Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sylvía Hall skrifar 25. desember 2018 15:12 Fyrirtæki glöddu starfsmenn sína um jólin. Getty/Andrea Obzerova Nú þegar jólahátíðin er gengin í garð gleðja mörg fyrirtæki starfsmenn sína og eru jólagjafirnar margvíslegar. Algengt var að starfsmenn fengu matarkörfur fyrir jólin, sumir fengu eitthvað í búið og þá voru gjafakortin einstaklega vinsæl í ár. Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér fyrir neðan: Gjafakort og inneignir vinsælar gjafir Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og frídag í jólapakkanum í ár. Samherji gaf 200 þúsund krónur í jólabónus og veglega matarkörfu með því. Starfsfólk Costco fékk 3500 króna gjafabréf sem rennur út í febrúar næstkomandi og Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í kringluna. Þá voru gjafabréfin vinsæl hjá bönkunum í ár en starfsfólk Íslandsbanka fékk 35 þúsund króna gjafabréf í Epal, Landsbankinn gaf 50 þúsund króna gjafabréf í Líf og List og starfsfólk Arion banka fór heim með Le Creuset pott og gjafabréf. Starfsfólk Reykjavíkurborgar fengu gjafabréf í Borgarleikhúsið, starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar 10 þúsund króna gjafabréf og starfsfólk Kópavogsbæjar fengu 10 þúsund króna gjafabréf frá 66° Norður. Reykjanesbær gaf starfsfólki sínu sundkort og 5 þúsund króna gjafabréf frá Landsbankanum. Íslensk erfðagreining gaf 80 þúsund krónur og bók fyrir hátíðirnar, Eimskip gaf starfsfólki sínu 35 þúsund krónur og súkkulaði og B&L gaf gjafakort upp á 50 þúsund krónur. Starfsmenn Skeljungs fengu kaffipakka ásamt 70 þúsund króna inneign hjá Heimkaupum. Þá fékk starfsfólk BSRB 65 þúsund króna gjafakort, starfsfólk Mannvits 50 þúsund króna gjafakort og starfsfólk Isavia 15 þúsund króna gjafakort og óróa frá Líf og List til þess að skreyta fyrir hátíðirnar. Matarkörfur fyrir jólin á mörgum heimilum Ansi margir voru gladdir með matarkörfum í ár en Alcoa Fjarðarál gaf starfsfólki sínu gjafakassa með mat og konfekti. RÚV gaf starfsfólki sínu gjafakörfu úr Frú Laugu með ýmsu matarkyns. Starfsfólk Frjálsrar fjölmiðlunar fékk gjafakörfu með mat sem og starfsfólk Ölgerðarinnar sem fór í fríið með gjafapoka sem innihélt mat, drykki og konfekt. Strætó gaf matar- og gjafakörfu frá Norðlenska og Ásbirni Ólafssyni sem innihélt hrygg, paté og fleiri matvörur ásamt iittala skálum og servíettum. Shake & Pizza gaf öllu starfsfólki hamborgarhrygg, skinku og eldstafi og Pósturinn gaf gjafakörfu með mat og konfekti sem innihélt meðal annars lambalæri, hamborgarhrygg og konfekt. Þar að auki fengu starfsmenn Póstsins 6 þúsund króna gjafakort upp í nótt á hótelum Icelandair eða á Vox. Starfsfólk IKEA hafði úr nokkru að velja en í ár stóð til boða að velja milli þriggja gjafakarfa með kjötvörum, vegankörfu frá Gló eða gjafabréf í 66° Norður. Norðurál fékk gjafakörfu frá SS sem innihélt meðal annars lambalæri, hamborgarhrygg og grafið kindainnlæri ásamt konfekti. Leikhúsmiðar, hátalarar og frídagar Origo gaf starfsfólki sínu Bose snjallhátalara í ár en þeir sem áttu slíkan grip fyrir máttu skipta honum út fyrir gjafabréf í verslun Origo eða fá 35 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður í staðinn. HB Grandi gaf einnig Bose hátalara ásamt 35 þúsund króna gjafakorti frá Íslandsbanka og starfsfólk Háskóla Íslands fékk gjafabréf í Þjóðleikhúsið og tvo frídaga. Landspítalinn gaf starfsfólki sínu 8 þúsund króna inneign í Icewear, starfsfólk Borgarleikhússins fékk bakpoka frá 66° Norður og gjafabréf í búðina og Sjóvá gaf tösku og jakka frá Zo-on. Starfsfólk Morgunblaðsins fékk 30 þúsund króna inneign hjá 66° Norður og starfsfólk Sýnar fékk val á milli Apple airpods heyrnatóla, ferðatösku úr Pennanum og 35 þúsund króna gjafabréfs í Zo-on. Íslenska lögfræðistofan gefur starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort frá Arion banka og út að borða fyrir tvo, starfsfólk Hugsmiðjunnar fékk áfengi og 20 þúsund króna gjafakort og starfsfólk Dominos fékk að velja á milli þriggja gjafa sem keyptar voru hérlendis. Starfsfólk Samkaupa fékk gjafakort í búðum Samkaupa.Starfsmenn Ueno fengu 300 þúsund krónur í jólabónus auk 25 þúsund króna inneignar hjá Airbnb. Þá fengu fullráðnir starfsmenn Hagkaupa 6000 króna gjafakort í Hagkaupum og hlutastarfsmenn Ferrero Rocher konfektkassa. Starfsfólk hjá Össur fékk fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna og auk þess frí hálfan dag á aðfangadag og gamlársdag.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta. Jól Jólagjafir fyrirtækja Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Nú þegar jólahátíðin er gengin í garð gleðja mörg fyrirtæki starfsmenn sína og eru jólagjafirnar margvíslegar. Algengt var að starfsmenn fengu matarkörfur fyrir jólin, sumir fengu eitthvað í búið og þá voru gjafakortin einstaklega vinsæl í ár. Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér fyrir neðan: Gjafakort og inneignir vinsælar gjafir Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og frídag í jólapakkanum í ár. Samherji gaf 200 þúsund krónur í jólabónus og veglega matarkörfu með því. Starfsfólk Costco fékk 3500 króna gjafabréf sem rennur út í febrúar næstkomandi og Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í kringluna. Þá voru gjafabréfin vinsæl hjá bönkunum í ár en starfsfólk Íslandsbanka fékk 35 þúsund króna gjafabréf í Epal, Landsbankinn gaf 50 þúsund króna gjafabréf í Líf og List og starfsfólk Arion banka fór heim með Le Creuset pott og gjafabréf. Starfsfólk Reykjavíkurborgar fengu gjafabréf í Borgarleikhúsið, starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar 10 þúsund króna gjafabréf og starfsfólk Kópavogsbæjar fengu 10 þúsund króna gjafabréf frá 66° Norður. Reykjanesbær gaf starfsfólki sínu sundkort og 5 þúsund króna gjafabréf frá Landsbankanum. Íslensk erfðagreining gaf 80 þúsund krónur og bók fyrir hátíðirnar, Eimskip gaf starfsfólki sínu 35 þúsund krónur og súkkulaði og B&L gaf gjafakort upp á 50 þúsund krónur. Starfsmenn Skeljungs fengu kaffipakka ásamt 70 þúsund króna inneign hjá Heimkaupum. Þá fékk starfsfólk BSRB 65 þúsund króna gjafakort, starfsfólk Mannvits 50 þúsund króna gjafakort og starfsfólk Isavia 15 þúsund króna gjafakort og óróa frá Líf og List til þess að skreyta fyrir hátíðirnar. Matarkörfur fyrir jólin á mörgum heimilum Ansi margir voru gladdir með matarkörfum í ár en Alcoa Fjarðarál gaf starfsfólki sínu gjafakassa með mat og konfekti. RÚV gaf starfsfólki sínu gjafakörfu úr Frú Laugu með ýmsu matarkyns. Starfsfólk Frjálsrar fjölmiðlunar fékk gjafakörfu með mat sem og starfsfólk Ölgerðarinnar sem fór í fríið með gjafapoka sem innihélt mat, drykki og konfekt. Strætó gaf matar- og gjafakörfu frá Norðlenska og Ásbirni Ólafssyni sem innihélt hrygg, paté og fleiri matvörur ásamt iittala skálum og servíettum. Shake & Pizza gaf öllu starfsfólki hamborgarhrygg, skinku og eldstafi og Pósturinn gaf gjafakörfu með mat og konfekti sem innihélt meðal annars lambalæri, hamborgarhrygg og konfekt. Þar að auki fengu starfsmenn Póstsins 6 þúsund króna gjafakort upp í nótt á hótelum Icelandair eða á Vox. Starfsfólk IKEA hafði úr nokkru að velja en í ár stóð til boða að velja milli þriggja gjafakarfa með kjötvörum, vegankörfu frá Gló eða gjafabréf í 66° Norður. Norðurál fékk gjafakörfu frá SS sem innihélt meðal annars lambalæri, hamborgarhrygg og grafið kindainnlæri ásamt konfekti. Leikhúsmiðar, hátalarar og frídagar Origo gaf starfsfólki sínu Bose snjallhátalara í ár en þeir sem áttu slíkan grip fyrir máttu skipta honum út fyrir gjafabréf í verslun Origo eða fá 35 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður í staðinn. HB Grandi gaf einnig Bose hátalara ásamt 35 þúsund króna gjafakorti frá Íslandsbanka og starfsfólk Háskóla Íslands fékk gjafabréf í Þjóðleikhúsið og tvo frídaga. Landspítalinn gaf starfsfólki sínu 8 þúsund króna inneign í Icewear, starfsfólk Borgarleikhússins fékk bakpoka frá 66° Norður og gjafabréf í búðina og Sjóvá gaf tösku og jakka frá Zo-on. Starfsfólk Morgunblaðsins fékk 30 þúsund króna inneign hjá 66° Norður og starfsfólk Sýnar fékk val á milli Apple airpods heyrnatóla, ferðatösku úr Pennanum og 35 þúsund króna gjafabréfs í Zo-on. Íslenska lögfræðistofan gefur starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort frá Arion banka og út að borða fyrir tvo, starfsfólk Hugsmiðjunnar fékk áfengi og 20 þúsund króna gjafakort og starfsfólk Dominos fékk að velja á milli þriggja gjafa sem keyptar voru hérlendis. Starfsfólk Samkaupa fékk gjafakort í búðum Samkaupa.Starfsmenn Ueno fengu 300 þúsund krónur í jólabónus auk 25 þúsund króna inneignar hjá Airbnb. Þá fengu fullráðnir starfsmenn Hagkaupa 6000 króna gjafakort í Hagkaupum og hlutastarfsmenn Ferrero Rocher konfektkassa. Starfsfólk hjá Össur fékk fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna og auk þess frí hálfan dag á aðfangadag og gamlársdag.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira