök,“ segir Hildur sem kveðst sjálf munu segja sig úr hópnum, gangi Dagur ekki að kröfum hennar. Þá sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að borgarstjóri geti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Telji hún rétt að Dagur segi af sér. Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd en raunkostnaður við byggingu nam 425 milljónum króna, en upphafleg kostnaðaráætlun nam 158 milljónir króna. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, krefst þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segi af sér embætti vegna Braggamálsins. Þetta kemur fram í ályktun frá Verði. Þar segir að stjórnin „[fordæmi] þau forkastanlegu vinnubrögð Reykjavíkurborgar sem útlistuð eru í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Nauthólsveg 100“. Stjórn Varðar krefst þess að borgarstjóri „axli fulla ábyrgð á þessu máli og hvetur Vörður hann til að segja af sér embætti“. Innantóm loforð um bætta stjórnunarhætti eða skipan nýrra starfshópa dugi hreinlega ekki í kjölfar þess áfellisdóms sem skýrsla innri endurskoðunar svo sannarlega er, líkt og segir í ályktuninni. „Fyrir liggur að við framkvæmd þessa var brotið gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar, undanþáguheimilda innkauparáðs var ekki aflað, en borginni ber skylda til að afla þeirra. Þá liggur jafnframt fyrir að borgin eyddi mikilvægum gögnum í tengslum við málið, en slík vinnubrögð eru ekki íslensku stjórnvaldi til sóma. Ábyrgð æðstu yfirmanna borgarinnar í máli þessu er bæði algjör og vítaverð, það er því lágmarkskrafa að þeir axli hana af fullri einlægni og stígi til hliðar,“ segir í ályktun stjórnar Varðar.Dagur víki sæti Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, krafðist þess fyrr í dag að hún krefjist þess að borgarstjóri víki úr hópi sem sé ætlað að rýna í niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. „Skýrslan var áfellisdómur yfir borgarstjóra og enginn er dómari í eigin sök,“ segir Hildur sem kveðst sjálf munu segja sig úr hópnum, gangi Dagur ekki að kröfum hennar. Þá sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að borgarstjóri geti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Telji hún rétt að Dagur segi af sér. Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd en raunkostnaður við byggingu nam 425 milljónum króna, en upphafleg kostnaðaráætlun nam 158 milljónir króna.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03