Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. desember 2018 09:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hélt tölu á kynningu á hvítbókinni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bankasýsla ríkisins telur ólíklegt að unnt verði að selja eignarhlut ríkisins í Landsbankanum eða Íslandsbanka til erlends banka. Lítið hafi verið um yfirtökur á bönkum á milli Evrópulanda eftir fjármálahrunið. Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. Eins og kunnugt er hefur starfshópur sem var skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra í febrúar lokið vinnu við hvítbók um framtíðarsýn fyrir íslenskt fjármálakerfi. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu skynsamlegt væri að skrá Landsbankann á markað og selja þá eignarhluti ríkisins í bankanum sem það hyggst láta frá sér í áföngum. Einnig væri skynsamlegt að fara af fullum krafti í að bjóða viðskiptabönkum í nágrannaríkjunum að kaupa Íslandsbanka í heild. Bankasýsla ríkisins skilaði minnisblaði til starfshópsins þar sem fram kemur að sala til erlends viðskiptabanka sé ólíkleg og sú skoðun hafi verið staðfest að mestu leyti í reglulegum samskiptum við alþjóðlega fjárfestingarbanka. „Á undanförnum árum og í kjölfar fjármálakreppunnar hefur verið afar lítið um samruna og yfirtökur á bönkum á milli landa í Evrópu. Bitur reynsla af fyrri yfirtökum, lág arðsemi, flóknara regluverk og auknar eiginfjárkröfur hafa átt sinn þátt í því,“ segir í minnisblaðinu. „Bankar eru að draga sig út úr fjárfestingum fyrri ára og einbeita sér að kjarnarekstri á eigin heimamarkaði, en ekki að frekari landvinningum.“ Bendir Bankasýslan á að stórir bankar á Norðurlöndum eigi nú þegar í lánaviðskiptum við stærstu innlendu félögin á Íslandi og því sé lítill hagur fyrir þá að taka yfir bankastofnanir á Íslandi. Hins vegar geti stór norrænn banki, sem styðst við innramatsaðferð, haft fjárhagslegan hag af því að kaupa íslenskan banka og breyta honum í útibú. Segir stofnunin að kanna beri til hlítar hvort til staðar sé áhugi erlendra viðskiptabanka. Líklega verði hlutafé íslenska bankans þá selt í einu lagi. Þá sé enn mikilvægara, ef selja á íslenskan banka til erlends banka, að lækka sérstakar álögur á fjármálafyrirtæki enda séu útibú erlendra fjármálafyrirtækja ekki undanþegin bankaskatti. Útboð þurfi að vera stórt Bankasýslan telur líklegast að fyrsta sala ríkisins á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum fari fram með frumútboði. Útboðið þurfi að vera af þeirri stærðargráðu að það útiloki ekki hóp fjárfesta sem annars væru líklegir til þátttöku. Nefnir stofnunin í því samhengi Arion banka og NIBC en andvirði hvors útboðs var um 320 milljónir evra. „Í báðum tilvikum mátti greina fjarveru ákveðins hóps fjárfesta sem hugsanlega má rekja til smæðar útboðsins. Þannig var frumútboðið sjálft eða markaðsvirði hlutabréfa í viðkomandi banka eftir frumútboð, ekki nægjanlega hátt til að telja hlutabréfin nokkurs konar skyldueign þar sem það hefði ekki svarað tilkostnaði fjárfesta að kynna sér frumútboðið,“ segir í minnisblaðinu. „Talið er að frumútboð af stærðinni 500 til 750 milljónir evra sé nægjanlegt til að vekja athygli helstu fjárfesta.“ Verðmæti háð arðsemi Í hvítbókinni kemur fram að áætlað markaðsvirði banka hafi gríðarleg áhrif á verðmat hlutafjár þeirra. Markaðsvirði hlutafjár banka með 6 prósenta arðsemi sé einungis 0,53x af innra virði á meðan markaðsvirði hlutafjár banka með 10 prósenta arðsemi nemi 0,98x af innra virði. „Þannig sést að hlutir í bönkum með 6,5 prósenta áætlaða arðsemi, þ.e. sömu og Arion banki í dag, ættu að vera metnir á 0,59x. Hins vegar voru hlutir í Arion banka metnir á 0,70x í lok nóvember 2018,“ segir í hvítbókinni. Hlutfall markaðsverðs og bókfærðs verðs hjá Arion banka hefur sveiflast á bilinu 70 til 80 prósent frá því bankinn var skráður á markað. Hlutfallið gefur vísbendingu um að verðmæti Íslandsbanka og Landsbankans sé á bilinu 290-330 milljarðar króna að mati starfshópsins. Erlendir fjárfestar furða sig á rekstrarumhverfinu Arion banki var fenginn til að skrifa minnisblað um lærdóminn af söluferli bankans sem lauk með skráningu á markað í júní 2018. Þar kom fram að eitt af því sem forsvarsmenn bankans lærðu í viðræðum við erlenda fagfjárfesta væri að þeir „þurfa ekki að eiga Ísland“. Skráningar íslenskra félaga á markað væru ekki af þeirri stærðargráðu að erlendir fagfjárfestar teldu sig þurfa að taka þátt. „Íslenskur fjárfestingakostur þarf að vera aðlaðandi í gæðum og verði til að höfða til erlendra fjárfesta,“ segir í minnisblaðinu. Erlendir fjárfestar hafa að sögn bankans mikla trú á íslensku efnahagslífi en minni sannfæringu fyrir því að stjórnvöld og regluumhverfi hérlendis sé eins og best verður á kosið. Skyndileg hækkun á kerfisáhættuauka og ákvörðun Seðlabankans um bindiskyldu á erlent fjármagn hafi einnig orkað tvímælis fyrir fjárfesta. Lög um kaupauka komu erlendum fjárfestum á óvart og þeir furðuðu sig á því að bankinn skyldi vera í samkeppni um íbúðalán við lífeyrissjóði sem sættu ekki sömu kröfum um eigið fé, útlánatap og skattgreiðslur. Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Bankasýsla ríkisins telur ólíklegt að unnt verði að selja eignarhlut ríkisins í Landsbankanum eða Íslandsbanka til erlends banka. Lítið hafi verið um yfirtökur á bönkum á milli Evrópulanda eftir fjármálahrunið. Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. Eins og kunnugt er hefur starfshópur sem var skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra í febrúar lokið vinnu við hvítbók um framtíðarsýn fyrir íslenskt fjármálakerfi. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu skynsamlegt væri að skrá Landsbankann á markað og selja þá eignarhluti ríkisins í bankanum sem það hyggst láta frá sér í áföngum. Einnig væri skynsamlegt að fara af fullum krafti í að bjóða viðskiptabönkum í nágrannaríkjunum að kaupa Íslandsbanka í heild. Bankasýsla ríkisins skilaði minnisblaði til starfshópsins þar sem fram kemur að sala til erlends viðskiptabanka sé ólíkleg og sú skoðun hafi verið staðfest að mestu leyti í reglulegum samskiptum við alþjóðlega fjárfestingarbanka. „Á undanförnum árum og í kjölfar fjármálakreppunnar hefur verið afar lítið um samruna og yfirtökur á bönkum á milli landa í Evrópu. Bitur reynsla af fyrri yfirtökum, lág arðsemi, flóknara regluverk og auknar eiginfjárkröfur hafa átt sinn þátt í því,“ segir í minnisblaðinu. „Bankar eru að draga sig út úr fjárfestingum fyrri ára og einbeita sér að kjarnarekstri á eigin heimamarkaði, en ekki að frekari landvinningum.“ Bendir Bankasýslan á að stórir bankar á Norðurlöndum eigi nú þegar í lánaviðskiptum við stærstu innlendu félögin á Íslandi og því sé lítill hagur fyrir þá að taka yfir bankastofnanir á Íslandi. Hins vegar geti stór norrænn banki, sem styðst við innramatsaðferð, haft fjárhagslegan hag af því að kaupa íslenskan banka og breyta honum í útibú. Segir stofnunin að kanna beri til hlítar hvort til staðar sé áhugi erlendra viðskiptabanka. Líklega verði hlutafé íslenska bankans þá selt í einu lagi. Þá sé enn mikilvægara, ef selja á íslenskan banka til erlends banka, að lækka sérstakar álögur á fjármálafyrirtæki enda séu útibú erlendra fjármálafyrirtækja ekki undanþegin bankaskatti. Útboð þurfi að vera stórt Bankasýslan telur líklegast að fyrsta sala ríkisins á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum fari fram með frumútboði. Útboðið þurfi að vera af þeirri stærðargráðu að það útiloki ekki hóp fjárfesta sem annars væru líklegir til þátttöku. Nefnir stofnunin í því samhengi Arion banka og NIBC en andvirði hvors útboðs var um 320 milljónir evra. „Í báðum tilvikum mátti greina fjarveru ákveðins hóps fjárfesta sem hugsanlega má rekja til smæðar útboðsins. Þannig var frumútboðið sjálft eða markaðsvirði hlutabréfa í viðkomandi banka eftir frumútboð, ekki nægjanlega hátt til að telja hlutabréfin nokkurs konar skyldueign þar sem það hefði ekki svarað tilkostnaði fjárfesta að kynna sér frumútboðið,“ segir í minnisblaðinu. „Talið er að frumútboð af stærðinni 500 til 750 milljónir evra sé nægjanlegt til að vekja athygli helstu fjárfesta.“ Verðmæti háð arðsemi Í hvítbókinni kemur fram að áætlað markaðsvirði banka hafi gríðarleg áhrif á verðmat hlutafjár þeirra. Markaðsvirði hlutafjár banka með 6 prósenta arðsemi sé einungis 0,53x af innra virði á meðan markaðsvirði hlutafjár banka með 10 prósenta arðsemi nemi 0,98x af innra virði. „Þannig sést að hlutir í bönkum með 6,5 prósenta áætlaða arðsemi, þ.e. sömu og Arion banki í dag, ættu að vera metnir á 0,59x. Hins vegar voru hlutir í Arion banka metnir á 0,70x í lok nóvember 2018,“ segir í hvítbókinni. Hlutfall markaðsverðs og bókfærðs verðs hjá Arion banka hefur sveiflast á bilinu 70 til 80 prósent frá því bankinn var skráður á markað. Hlutfallið gefur vísbendingu um að verðmæti Íslandsbanka og Landsbankans sé á bilinu 290-330 milljarðar króna að mati starfshópsins. Erlendir fjárfestar furða sig á rekstrarumhverfinu Arion banki var fenginn til að skrifa minnisblað um lærdóminn af söluferli bankans sem lauk með skráningu á markað í júní 2018. Þar kom fram að eitt af því sem forsvarsmenn bankans lærðu í viðræðum við erlenda fagfjárfesta væri að þeir „þurfa ekki að eiga Ísland“. Skráningar íslenskra félaga á markað væru ekki af þeirri stærðargráðu að erlendir fagfjárfestar teldu sig þurfa að taka þátt. „Íslenskur fjárfestingakostur þarf að vera aðlaðandi í gæðum og verði til að höfða til erlendra fjárfesta,“ segir í minnisblaðinu. Erlendir fjárfestar hafa að sögn bankans mikla trú á íslensku efnahagslífi en minni sannfæringu fyrir því að stjórnvöld og regluumhverfi hérlendis sé eins og best verður á kosið. Skyndileg hækkun á kerfisáhættuauka og ákvörðun Seðlabankans um bindiskyldu á erlent fjármagn hafi einnig orkað tvímælis fyrir fjárfesta. Lög um kaupauka komu erlendum fjárfestum á óvart og þeir furðuðu sig á því að bankinn skyldi vera í samkeppni um íbúðalán við lífeyrissjóði sem sættu ekki sömu kröfum um eigið fé, útlánatap og skattgreiðslur.
Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent