Heimdallur segir braggaskýrsluna vera áfellisdóm yfir borgarstjóra Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 21:03 Nýkjörin stjórn Heimdallar. Facebook/Heimdallur Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, birtu í kvöld yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem þau fordæma vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík í ljósi nýrrar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið. Þau segja borgarstjóra hafa alvarlega vanrækt skyldur sínar og segja skýrsluna vera áfellisdóm yfir vinnubrögð hans. „Borgarstjóri hefur alvarlega vanrækt skyldur sínar en unnið er að fjórum skýrslum til viðbótar á málum þar sem farið hefur verið gríðarlega fram úr fjárhagsáætlunum. Innri endurskoðun skilaði úttekt á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar árið 2015, henni fylgdu 30 ábendingar og tillögur að úrbótum en flestum þeirra var ekki sinnt,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að tortryggilegt sé að tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, hafi verið eytt við starfslok hans og það gefi sterklega til kynna að reynt hafi verið að „sópa málinu undir teppið“ og slík vinnubrögð eiga ekki að líðast í íslensku samfélagi. Styðja ákvörðun Hildar Heimdallur lýsir einnig fullum stuðningi við ákvörðun Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa að víkja úr starfshópi um niðurstöður skýrslunnar geri borgarstjóri það ekki sjálfur en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hildur það vera óeðlilegt að hann fari sjálfur yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar,“ sagði Hildur. Að lokum hvetur Heimdallur aðrar grasrótir og stjórnir í öðrum flokkum til þess að taka afstöðu í málinu burtséð frá því hvort flokkurinn sé í meiri- eða minnihluta. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41 Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31 Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, birtu í kvöld yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem þau fordæma vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík í ljósi nýrrar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið. Þau segja borgarstjóra hafa alvarlega vanrækt skyldur sínar og segja skýrsluna vera áfellisdóm yfir vinnubrögð hans. „Borgarstjóri hefur alvarlega vanrækt skyldur sínar en unnið er að fjórum skýrslum til viðbótar á málum þar sem farið hefur verið gríðarlega fram úr fjárhagsáætlunum. Innri endurskoðun skilaði úttekt á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar árið 2015, henni fylgdu 30 ábendingar og tillögur að úrbótum en flestum þeirra var ekki sinnt,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að tortryggilegt sé að tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, hafi verið eytt við starfslok hans og það gefi sterklega til kynna að reynt hafi verið að „sópa málinu undir teppið“ og slík vinnubrögð eiga ekki að líðast í íslensku samfélagi. Styðja ákvörðun Hildar Heimdallur lýsir einnig fullum stuðningi við ákvörðun Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa að víkja úr starfshópi um niðurstöður skýrslunnar geri borgarstjóri það ekki sjálfur en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hildur það vera óeðlilegt að hann fari sjálfur yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar,“ sagði Hildur. Að lokum hvetur Heimdallur aðrar grasrótir og stjórnir í öðrum flokkum til þess að taka afstöðu í málinu burtséð frá því hvort flokkurinn sé í meiri- eða minnihluta.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41 Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31 Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41
Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31
Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40