Umræðan um samþykktir Sameinuðu þjóðanna stormur í vatnsglasi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. desember 2018 20:47 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis leiðrétti þær rangfærslur sem hafa verið uppi í umræðunni um samþykktir Sameinuðu þjóðanna sem varða flóttamenn og innflytjendur. Vísir/vilhelm Umræðan um milliríkjasamþykkt Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur er stormur í vatnsglasi að mati Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Samþykktin breyti engu um þann lagaramma sem sé í gildi á Íslandi og þá komi hún fullveldi landsins að engu leyti við. Þetta sagði Áslaug í Reykjavík síðdegis í dag. Mikil umræða hefur skapast um samþykktina (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) sem til stendur að samþykkja á fundi í Marokkó í dag og á morgun og síðar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna skömmu fyrir jól. Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður Miðflokksins, sem hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Bergþórs Ólasonar, lýsti yfir áhyggjum af samningnum í umræðum um störf þingsins fyrr í vikunni. Þar fullyrti Jón Þór að yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar myndi setja spurningarmerki við samninginn stæði fólki til boða að taka afstöðu til hans.Jón Þór Þorvaldsson mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi um óákveðinn tíma.Fréttablaðið/Anton BrinkJón Þór sagði að landamæri Íslands myndu opnast fyrir „nánast öllum íbúum jarðar sem kjósa að flytja hingað burt séð frá stöðu“. Þá sagði hann að það væri „leitt til þess að hugsa að nú þegar við fögnum 100 ára afmæli fullveldisins skuli þingheimur og fjölmiðlar ekki sinna meira um fullveldi Íslands.“ Áslaug Arna leiðrétti þær rangfærslur sem hafa verið uppi í umræðunni um samninginn í viðtalinu en eftir rýni sérfræðinga á efni samþykktarinnar sé það ljóst að hún falli að lagaramma og framkvæmd sem sé þegar í gildi á Íslandi. „Hún haggar ekki fullveldisrétti til að ráða stefnu okkar varðandi málefni farenda eða um að stjórna okkkar málaflokki í samræmi við alþjóðalög,“ segir Áslaug sem ítrekar að með samþykktinni felast engar skuldbindingar. Áslaug sagði að samþykktin fjallaði um málefni flóttafólks og farenda. „Í þessum samþykktum er fjallað um bætt viðbrögð alþjóðasamfélagsins og sameiginlega ábyrgð á málefnum farenda og flóttafólks og þá er undirstrikuð skylda allra aðildaríkja að vernda þá sem eru á flótta og styðja þau ríki sem hýsa mikinn fjölda flóttafólks og að sama skapi styðja við þau ríki sem kljást við fólksflótta frá þeirra löndum.“ Aðspurð hvort þeir sem hafi áhyggjur af samningnum geti þá sofið rótt eftir allt saman svarar Áslaug: „Þeir geta sofið rótt því bæði hefur þetta engin áhrif á löggjöfina okkar og þá er alveg undirstrikað og við munum líka undirstrika það úti [á allsherjarþinginu] að hvert ríki hefur sjálfdæmi um eigin innflytjendalöggjöf og stefnu í málefnum innflytjenda og við teljum að samþykktin feli það í sér.“ Þá var Áslaug spurt hvers vegna sumar þjóðir vildu ekki samþykkja samninginn. Áslaug segir að það séu margvíslegar ástæður fyrir því en sum ríki teldu löggjöf landsins þurfa að taka miklum breytingum vegna samþykktarinnar og þá sé ágreiningur uppi meðal annars um hvort heimila ætti að hneppa börn í varðhald eða vistun. Þetta ætti þó ekki við um Ísland og Norðurlöndin því löggjöfin fellur undir þessar samþykktir. Þá segir Áslaug að það sé rangt að engin umræða hafi farið fram um efni samþykktarinnar. Umræðan hafi farið fram á vettvangi ríkisstjórnarinnar og utanríkismálanefndar Alþingis. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Tengdar fréttir Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30 Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna. 2. desember 2018 20:22 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Umræðan um milliríkjasamþykkt Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur er stormur í vatnsglasi að mati Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Samþykktin breyti engu um þann lagaramma sem sé í gildi á Íslandi og þá komi hún fullveldi landsins að engu leyti við. Þetta sagði Áslaug í Reykjavík síðdegis í dag. Mikil umræða hefur skapast um samþykktina (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) sem til stendur að samþykkja á fundi í Marokkó í dag og á morgun og síðar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna skömmu fyrir jól. Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður Miðflokksins, sem hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Bergþórs Ólasonar, lýsti yfir áhyggjum af samningnum í umræðum um störf þingsins fyrr í vikunni. Þar fullyrti Jón Þór að yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar myndi setja spurningarmerki við samninginn stæði fólki til boða að taka afstöðu til hans.Jón Þór Þorvaldsson mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi um óákveðinn tíma.Fréttablaðið/Anton BrinkJón Þór sagði að landamæri Íslands myndu opnast fyrir „nánast öllum íbúum jarðar sem kjósa að flytja hingað burt séð frá stöðu“. Þá sagði hann að það væri „leitt til þess að hugsa að nú þegar við fögnum 100 ára afmæli fullveldisins skuli þingheimur og fjölmiðlar ekki sinna meira um fullveldi Íslands.“ Áslaug Arna leiðrétti þær rangfærslur sem hafa verið uppi í umræðunni um samninginn í viðtalinu en eftir rýni sérfræðinga á efni samþykktarinnar sé það ljóst að hún falli að lagaramma og framkvæmd sem sé þegar í gildi á Íslandi. „Hún haggar ekki fullveldisrétti til að ráða stefnu okkar varðandi málefni farenda eða um að stjórna okkkar málaflokki í samræmi við alþjóðalög,“ segir Áslaug sem ítrekar að með samþykktinni felast engar skuldbindingar. Áslaug sagði að samþykktin fjallaði um málefni flóttafólks og farenda. „Í þessum samþykktum er fjallað um bætt viðbrögð alþjóðasamfélagsins og sameiginlega ábyrgð á málefnum farenda og flóttafólks og þá er undirstrikuð skylda allra aðildaríkja að vernda þá sem eru á flótta og styðja þau ríki sem hýsa mikinn fjölda flóttafólks og að sama skapi styðja við þau ríki sem kljást við fólksflótta frá þeirra löndum.“ Aðspurð hvort þeir sem hafi áhyggjur af samningnum geti þá sofið rótt eftir allt saman svarar Áslaug: „Þeir geta sofið rótt því bæði hefur þetta engin áhrif á löggjöfina okkar og þá er alveg undirstrikað og við munum líka undirstrika það úti [á allsherjarþinginu] að hvert ríki hefur sjálfdæmi um eigin innflytjendalöggjöf og stefnu í málefnum innflytjenda og við teljum að samþykktin feli það í sér.“ Þá var Áslaug spurt hvers vegna sumar þjóðir vildu ekki samþykkja samninginn. Áslaug segir að það séu margvíslegar ástæður fyrir því en sum ríki teldu löggjöf landsins þurfa að taka miklum breytingum vegna samþykktarinnar og þá sé ágreiningur uppi meðal annars um hvort heimila ætti að hneppa börn í varðhald eða vistun. Þetta ætti þó ekki við um Ísland og Norðurlöndin því löggjöfin fellur undir þessar samþykktir. Þá segir Áslaug að það sé rangt að engin umræða hafi farið fram um efni samþykktarinnar. Umræðan hafi farið fram á vettvangi ríkisstjórnarinnar og utanríkismálanefndar Alþingis.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Tengdar fréttir Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30 Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna. 2. desember 2018 20:22 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30
Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna. 2. desember 2018 20:22