Lausn fyrir lélega föndrara Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. desember 2018 08:00 Keli segist ekki vera góður að föndra og segir hann að það sé vegna þess að hann er örvhentur. Hann er allavega góður að tromma. Maður er bara alltaf að föndra! Ég er búinn að vera alveg á milljón í jólaföndrinu?… neinei – ég held sko að UNICEF hafi fengið þarna lélegustu föndrara landsins og að þau hafi í raun leitað uppi lélega föndrara. Ég er eiginlega alveg glataður,“ segir hinn geðþekki Keli úr hljómsveitinni Agent Fresco en hann sýnir okkur hvernig skal föndra jólagjafir í nýju myndbandi frá UNICEF. Þó að Keli sé ansi sleipur á trommunum þá virðist föndrið ekki alveg liggja jafn auðveldlega fyrir honum og jólatréð sem hann virðist vera að reyna að útbúa endar ansi sorglega. Blaðamaður dáist þó að hæfileika Kela til að hafa í það minnsta fattað að búa til einhvers konar grænan spíral og að það ætti að heita jólatré, því það er dálítið frumleg pæling – þó að útkoman hafi kannski ekki verið sú besta. „Já, ég vissi ekkert hvernig átti að gera þetta og svo var bara sagt „GO“ og þá átti ég bara að byrja að föndra. En það er gott að heyra að fólk haldi að mér hafi dottið þetta í hug. Sko, bæði er ég ekki mikið fyrir föndrið en líka er ég bara mjög lélegur – líklega óvenju lélegur. Þegar ég var yngri þá kenndi ég því um að ég væri örvhentur hversu lélegur föndrari ég er, ég meina – það hlýtur að vera þannig að maður sé lélegri að föndra ef maður er örvhentur.“Skrautið hans Kela kveikir gjörsamlega upp í jólaskapinu hjá manni.Vinir og vandamenn Kela geta andað léttar því hann segist ekki ætla að gefa neinum föndur þetta árið. Hins vegar fái fólk, eins og reyndar í fyrra líka, mjög líklega Sannar gjafir frá honum. En það eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð sem UNICEF býður til sölu. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan til þess að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest. Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. „Ef þú ert lélegur að föndra eins og ég og ert í einhverju „desperation“ að reyna að föndra einhvern jólaspíral þá myndi ég segja að Sannar gjafir væru alveg málið. Þetta er alveg geggjað – ég gerði þetta í fyrra. Sumt af þessu er algjörlega „amazing“ – það eru til dæmis töflur þarna sem þú setur í vatn og það hreinsast þannig að allir geta drukkið það. Þetta er líka bara á sannargjafir.is – ekki flókið.“ Birtist í Fréttablaðinu Föndur Jól Tónlist Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Maður er bara alltaf að föndra! Ég er búinn að vera alveg á milljón í jólaföndrinu?… neinei – ég held sko að UNICEF hafi fengið þarna lélegustu föndrara landsins og að þau hafi í raun leitað uppi lélega föndrara. Ég er eiginlega alveg glataður,“ segir hinn geðþekki Keli úr hljómsveitinni Agent Fresco en hann sýnir okkur hvernig skal föndra jólagjafir í nýju myndbandi frá UNICEF. Þó að Keli sé ansi sleipur á trommunum þá virðist föndrið ekki alveg liggja jafn auðveldlega fyrir honum og jólatréð sem hann virðist vera að reyna að útbúa endar ansi sorglega. Blaðamaður dáist þó að hæfileika Kela til að hafa í það minnsta fattað að búa til einhvers konar grænan spíral og að það ætti að heita jólatré, því það er dálítið frumleg pæling – þó að útkoman hafi kannski ekki verið sú besta. „Já, ég vissi ekkert hvernig átti að gera þetta og svo var bara sagt „GO“ og þá átti ég bara að byrja að föndra. En það er gott að heyra að fólk haldi að mér hafi dottið þetta í hug. Sko, bæði er ég ekki mikið fyrir föndrið en líka er ég bara mjög lélegur – líklega óvenju lélegur. Þegar ég var yngri þá kenndi ég því um að ég væri örvhentur hversu lélegur föndrari ég er, ég meina – það hlýtur að vera þannig að maður sé lélegri að föndra ef maður er örvhentur.“Skrautið hans Kela kveikir gjörsamlega upp í jólaskapinu hjá manni.Vinir og vandamenn Kela geta andað léttar því hann segist ekki ætla að gefa neinum föndur þetta árið. Hins vegar fái fólk, eins og reyndar í fyrra líka, mjög líklega Sannar gjafir frá honum. En það eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð sem UNICEF býður til sölu. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan til þess að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest. Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. „Ef þú ert lélegur að föndra eins og ég og ert í einhverju „desperation“ að reyna að föndra einhvern jólaspíral þá myndi ég segja að Sannar gjafir væru alveg málið. Þetta er alveg geggjað – ég gerði þetta í fyrra. Sumt af þessu er algjörlega „amazing“ – það eru til dæmis töflur þarna sem þú setur í vatn og það hreinsast þannig að allir geta drukkið það. Þetta er líka bara á sannargjafir.is – ekki flókið.“
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Jól Tónlist Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira