Flóttakonur fá mismunandi aðstoð eftir búsetu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2018 21:16 Flóttakonur eiga erfitt með að fóta sig hér á landi og fá mismunandi aðstoð eftir því hvaða sveitarfélagi þær búa í. Rannsókn Starfsgreinasambandsins á stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði leiðir í ljós að halda þurfi mun betur utan um þennan hóp.Þegar #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna litu dagsins ljós var ljóst að þær eru meðal hinna valdaminnstu á vinnumarkaði. Í kjölfar frásagnanna lét Starfsgreinasambandið gera rannsókn á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvernig hægt er að veita þeim stuðning. Rætt var við konur frá Póllandi, Taílandi, Filippseyjum og Sýrlandi. Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri segir að þær sem hafa náð að fóta sig síst eru þær frá Sýrlandi. Hún segir að þar hafi lítil enskukunnátta og tölvukunnátta skipt máli. „Ein þeirra talaði um að hún var að leita sér að starfi og hún gerði eins og maður gerði í gamla daga – fór á milli staða og spurði atvinnurekendur hvort þeir væru með laust starf.“ Hún bendir á að staða kvennanna sé mjög misjöfn við komuna til landsins. Þær sem eiga íslenskan maka standa oftast betur. Pólsku konurnar sögðust nýta sér trúnaðarmann á vinnustaðnum sínum til að aðstoða sig í daglegu lífi, en niðurstöðurnar leiða í ljós að stéttarfélögin þurfa að standa þétt við bakið á þeim. Flestum fannst þær ná að fóta sig ágætlega en sýrlensku konurnar, sem komu til Íslands sem flóttakonur, eiga erfitt uppdráttar. Rannveig segir að flóttamannaverkefnin séu mismunandi upp byggð milli sveitarfélaga. Þannig telji sumar konurnar að aðrar í öðrum sveitarfélögum hafi fengið meiri þjónustu. Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Flóttakonur eiga erfitt með að fóta sig hér á landi og fá mismunandi aðstoð eftir því hvaða sveitarfélagi þær búa í. Rannsókn Starfsgreinasambandsins á stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði leiðir í ljós að halda þurfi mun betur utan um þennan hóp.Þegar #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna litu dagsins ljós var ljóst að þær eru meðal hinna valdaminnstu á vinnumarkaði. Í kjölfar frásagnanna lét Starfsgreinasambandið gera rannsókn á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvernig hægt er að veita þeim stuðning. Rætt var við konur frá Póllandi, Taílandi, Filippseyjum og Sýrlandi. Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri segir að þær sem hafa náð að fóta sig síst eru þær frá Sýrlandi. Hún segir að þar hafi lítil enskukunnátta og tölvukunnátta skipt máli. „Ein þeirra talaði um að hún var að leita sér að starfi og hún gerði eins og maður gerði í gamla daga – fór á milli staða og spurði atvinnurekendur hvort þeir væru með laust starf.“ Hún bendir á að staða kvennanna sé mjög misjöfn við komuna til landsins. Þær sem eiga íslenskan maka standa oftast betur. Pólsku konurnar sögðust nýta sér trúnaðarmann á vinnustaðnum sínum til að aðstoða sig í daglegu lífi, en niðurstöðurnar leiða í ljós að stéttarfélögin þurfa að standa þétt við bakið á þeim. Flestum fannst þær ná að fóta sig ágætlega en sýrlensku konurnar, sem komu til Íslands sem flóttakonur, eiga erfitt uppdráttar. Rannveig segir að flóttamannaverkefnin séu mismunandi upp byggð milli sveitarfélaga. Þannig telji sumar konurnar að aðrar í öðrum sveitarfélögum hafi fengið meiri þjónustu.
Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira