Setti smákökur í gluggann fyrir jólasveininn eftir símtalið við Trump Sylvía Hall skrifar 26. desember 2018 08:58 Símtalið sem komst í heimsfréttirnar. Vísir/Getty Collman Lloyd, sjö ára stúlka sem hringdi í Hvíta húsið á aðfangadag, komst í heimsfréttirnar á dögunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Í fyrstu var talið að Collman litla væri drengur að nafninu Coleman en nú hefur fjölskylda stúlkunnar birt myndband af símtalinu frá sinni hlið á YouTube þar sem má sjá stúlkuna og forsetann ræða saman. Sjá einnig: Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ Atvikið átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Í símtalinu við Collman spurði Trump stúlkuna hversu gömul hún væri og hvernig gengi í skólanum áður en hann spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Þegar hún svaraði játandi sagði hann það vera á „mörkunum“ við þennan aldur. Að sögn Collman hafði hún aldrei heyrt orðið „marginal“ sem forsetinn notaði, sem mætti þýða sem „á mörkunum“. Hún lét símtalið þó ekki á sig fá og skildi eftir smákökur og súkkulaðimjólk út í glugga fyrir jólasveininn ásamt systkinum sínum. Morguninn eftir var maturinn farinn og gjafir komnar undir tréð og því ólíklegt að orð forsetans hafi dregið úr jólasveinatrú litlu stúlkunnar þessi jólin. Bandaríkin Donald Trump Jól Tengdar fréttir Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58 Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Collman Lloyd, sjö ára stúlka sem hringdi í Hvíta húsið á aðfangadag, komst í heimsfréttirnar á dögunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Í fyrstu var talið að Collman litla væri drengur að nafninu Coleman en nú hefur fjölskylda stúlkunnar birt myndband af símtalinu frá sinni hlið á YouTube þar sem má sjá stúlkuna og forsetann ræða saman. Sjá einnig: Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ Atvikið átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Í símtalinu við Collman spurði Trump stúlkuna hversu gömul hún væri og hvernig gengi í skólanum áður en hann spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Þegar hún svaraði játandi sagði hann það vera á „mörkunum“ við þennan aldur. Að sögn Collman hafði hún aldrei heyrt orðið „marginal“ sem forsetinn notaði, sem mætti þýða sem „á mörkunum“. Hún lét símtalið þó ekki á sig fá og skildi eftir smákökur og súkkulaðimjólk út í glugga fyrir jólasveininn ásamt systkinum sínum. Morguninn eftir var maturinn farinn og gjafir komnar undir tréð og því ólíklegt að orð forsetans hafi dregið úr jólasveinatrú litlu stúlkunnar þessi jólin.
Bandaríkin Donald Trump Jól Tengdar fréttir Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58 Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58
Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53
Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila