Neyðast til að hafna sjálfboðaliðum ár eftir ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. desember 2018 09:00 Ingvi Kristinn ræddi við fréttamann Stöðvar 2 á aðfangadag þegar undirbúningur var í fullum gangi. Vísir Hjálpræðisherinn glímir við það lúxusvandamál ár hvert að færri sjálfboðaliðar komast að en vilja í jólagleði á aðfangadag. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins, segist þurfa að afþakka aðstoð fjölmargra sem vilja aðstoða við veisluhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta eru örugglega einhverjir tugir,“ segir Ingvi Kristinn. Blaðamaður þekkir til karlmanns um fertugt sem var barnlaus um jólin, foreldrarnir í útlöndum og jólin í ákveðnu uppnámi. Hann ákvað viku fyrir jól að bjóða fram krafta sína hjá Hjálpræðishernum og kom í opna skjöldu þegar þeir kraftar voru afþakkaðir. Ingvi Kristinn útskýrir að fólk hafi samband alveg fram á aðfangadag að bjóða fram aðstoð sína. Hjálpræðisherinn hafi undanfarin ár búið svo vel að sjálfboðaliðum, sumum sem koma ár eftir ár, að umframboð hefur verið af fólki til að aðstoða þá sem þiggja jólamatinn.Linda Sjöfn Jónsdóttir er meðal þeirra sem vinnur sjálfboðaliðastarf fyrir Hjálpræðisherinn.„Án þessa flotta fólks gætum við ekki gert þetta,“ segir Ingvi. Einn hafi hringt á aðfangadag og boðist til að greiða leigubílakostnað gesta. „Það boð kom bara aðeins of seint. Við vorum ekki með heimilisföng hjá fólkinu til að geta sótt það,“ segir Ingvi Kristinn. Sú aðstoð verði svo sannarlega þegin bjóðist hún að ári. Fjórða árið í röð var hátíðarkvöldverður í Ráðhúsi Reykjavíkur. 260 skráðu sig og 220-230 mættu.Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.„Það kemur alltaf aðeins færra fólk fyrir utan fyrir þremur árum þegar var algjör sprenging og það mættu 300 manns. En það reddaðist samt,“ segir Ingvi Kristinn. Hann er heilt yfir ánægður með hvernig til tókst. „Fyrir utan að eftirrétturinn skemmdist í frystinum, það var mjög sorglegt. Frystirinn bara hætti að frysta svo ísinn var ónýtur þegar átti að sækja hann til að bera fram.“ Gestirnir hafi þó tekið því af ró enda vant því að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. „Þetta fólk kann betur að taka á móti því en við hin sem erum vön að fá allt upp í hendurnar.“ Allir hafi gengið út í aðfangadagskvöld með jólagjafir og gleði í hjarta. Hjálparstarf Jól Tengdar fréttir Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Hjálpræðisherinn glímir við það lúxusvandamál ár hvert að færri sjálfboðaliðar komast að en vilja í jólagleði á aðfangadag. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins, segist þurfa að afþakka aðstoð fjölmargra sem vilja aðstoða við veisluhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta eru örugglega einhverjir tugir,“ segir Ingvi Kristinn. Blaðamaður þekkir til karlmanns um fertugt sem var barnlaus um jólin, foreldrarnir í útlöndum og jólin í ákveðnu uppnámi. Hann ákvað viku fyrir jól að bjóða fram krafta sína hjá Hjálpræðishernum og kom í opna skjöldu þegar þeir kraftar voru afþakkaðir. Ingvi Kristinn útskýrir að fólk hafi samband alveg fram á aðfangadag að bjóða fram aðstoð sína. Hjálpræðisherinn hafi undanfarin ár búið svo vel að sjálfboðaliðum, sumum sem koma ár eftir ár, að umframboð hefur verið af fólki til að aðstoða þá sem þiggja jólamatinn.Linda Sjöfn Jónsdóttir er meðal þeirra sem vinnur sjálfboðaliðastarf fyrir Hjálpræðisherinn.„Án þessa flotta fólks gætum við ekki gert þetta,“ segir Ingvi. Einn hafi hringt á aðfangadag og boðist til að greiða leigubílakostnað gesta. „Það boð kom bara aðeins of seint. Við vorum ekki með heimilisföng hjá fólkinu til að geta sótt það,“ segir Ingvi Kristinn. Sú aðstoð verði svo sannarlega þegin bjóðist hún að ári. Fjórða árið í röð var hátíðarkvöldverður í Ráðhúsi Reykjavíkur. 260 skráðu sig og 220-230 mættu.Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.„Það kemur alltaf aðeins færra fólk fyrir utan fyrir þremur árum þegar var algjör sprenging og það mættu 300 manns. En það reddaðist samt,“ segir Ingvi Kristinn. Hann er heilt yfir ánægður með hvernig til tókst. „Fyrir utan að eftirrétturinn skemmdist í frystinum, það var mjög sorglegt. Frystirinn bara hætti að frysta svo ísinn var ónýtur þegar átti að sækja hann til að bera fram.“ Gestirnir hafi þó tekið því af ró enda vant því að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. „Þetta fólk kann betur að taka á móti því en við hin sem erum vön að fá allt upp í hendurnar.“ Allir hafi gengið út í aðfangadagskvöld með jólagjafir og gleði í hjarta.
Hjálparstarf Jól Tengdar fréttir Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15