Eðlilegar skýringar á minnkandi útgáfu vegabréfa Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. desember 2018 08:00 Á sumrin myndast oft langar raðir eftir afgreiðslu vegabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í nóvembermánuði voru gefin út 1.455 íslensk vegabréf en til samanburðar voru þau 2.576 í nóvember á síðasta ári. Er um að ræða 43,5 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Sé litið til þróunarinnar frá 2011 eru nýliðnir september, október og nóvember þrír minnstu mánuðirnir þegar kemur að fjölda útgefinna vegabréfa. Að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, setts sviðsstjóra Þjóðskrársviðs, á þessi fækkun sér eðlilegar skýringar. „Meginástæðan fyrir þessari minnkun undanfarið er sú að nýlega voru fimm ár síðan gildistíma vegabréfa var breytt úr fimm árum í tíu. Samkvæmt þessu er endurnýjunarþörfin að klárast. Við vitum þörfina og getum áætlað hana fram í tímann.“ Júlía segir einnig að fleiri kjósi að vera fyrr í því en áður að endurnýja vegabréf sín. „Það er á ákveðnum stöðum erlendis farið að gera kröfur um lengri gildistíma. Þannig að fleiri eru farnir að koma og endurnýja vegabréf sín þótt það sé jafnvel ár eftir af gildistímanum. Fólk er líka farið að ferðast lengra þannig að það skiptir máli að vera með vegabréf með gildistíma sem nær mun lengra en dvalartíminn.“ Útgáfa vegabréfa sveiflast nokkuð jafnt eftir árstíðum en flest eru gefin út á tímabilinu frá maí til júlí. „Ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni hefur auðvitað líka áhrif. Það varð til að mynda eðlilega fall í útgáfu vegabréfa 2009. Svo varð ákveðin holskefla í kringum EM 2016 en þá fóru áætlanir aðeins úr skorðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Í nóvembermánuði voru gefin út 1.455 íslensk vegabréf en til samanburðar voru þau 2.576 í nóvember á síðasta ári. Er um að ræða 43,5 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Sé litið til þróunarinnar frá 2011 eru nýliðnir september, október og nóvember þrír minnstu mánuðirnir þegar kemur að fjölda útgefinna vegabréfa. Að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, setts sviðsstjóra Þjóðskrársviðs, á þessi fækkun sér eðlilegar skýringar. „Meginástæðan fyrir þessari minnkun undanfarið er sú að nýlega voru fimm ár síðan gildistíma vegabréfa var breytt úr fimm árum í tíu. Samkvæmt þessu er endurnýjunarþörfin að klárast. Við vitum þörfina og getum áætlað hana fram í tímann.“ Júlía segir einnig að fleiri kjósi að vera fyrr í því en áður að endurnýja vegabréf sín. „Það er á ákveðnum stöðum erlendis farið að gera kröfur um lengri gildistíma. Þannig að fleiri eru farnir að koma og endurnýja vegabréf sín þótt það sé jafnvel ár eftir af gildistímanum. Fólk er líka farið að ferðast lengra þannig að það skiptir máli að vera með vegabréf með gildistíma sem nær mun lengra en dvalartíminn.“ Útgáfa vegabréfa sveiflast nokkuð jafnt eftir árstíðum en flest eru gefin út á tímabilinu frá maí til júlí. „Ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni hefur auðvitað líka áhrif. Það varð til að mynda eðlilega fall í útgáfu vegabréfa 2009. Svo varð ákveðin holskefla í kringum EM 2016 en þá fóru áætlanir aðeins úr skorðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira