Körfuknattleiksdeild Hattar á Egilsstöðum hefur leyst Litháann Pranas Skurdauskas undan samningi vegna ofbeldisfullrar hegðunar.
Í tilkynningu frá Hetti í gærkvöld segir að Skurdauskas hafi orðið uppvís að ofbeldisfullri hegðun og hafi mál hans farið til meðferðar hjá lögreglu.
„Körfuknattleiksdeild Hattar fordæmir hegðun leikmannsins sem samræmist í engu gildum og reglum deildarinnar. Liðið undirbýr nú mikilvæga leiki í 1. deildinni en leggur ekki gildin til hliðar, harmar atvikið og hefur gripið til viðeigandi ráðstafana,“ segir í tilkynningunni.
Skurdauskas kom til Hattar fyrir tímabilið og hefur hann spilað alla átta leiki liðsins í deildinni. Hann var með 10,3 stig að meðaltali í leik og 9,3 fráköst.
Höttur féll úr úrvalsdeildinni síðasta vetur og spilar nú í 1. deild karla. Liðið er þar í 5. sæti eftir 8 leiki með 12 stig, líkt og þrjú af liðunum fjórum fyrir ofan. Þór Akureyri er á toppnum með 16 stig.
Leikmaður Hattar rekinn vegna ofbeldisfullrar hegðunar
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn


Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
