Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 08:58 Forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem vildu vita um ferðir jólasveinsins í gær. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði sjö ára gamlan dreng sem hringdi í Hvíta húsið hvort hann tryði enn á jólasveininn í gær. Forsetanum virtist finnast það á mörkunum að drengur á hans aldri tryði ennþá. Uppákoman átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Allt virtist ganga vel í fyrstu þegar drengur að nafni Coleman náði inn. Trump forseti spurði hann hversu gamall hann væri og hvernig honum gengi í skólanum áður en gamanið kárnaði. „Trúir þú ennþá á jólasveininn? Vegna þess að á sjö ára aldri er það á mörkunum, er það ekki?“ sagði Bandaríkjaforseti við drenginn. Engum sögum fer af viðbrögðum Coleman, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Myndband af atvikinu hefur farið víða um samfélagsmiðla og netið þar sem margir hafa deilt á forsetann fyrir að ýja að því við ungan dreng að jólasveinninn sé ekki til.Donald Trump, answering phone call from 7-year-old on Christmas Eve: "Are you still a believer in Santa? Because at seven it's marginal, right?" pic.twitter.com/VHexvFSbQ1— The Daily Beast (@thedailybeast) December 25, 2018 Bandaríkin Donald Trump Jól Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði sjö ára gamlan dreng sem hringdi í Hvíta húsið hvort hann tryði enn á jólasveininn í gær. Forsetanum virtist finnast það á mörkunum að drengur á hans aldri tryði ennþá. Uppákoman átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Allt virtist ganga vel í fyrstu þegar drengur að nafni Coleman náði inn. Trump forseti spurði hann hversu gamall hann væri og hvernig honum gengi í skólanum áður en gamanið kárnaði. „Trúir þú ennþá á jólasveininn? Vegna þess að á sjö ára aldri er það á mörkunum, er það ekki?“ sagði Bandaríkjaforseti við drenginn. Engum sögum fer af viðbrögðum Coleman, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Myndband af atvikinu hefur farið víða um samfélagsmiðla og netið þar sem margir hafa deilt á forsetann fyrir að ýja að því við ungan dreng að jólasveinninn sé ekki til.Donald Trump, answering phone call from 7-year-old on Christmas Eve: "Are you still a believer in Santa? Because at seven it's marginal, right?" pic.twitter.com/VHexvFSbQ1— The Daily Beast (@thedailybeast) December 25, 2018
Bandaríkin Donald Trump Jól Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira