Fiskikóngurinn telur sig hafa fengið nál í melónu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2018 11:57 Kristján Berg Ásgeirsson, Fiskikóngurinn, sést hér haldandi á skötu - en umrædd melóna var einmitt keypt á Þorláksmessu. Fréttablaðið/stefán Kristján Berg Ásgeirsson segist hafa brugðið þegar hann fann það sem hann telur vera nál í melónu sem hann snæddi í gærkvöldi. Nálar hafa fundist í ávöxtum víða um heim en Matvælastofnun kannast ekki við sambærilegt mál á Íslandi. „Við vorum að fá okkur ferska ávexti í gærkvöldi, fengum okkur melónu og þegar við skárum hana í sneiðar sáum við brúnan blett. Við skárum betur og fórum beint í nál,“ segir Kristján Berg, sem margir þekkja betur sem Fiskikónginn. Melónuna keypti hann í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Kristján segir að nálin hafi verið djúpt inni í ávextinum og ryðið umhverfis nálina bendi til að hún hafi dvalið lengi í aldinkjötinu. Hann veltir fyrir sér hvort þessi fundur sé sambærilegur þeim sem fluttir hafa verið fregnir af víða um heim. Vísar Kristján þar til frétta sem bárust frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi í haust um að óprútnir aðilar hefðu laumað nálum í jarðaber. Fyrr í þessum mánuði bárust síðan sambærilegar fréttir frá Noregi en þar hafði einhver stungið nál inn í banana. Kristján segist fyrst hafa haldið að um einhvers konar verðmerkingu væri að ræða inni í melónunni. „En ég vinn í verslun og maður er aldrei að hefta neitt í matvæli. Ég efast um að fólk sem er að verðmerkja matvæli, sérstaklega á Íslandi, séu eitthvað að stinga þeim í vöruna,“ segir Kristján. Hann útilokar þó ekki að um eitthvað annað en nál kunni að vera að ræða. „En mér brá svolítið út af umræðunni undanfarið - að sjá þetta svona í matvælum hjá mér. Mér bara brá svolítið, ég verð að viðurkenna það,“ segir fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson.Nálar sjaldséðar í matvælum Herdís Guðjónsdóttir, sem hefur eftirlit með matvælainnflutningi hjá Matvælastofnun, segir í samtali við fréttastofu að MAST hafi ekki áður borist tilkynningar um nálar í ávöxtum hér á landi. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að koma algjörlega í veg fyrir að að nálum sé stungið í matvæli segir Herdís að Matvælastofnun sé aðili að samevrópusku viðvörunarkerfi sem sendir út tilkynningar þegar slík mál komi upp í Evrópu - og MAST sé því vel vakandi. Hún gerir ráð fyrir því að heilbrigðiseftirlitið muni setja sig í samband við Kristján eftir hátíðirnar til að varpa betra ljósi á aðskotahlutinn, sem sjá má í færslu Kristjáns hér að neðan. Matur Tengdar fréttir Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19 Nálar í berjum á Nýja-Sjálandi Umrædd jarðarber voru innflutt frá Ástralíu. 24. september 2018 07:30 Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson segist hafa brugðið þegar hann fann það sem hann telur vera nál í melónu sem hann snæddi í gærkvöldi. Nálar hafa fundist í ávöxtum víða um heim en Matvælastofnun kannast ekki við sambærilegt mál á Íslandi. „Við vorum að fá okkur ferska ávexti í gærkvöldi, fengum okkur melónu og þegar við skárum hana í sneiðar sáum við brúnan blett. Við skárum betur og fórum beint í nál,“ segir Kristján Berg, sem margir þekkja betur sem Fiskikónginn. Melónuna keypti hann í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Kristján segir að nálin hafi verið djúpt inni í ávextinum og ryðið umhverfis nálina bendi til að hún hafi dvalið lengi í aldinkjötinu. Hann veltir fyrir sér hvort þessi fundur sé sambærilegur þeim sem fluttir hafa verið fregnir af víða um heim. Vísar Kristján þar til frétta sem bárust frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi í haust um að óprútnir aðilar hefðu laumað nálum í jarðaber. Fyrr í þessum mánuði bárust síðan sambærilegar fréttir frá Noregi en þar hafði einhver stungið nál inn í banana. Kristján segist fyrst hafa haldið að um einhvers konar verðmerkingu væri að ræða inni í melónunni. „En ég vinn í verslun og maður er aldrei að hefta neitt í matvæli. Ég efast um að fólk sem er að verðmerkja matvæli, sérstaklega á Íslandi, séu eitthvað að stinga þeim í vöruna,“ segir Kristján. Hann útilokar þó ekki að um eitthvað annað en nál kunni að vera að ræða. „En mér brá svolítið út af umræðunni undanfarið - að sjá þetta svona í matvælum hjá mér. Mér bara brá svolítið, ég verð að viðurkenna það,“ segir fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson.Nálar sjaldséðar í matvælum Herdís Guðjónsdóttir, sem hefur eftirlit með matvælainnflutningi hjá Matvælastofnun, segir í samtali við fréttastofu að MAST hafi ekki áður borist tilkynningar um nálar í ávöxtum hér á landi. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að koma algjörlega í veg fyrir að að nálum sé stungið í matvæli segir Herdís að Matvælastofnun sé aðili að samevrópusku viðvörunarkerfi sem sendir út tilkynningar þegar slík mál komi upp í Evrópu - og MAST sé því vel vakandi. Hún gerir ráð fyrir því að heilbrigðiseftirlitið muni setja sig í samband við Kristján eftir hátíðirnar til að varpa betra ljósi á aðskotahlutinn, sem sjá má í færslu Kristjáns hér að neðan.
Matur Tengdar fréttir Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19 Nálar í berjum á Nýja-Sjálandi Umrædd jarðarber voru innflutt frá Ástralíu. 24. september 2018 07:30 Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19
Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. 12. nóvember 2018 09:00