Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2018 12:30 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturninum í Kópavogi. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem skipaður var í febrúar og var falið að vinna hvítbók fyrir fjármálakerfið skilaði skýrslu sinni, hvítbókinni, í gær. Í hvítbókinni er meðal annars fjallað um eignarhald á bönkunum en núna eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, að fullu í eigu ríkisins. Það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbókinni segir að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland viðþátttöku almennings sé ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna,“ segir í hvítbókinni. Samhliða væri ástæða til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.„Við erum fyrst og fremst að segja að það þarf að halda af stað í þessa vegferð og hefja undirbúning að sölu. Síðan auðvitað verða menn að meta það út frá pólitískum vilja og markaðsaðstæðum í hversu stórar aðgerðir er skynsamlegt að ráðast í. Við erum fyrst og fremst að segja að við erum komin á þann stað að við þurfum að fara að gera eitthvað og koma þessu verkefni í gang,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins sem vann hvítbókina. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem skipaður var í febrúar og var falið að vinna hvítbók fyrir fjármálakerfið skilaði skýrslu sinni, hvítbókinni, í gær. Í hvítbókinni er meðal annars fjallað um eignarhald á bönkunum en núna eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, að fullu í eigu ríkisins. Það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbókinni segir að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland viðþátttöku almennings sé ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna,“ segir í hvítbókinni. Samhliða væri ástæða til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.„Við erum fyrst og fremst að segja að það þarf að halda af stað í þessa vegferð og hefja undirbúning að sölu. Síðan auðvitað verða menn að meta það út frá pólitískum vilja og markaðsaðstæðum í hversu stórar aðgerðir er skynsamlegt að ráðast í. Við erum fyrst og fremst að segja að við erum komin á þann stað að við þurfum að fara að gera eitthvað og koma þessu verkefni í gang,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins sem vann hvítbókina. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15