Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2018 12:30 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturninum í Kópavogi. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem skipaður var í febrúar og var falið að vinna hvítbók fyrir fjármálakerfið skilaði skýrslu sinni, hvítbókinni, í gær. Í hvítbókinni er meðal annars fjallað um eignarhald á bönkunum en núna eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, að fullu í eigu ríkisins. Það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbókinni segir að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland viðþátttöku almennings sé ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna,“ segir í hvítbókinni. Samhliða væri ástæða til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.„Við erum fyrst og fremst að segja að það þarf að halda af stað í þessa vegferð og hefja undirbúning að sölu. Síðan auðvitað verða menn að meta það út frá pólitískum vilja og markaðsaðstæðum í hversu stórar aðgerðir er skynsamlegt að ráðast í. Við erum fyrst og fremst að segja að við erum komin á þann stað að við þurfum að fara að gera eitthvað og koma þessu verkefni í gang,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins sem vann hvítbókina. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem skipaður var í febrúar og var falið að vinna hvítbók fyrir fjármálakerfið skilaði skýrslu sinni, hvítbókinni, í gær. Í hvítbókinni er meðal annars fjallað um eignarhald á bönkunum en núna eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, að fullu í eigu ríkisins. Það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbókinni segir að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland viðþátttöku almennings sé ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna,“ segir í hvítbókinni. Samhliða væri ástæða til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.„Við erum fyrst og fremst að segja að það þarf að halda af stað í þessa vegferð og hefja undirbúning að sölu. Síðan auðvitað verða menn að meta það út frá pólitískum vilja og markaðsaðstæðum í hversu stórar aðgerðir er skynsamlegt að ráðast í. Við erum fyrst og fremst að segja að við erum komin á þann stað að við þurfum að fara að gera eitthvað og koma þessu verkefni í gang,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins sem vann hvítbókina. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15