„Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 22:15 Vigdís er ekki sátt með skrif Jóns Gnarr. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, svarar Facebook-færslu Jóns Gnarr á síðu sinni í kvöld þar sem hún sakar hann um kvenfyrirlitningu og vísar hún þar í orð hans þar sem hann dregur í efa að einhver hafi áhuga á því að heyra hvað henni finnst. Hún segir ástæðuna vera að hún tilheyri ekki réttum flokki og sé ekki hluti af „góða fólkinu“. „Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr og kvenfyrirlitninguna í orðum hans sem snúa að mér - þegar hann undrast að Ríkisútvarpið hafi tekið við mig viðtal: „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í því hvað henni finnst?“. Jón Gnarr telur augsýnilega að oddviti stjórnmálaflokks í borgarstjórn - og fyrrverandi alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis - eigi ekki að komast að í fréttum RÚV af því hann tilheyrir ekki réttum flokki - er ekki hluti af góða fólkinu og er þar að auki kona.“ Hún segir Jón vera pirraðan vegna þess að kallað sé eftir því að borgarstjóri „vinstri manna“ axli ábyrgð vegna braggamálsins svokallaða og öllu því „rugli sem viðgengst fyrir allra augum undir hans stjórn“. „Hann er auðvitað vanur hinni óskráðu reglu margra fjölmiðla að gagnrýna bara stjórnmálamenn sumra flokka – en láta aðra alveg í friði,“ skrifar Vigdís.Ætlar að halda sínu striki fyrir fólkið í borginni Vigdís gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóns að ástæða framúrkeyrslu verkefna Reykjavíkurborgar sé kerfislægur vandi sem hvorki Jón, sem fyrrum borgarstjóri, og núverandi borgarstjóri ráði ekkert við. Hún segir meirihlutan í borgarstjórn hafa fengið frítt spil í störfum sínum árabil og fengið sínu fram fjarri smásjá fjölmiðla og meirihlutans. „Sá tími er liðinn,“ bætir Vigdís við. „Það er ekki skrítið að þeir félagar Dagur og Jón séu óhressir með það - en þeir mega vera vissur um að sú sem þetta ritar ætlar að halda sínu striki ótrauð - með heilbrigða gagnrýni og almannahagsmuni að leiðarljósi - í þágu fólksins í borginni - því það á svo miklu betra skilið.“Segir offramboð af skoðunum Jóns Í færslu Jóns í dag kemur hann Degi B. Eggertssyni til varnar og gagnrýnir meðal annars hvernig margir hafa talað um veikindi hans. Vigdís segir veikindi Dags ekki vera afsökun fyrir því að sleppa því að ræða um borgarmálin og segir Jón sjálfan hafa „hamast á pólitískum andstæðingum“. „Af skoðunum Jóns Gnarr hefur um langt skeið verið meira framboð en eftirspurn. Hann hefur verið kvartsár undan umræðu í sinn garð - milli þess sem hann hamast á pólitískum andstæðingum og fargar málverkum sem hann hafði með sér heim í óleyfi af borgarstjórnarkontórnum.“ Að lokum segist Vigdís aldrei hafa talað um Dag né Hrólf Jónsson, fyrrum skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, sem vonda menn. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, svarar Facebook-færslu Jóns Gnarr á síðu sinni í kvöld þar sem hún sakar hann um kvenfyrirlitningu og vísar hún þar í orð hans þar sem hann dregur í efa að einhver hafi áhuga á því að heyra hvað henni finnst. Hún segir ástæðuna vera að hún tilheyri ekki réttum flokki og sé ekki hluti af „góða fólkinu“. „Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr og kvenfyrirlitninguna í orðum hans sem snúa að mér - þegar hann undrast að Ríkisútvarpið hafi tekið við mig viðtal: „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í því hvað henni finnst?“. Jón Gnarr telur augsýnilega að oddviti stjórnmálaflokks í borgarstjórn - og fyrrverandi alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis - eigi ekki að komast að í fréttum RÚV af því hann tilheyrir ekki réttum flokki - er ekki hluti af góða fólkinu og er þar að auki kona.“ Hún segir Jón vera pirraðan vegna þess að kallað sé eftir því að borgarstjóri „vinstri manna“ axli ábyrgð vegna braggamálsins svokallaða og öllu því „rugli sem viðgengst fyrir allra augum undir hans stjórn“. „Hann er auðvitað vanur hinni óskráðu reglu margra fjölmiðla að gagnrýna bara stjórnmálamenn sumra flokka – en láta aðra alveg í friði,“ skrifar Vigdís.Ætlar að halda sínu striki fyrir fólkið í borginni Vigdís gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóns að ástæða framúrkeyrslu verkefna Reykjavíkurborgar sé kerfislægur vandi sem hvorki Jón, sem fyrrum borgarstjóri, og núverandi borgarstjóri ráði ekkert við. Hún segir meirihlutan í borgarstjórn hafa fengið frítt spil í störfum sínum árabil og fengið sínu fram fjarri smásjá fjölmiðla og meirihlutans. „Sá tími er liðinn,“ bætir Vigdís við. „Það er ekki skrítið að þeir félagar Dagur og Jón séu óhressir með það - en þeir mega vera vissur um að sú sem þetta ritar ætlar að halda sínu striki ótrauð - með heilbrigða gagnrýni og almannahagsmuni að leiðarljósi - í þágu fólksins í borginni - því það á svo miklu betra skilið.“Segir offramboð af skoðunum Jóns Í færslu Jóns í dag kemur hann Degi B. Eggertssyni til varnar og gagnrýnir meðal annars hvernig margir hafa talað um veikindi hans. Vigdís segir veikindi Dags ekki vera afsökun fyrir því að sleppa því að ræða um borgarmálin og segir Jón sjálfan hafa „hamast á pólitískum andstæðingum“. „Af skoðunum Jóns Gnarr hefur um langt skeið verið meira framboð en eftirspurn. Hann hefur verið kvartsár undan umræðu í sinn garð - milli þess sem hann hamast á pólitískum andstæðingum og fargar málverkum sem hann hafði með sér heim í óleyfi af borgarstjórnarkontórnum.“ Að lokum segist Vigdís aldrei hafa talað um Dag né Hrólf Jónsson, fyrrum skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, sem vonda menn.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43