Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2018 12:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. Til þess þarf að samþykkja fjárlög og Trump vill ekki skrifa undir slík lög án þess að fá peninga til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Demókratar, og margir þingmenn Repúblikanaflokksins, vilja það hins vegar ekki. Verði ný lög ekki samþykkt fyrir 21. desember verður hluta stofnanna ríkisins lokað. Það hefði átt að gerast í byrjun mánaðarins en þingmenn komust að samkomulagi um að tryggja stofnunum þessum fjármagn tímabundið. Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar þingflokka Demókrataflokksins, sendur frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem þau sögðu Repúblikana enn stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta hússins. Þeir vissu vel að þrátt fyrir það væri ekki meirihluti fyrir byggingu veggjarins á þinginu og því ætti málið ekki að koma í veg fyrir samstarf flokkanna.AP fréttaveitan segir leiðtoga Repúblikanaflokksins hafa sagt opinberlega að Trump sjálfur þyrfti að semja við Demókrata og viðurkenna þeir því að þeir geti ekki komið fjárlögum í gegnum þingið á atkvæðum eigin þingmanna.Trump mun því funda með leiðtogum Demókrataflokksins á næstu dögum vegna stöðunnar. Forsetinn hefur farið mikinn á Twitter í dag og sagt að þau muni komast að samkomulagi og að veggurinn verði byggður. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. Til þess þarf að samþykkja fjárlög og Trump vill ekki skrifa undir slík lög án þess að fá peninga til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Demókratar, og margir þingmenn Repúblikanaflokksins, vilja það hins vegar ekki. Verði ný lög ekki samþykkt fyrir 21. desember verður hluta stofnanna ríkisins lokað. Það hefði átt að gerast í byrjun mánaðarins en þingmenn komust að samkomulagi um að tryggja stofnunum þessum fjármagn tímabundið. Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar þingflokka Demókrataflokksins, sendur frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem þau sögðu Repúblikana enn stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta hússins. Þeir vissu vel að þrátt fyrir það væri ekki meirihluti fyrir byggingu veggjarins á þinginu og því ætti málið ekki að koma í veg fyrir samstarf flokkanna.AP fréttaveitan segir leiðtoga Repúblikanaflokksins hafa sagt opinberlega að Trump sjálfur þyrfti að semja við Demókrata og viðurkenna þeir því að þeir geti ekki komið fjárlögum í gegnum þingið á atkvæðum eigin þingmanna.Trump mun því funda með leiðtogum Demókrataflokksins á næstu dögum vegna stöðunnar. Forsetinn hefur farið mikinn á Twitter í dag og sagt að þau muni komast að samkomulagi og að veggurinn verði byggður.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira