Svefnleysi og þyngdartap í hungurverkfalli fjögurra Katalóna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Karlfangarnir sjö, af níu föngum alls, eru vistaðir í Lledoners-fangelsinu í Katalóníu. Frá vinstri má sjá þá Jordi Sanchez, Oriol Junqueras, Jordi Turull, Joaquim Forn, Jordi Cuixart, Josep Rull og Raul Romeva. Nordicphotos/AFP Katalónsku aðskilnaðarsinnarnir Jordi Sanchez og Jordi Turull eru nú á tólfta degi hungurverkfalls og þeir Joaquim Forn og Josep Rull á sínum níunda. Saman eru þeir vistaðir í Lledoners-fangelsinu vegna meints uppreisnaráróðurs og uppreisnar gegn spænska ríkinu í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu síðasta árs. Þeir efndu til hungurverkfallsins til að mótmæla því hversu lengi spænsk stjórnvöld hafa frestað því að rétta yfir þeim og til að mótmæla ákærunum sjálfum. Auk þeirra eru fimm önnur í haldi. Pilar Calvo, upplýsingafulltrúi fjórmenninganna, hefur greint frá því að þeir ætli að halda hungurverkfallinu til streitu og séu hvergi nærri því að gefast upp. Samanlagt hafi þeir lést um 20 kíló og stríði nú við svefnleysi. Þá blés Calvo á frásagnir af því að fjórmenningarnir væru að svindla, sagði þá bara drekka vatn með steinefnum en hafa vissulega þurft að taka lyf. Quim Torra, forseti héraðsins, lauk í gær tveggja sólarhringa föstu sem hann efndi til, til þess að sýna föngunum samhug. Fleiri katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa tekið svipaða ákvörun. Fram að jólum munu til dæmis tíu fasta í einu í Dipòsit d’Aigües del Rei Martí í miðborg Barcelona. Hver hópur mun fasta í allt að sjö daga. Greint var frá því í gær að ríkissaksóknari Spánar í Katalóníu rannsakaði nú hvort katalónska lögreglan hefði sýnt vanrækslu með því að koma ekki í veg fyrir mótmæli gegn spænskum stjórnvöldum um helgina. Stjórnvöld í Madríd hafa varað Katalóna við því að spænska lögreglan gæti verið send á svæðið vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Katalónsku aðskilnaðarsinnarnir Jordi Sanchez og Jordi Turull eru nú á tólfta degi hungurverkfalls og þeir Joaquim Forn og Josep Rull á sínum níunda. Saman eru þeir vistaðir í Lledoners-fangelsinu vegna meints uppreisnaráróðurs og uppreisnar gegn spænska ríkinu í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu síðasta árs. Þeir efndu til hungurverkfallsins til að mótmæla því hversu lengi spænsk stjórnvöld hafa frestað því að rétta yfir þeim og til að mótmæla ákærunum sjálfum. Auk þeirra eru fimm önnur í haldi. Pilar Calvo, upplýsingafulltrúi fjórmenninganna, hefur greint frá því að þeir ætli að halda hungurverkfallinu til streitu og séu hvergi nærri því að gefast upp. Samanlagt hafi þeir lést um 20 kíló og stríði nú við svefnleysi. Þá blés Calvo á frásagnir af því að fjórmenningarnir væru að svindla, sagði þá bara drekka vatn með steinefnum en hafa vissulega þurft að taka lyf. Quim Torra, forseti héraðsins, lauk í gær tveggja sólarhringa föstu sem hann efndi til, til þess að sýna föngunum samhug. Fleiri katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa tekið svipaða ákvörun. Fram að jólum munu til dæmis tíu fasta í einu í Dipòsit d’Aigües del Rei Martí í miðborg Barcelona. Hver hópur mun fasta í allt að sjö daga. Greint var frá því í gær að ríkissaksóknari Spánar í Katalóníu rannsakaði nú hvort katalónska lögreglan hefði sýnt vanrækslu með því að koma ekki í veg fyrir mótmæli gegn spænskum stjórnvöldum um helgina. Stjórnvöld í Madríd hafa varað Katalóna við því að spænska lögreglan gæti verið send á svæðið vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33